Okkar plan hélt og synd að leikurinn fari ekki fram Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 09:00 Kristinn V. Jóhannsson á Laugardalsvelli í vikunni. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þetta er búið að kosta sitt og það er synd að leikurinn fari ekki fram,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, en honum og hans fólki hefur tekist að gera völlinn kláran fyrir leik Íslands og Rúmeníu sem nú hefur verið frestað. Ljóst var að erfitt yrði að hafa Laugardalsvöll, sem er gamall og illa hannaður, tilbúinn fyrir EM-umspil í þessum mánuði. Með því að fá hitadúk frá Bretlandi til að leggja yfir völlinn virtist þó sem að það myndi takast. Vegna kórónuveirunnar var leikur Íslands og Rúmeníu hins vegar færður til og á hann nú að fara fram 4. júní. Kristinn segir vinnu vetrarins ekki alla fyrir bí og bar sig vel þegar Arnar Björnsson heimsótti hann í þættinum Sportið í dag. „Það var langur aðdragandi að þessari niðurstöðu. Maður bjóst við þessu. Þetta hefur verið mikill rússíbani síðustu 2-3 vikur í öllu skipulagi. Nú er komin niðurstaða og við verðum bara að læra af þessum vetri. Við tökum heilmargt jákvætt úr honum og því hvernig við gerðum hlutina. Okkar plan var á áætlun og mitt starfsfólk getur verið stolt af því að skila því verki eftir skrýtinn og langan vetur. Það verður væntanlega hlýrra í júní þegar við spilum,“ sagði Kristinn, og bætti við: „Við getum ekki farið í páskafrí strax. Núna erum við bara að pakka saman en við höldum áfram að fylgjast með honum og sjáum til þess að hann verði spilhæfur í júní.“ Klippa: Vallarstjóri Laugardalsvallar um pylsuna KSÍ EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Ísland og Rúmenía mætast 4. júní Búið er raða leikjunum um sæti á EM 2021 á nýjar dagsetningar. 20. mars 2020 14:04 Byrjun fótboltatímabilsins frestað fram í miðjan maí Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í dag að fresta byrjun Íslandsmótsins og bikarkeppninnar í fótbolta. Nú er áætlað að keppni í þessum mótum hefjist um miðjan maí. 19. mars 2020 19:41 EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35 Hitapulsan blásin upp | „Sé enga ástæðu til að þetta klikki“ Í dag var hitadúkur lagður yfir Laugardalsvöll til að losa um frost og kulda á grasi vallarins, sem verið hefur snævi þakinn síðustu vikur. Það er mikilvægur liður í að gera völlinn kláran fyrir stórleik Íslands og Rúmeníu 26. mars í umspili um sæti á EM karla. 6. mars 2020 19:00 Þurftu að taka pulsuna af Laugardalsvelli í dag Hitatjaldið er ekki lengur yfir Laugardalsvellinum en það var óvænt tekið af vellinum í dag. 19. mars 2020 16:08 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
„Þetta er búið að kosta sitt og það er synd að leikurinn fari ekki fram,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, en honum og hans fólki hefur tekist að gera völlinn kláran fyrir leik Íslands og Rúmeníu sem nú hefur verið frestað. Ljóst var að erfitt yrði að hafa Laugardalsvöll, sem er gamall og illa hannaður, tilbúinn fyrir EM-umspil í þessum mánuði. Með því að fá hitadúk frá Bretlandi til að leggja yfir völlinn virtist þó sem að það myndi takast. Vegna kórónuveirunnar var leikur Íslands og Rúmeníu hins vegar færður til og á hann nú að fara fram 4. júní. Kristinn segir vinnu vetrarins ekki alla fyrir bí og bar sig vel þegar Arnar Björnsson heimsótti hann í þættinum Sportið í dag. „Það var langur aðdragandi að þessari niðurstöðu. Maður bjóst við þessu. Þetta hefur verið mikill rússíbani síðustu 2-3 vikur í öllu skipulagi. Nú er komin niðurstaða og við verðum bara að læra af þessum vetri. Við tökum heilmargt jákvætt úr honum og því hvernig við gerðum hlutina. Okkar plan var á áætlun og mitt starfsfólk getur verið stolt af því að skila því verki eftir skrýtinn og langan vetur. Það verður væntanlega hlýrra í júní þegar við spilum,“ sagði Kristinn, og bætti við: „Við getum ekki farið í páskafrí strax. Núna erum við bara að pakka saman en við höldum áfram að fylgjast með honum og sjáum til þess að hann verði spilhæfur í júní.“ Klippa: Vallarstjóri Laugardalsvallar um pylsuna
KSÍ EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Ísland og Rúmenía mætast 4. júní Búið er raða leikjunum um sæti á EM 2021 á nýjar dagsetningar. 20. mars 2020 14:04 Byrjun fótboltatímabilsins frestað fram í miðjan maí Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í dag að fresta byrjun Íslandsmótsins og bikarkeppninnar í fótbolta. Nú er áætlað að keppni í þessum mótum hefjist um miðjan maí. 19. mars 2020 19:41 EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35 Hitapulsan blásin upp | „Sé enga ástæðu til að þetta klikki“ Í dag var hitadúkur lagður yfir Laugardalsvöll til að losa um frost og kulda á grasi vallarins, sem verið hefur snævi þakinn síðustu vikur. Það er mikilvægur liður í að gera völlinn kláran fyrir stórleik Íslands og Rúmeníu 26. mars í umspili um sæti á EM karla. 6. mars 2020 19:00 Þurftu að taka pulsuna af Laugardalsvelli í dag Hitatjaldið er ekki lengur yfir Laugardalsvellinum en það var óvænt tekið af vellinum í dag. 19. mars 2020 16:08 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Ísland og Rúmenía mætast 4. júní Búið er raða leikjunum um sæti á EM 2021 á nýjar dagsetningar. 20. mars 2020 14:04
Byrjun fótboltatímabilsins frestað fram í miðjan maí Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í dag að fresta byrjun Íslandsmótsins og bikarkeppninnar í fótbolta. Nú er áætlað að keppni í þessum mótum hefjist um miðjan maí. 19. mars 2020 19:41
EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35
Hitapulsan blásin upp | „Sé enga ástæðu til að þetta klikki“ Í dag var hitadúkur lagður yfir Laugardalsvöll til að losa um frost og kulda á grasi vallarins, sem verið hefur snævi þakinn síðustu vikur. Það er mikilvægur liður í að gera völlinn kláran fyrir stórleik Íslands og Rúmeníu 26. mars í umspili um sæti á EM karla. 6. mars 2020 19:00
Þurftu að taka pulsuna af Laugardalsvelli í dag Hitatjaldið er ekki lengur yfir Laugardalsvellinum en það var óvænt tekið af vellinum í dag. 19. mars 2020 16:08