Erlent

Keyrðu bíl inn í flugstöð og kölluðu slagorð íslamista

Samúel Karl Ólason skrifar
Engann sakaði þegar mennirnir keyrðu inn í flugstöðina enda var hún nánast tóm. Bæði vegna faraldursins og vegna þess að klukkan var einungis fimm að morgni til.
Engann sakaði þegar mennirnir keyrðu inn í flugstöðina enda var hún nánast tóm. Bæði vegna faraldursins og vegna þess að klukkan var einungis fimm að morgni til. Vísir/Lögreglan í Barcelona

Tveir menn voru handteknir í Barcelona í morgun þegar þeir keyrðu bíl inn í flugstöð flugvallar borgarinnar. Mennirnir eru sagðir hafa kallað slagorð íslamista þegar þeir keyrðu inn í flugstöðina og sömuleiðis þegar þeir voru handteknir.

Ekki liggur þó fyrir af hverju þeir keyrðu inn í flugstöðina og segist lögreglan ekki útiloka neitt á þessu stigi.

Ef um einhvers konar árásartilraun var að ræða er óhætt að segja að hún hafi verið vanhugsuð. Engan sakaði þegar mennirnir keyrðu inn í flugstöðina enda var hún nánast tóm. Bæði vegna faraldursins og vegna þess að klukkan var einungis fimm að morgni til.

Sprengjusérfræðingar gengu úr skugga um að engin sprengja væri í bílnum. Þá kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í morgun að báðir mennirnir eru frá Albaníu.

Árið 2017 notuðust menn hliðhollir Íslamska ríkinu sendiferðabíl til að keyra á gangandi vegfarendur í miðborg Barcelona.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×