Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2020 10:52 Svali segir að þetta hafi verið viðbúið. Tenerife er svo fjölsóttur ferðamannastaður. Sex milljónir manna koma þangað á ári hverju. „Auðvitað,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, fararstjóri á Tenerife, spurður hvort ekki sé uggur í þeim Íslendingum sem þar dvelja? „Allir hugsa, þegar svona fréttir berast; eins gott að það komi ekki hingað. Allur heimurinn hvort sem er hér eða á Íslandi. Það þurfa allir að undirbúa sig fyrir þetta.“ Bara túrismi á Tenerife Sigvaldi, sem betur er þekktur sem útvarpsmaðurinn Svali, hefur verið búsettur í tvö ár á Tenerife þar sem Covid19-smit hefur verið greint og sjö Íslendingar eru nú í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu þar. Svali segir þetta nýja stöðu á eyjunum hvar aldrei gerist neitt. Nýverið gekk þar yfir mikill sandstormur og nú þetta. En, þetta kemur ekki alveg á óvart. „Maður vissi þetta svo sem alveg. Þetta var vitað, Tenerife er svo fjölsóttur ferðamannastaður. Sex milljónir manna koma hér á hverju ári. Þegar fréttir bárust frá Ítalíu, þá var búið að setja allt í gang á öllum spítölum hérna, og undirbúa. Aldrei spurning um hvort heldur hvenær. Það er klárt mál. Þá heyrði ég af því að þetta hefur verið lengi í undirbúningi á flugvellinum þá hvernig bregðast eigi við þess. Menn hafa haft varan á. Hér er bara túrismi, í rauninni.“ Gott heilbrigðiskerfi Svali segir að enn meiri fréttaflutningur sé af þessu á Íslandi enn sem komið er en á Spáni. Sem þarf kannski ekki að koma á óvart. Hlutfallslega eru býsna margir Íslendingar á Tenerife, að jafnaði 1.500 manns. Sjálfur virðist hann tiltölulega spakur í samtali við blaðamann Vísis. Hann segir að heilbrigðiskerfið á Spáni sé gott. „Þeir eru að reyna að taka utan um hótelið og fólkið þar. Ganga úr skugga um að þetta sé einangrað. En, ef það er einn þá eru líklega fleiri. Auðvitað taka menn þessu mjög alvarlega. Heilbrigðiskerfið hér er frábært og þeir vita pottþétt hvaða þeir syngja í undirbúningnum. Við munum fylgjast vel með næstu daga. Einhverjar frekari aðgerðir væntanlega í býgerð. En ég geri ekki ráð fyrir hópflutningum frá eyjunni, ástandið sé ekki þannig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Ekkert búið að ákveða um ráðstafanir vegna Tenerife Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. 25. febrúar 2020 10:23 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Sjá meira
„Auðvitað,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, fararstjóri á Tenerife, spurður hvort ekki sé uggur í þeim Íslendingum sem þar dvelja? „Allir hugsa, þegar svona fréttir berast; eins gott að það komi ekki hingað. Allur heimurinn hvort sem er hér eða á Íslandi. Það þurfa allir að undirbúa sig fyrir þetta.“ Bara túrismi á Tenerife Sigvaldi, sem betur er þekktur sem útvarpsmaðurinn Svali, hefur verið búsettur í tvö ár á Tenerife þar sem Covid19-smit hefur verið greint og sjö Íslendingar eru nú í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu þar. Svali segir þetta nýja stöðu á eyjunum hvar aldrei gerist neitt. Nýverið gekk þar yfir mikill sandstormur og nú þetta. En, þetta kemur ekki alveg á óvart. „Maður vissi þetta svo sem alveg. Þetta var vitað, Tenerife er svo fjölsóttur ferðamannastaður. Sex milljónir manna koma hér á hverju ári. Þegar fréttir bárust frá Ítalíu, þá var búið að setja allt í gang á öllum spítölum hérna, og undirbúa. Aldrei spurning um hvort heldur hvenær. Það er klárt mál. Þá heyrði ég af því að þetta hefur verið lengi í undirbúningi á flugvellinum þá hvernig bregðast eigi við þess. Menn hafa haft varan á. Hér er bara túrismi, í rauninni.“ Gott heilbrigðiskerfi Svali segir að enn meiri fréttaflutningur sé af þessu á Íslandi enn sem komið er en á Spáni. Sem þarf kannski ekki að koma á óvart. Hlutfallslega eru býsna margir Íslendingar á Tenerife, að jafnaði 1.500 manns. Sjálfur virðist hann tiltölulega spakur í samtali við blaðamann Vísis. Hann segir að heilbrigðiskerfið á Spáni sé gott. „Þeir eru að reyna að taka utan um hótelið og fólkið þar. Ganga úr skugga um að þetta sé einangrað. En, ef það er einn þá eru líklega fleiri. Auðvitað taka menn þessu mjög alvarlega. Heilbrigðiskerfið hér er frábært og þeir vita pottþétt hvaða þeir syngja í undirbúningnum. Við munum fylgjast vel með næstu daga. Einhverjar frekari aðgerðir væntanlega í býgerð. En ég geri ekki ráð fyrir hópflutningum frá eyjunni, ástandið sé ekki þannig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Ekkert búið að ákveða um ráðstafanir vegna Tenerife Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. 25. febrúar 2020 10:23 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Sjá meira
Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35
Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55
Ekkert búið að ákveða um ráðstafanir vegna Tenerife Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. 25. febrúar 2020 10:23
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14