Prófar Pep eitthvað nýtt þegar enska deildin fer aftur af stað? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2020 08:00 Kemur Pep Guardiola okkur öllum á óvart þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað? EPA-EFE/PETER POWELL Pep Guardiola, þjálfari enska knattspyrnufélagsins Manchester City, er duglegur við að prófa nýja hluti. Þar sem City hefur engu að tapa gæti hann tekið upp á einhverju sem við höfum ekki séð áður. Þegar ensku úrvalsdeildinni var frestað þann 11. mars þá var Man City í 2. sæti deildarinnar með 57 stig, 25 stigum á eftir toppliði Liverpool. Þá er liðið 12 stigum á undan nágrönnum sínum Manchester United. Það ásamt því að liðið gæti verið á leið í bann frá Evrópukeppnum þá er ljóst að Pep hefur litlu sem engu að tapa. Því hefur Michael Cox á The Athletic velt því upp hvort Pep muni brydda upp á nýjungum. Hann hefur nú þegar sýnt það að hann er ekki hræddur við breytingar. Hann færði Lionel Messi í stöðu framherja hjá Barcelona. Hann spilaði nánast 2-3-5 leikerfi með Bayern Munich á sínum tíma þar sem hann tók eftir því að þannig spilaði liðið nær alltaf þegar það var í sókn. I hope Guardiola is using this time to come up with some absolutely mad tactics for when football returns. Here s some ideas I d love to see...https://t.co/heXlXmBbFG— Michael Cox (@Zonal_Marking) March 26, 2020 a) Fleiri utanáhlaup frá De Bruyne Cox telur að Kevin De Bruyne, belgíski miðvallarleikmaður Man City, hafi verið einn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar í vetur. Hann hefur spilað þó nokkrar stöður í leikkerfi Pep en Cox veltir því fyrir sér hvort við gætum séð De Bruyne meira út á væng að gefa fyrir. City eiga leiki gegn Newcastle United og Burnley þegar deildin snýr aftur. Mögulega sjáum við De Bruyne í hlutverki hægri bakvarðar með Riyad Mahrez eða Bernardo Silva, báðir örvfættir, fyrir framan Belgann sparkvissa. Í rauninni yrði De Bruyne meira í sókn heldur en vörn en City myndi að öllum líkindum vera með knöttinn í um það bil 80 prósent af tímanum sem leikurinn færi fram. Því gæti Pep leyft sér að prófa De Bruyne í þessu hlutverki. Real Madrid v Manchester City - UEFA Champions League - Round of 16 - First Leg - Santiago Bernabeu Manchester City's Kevin De Bruyne scores his side's second goal of the game during the UEFA Champions League round of 16 first leg match at the Santiago Bernabeu, Madrid. (Photo by Nick Potts/PA Images via Getty Images) b) Rodri í holunni Þegar Pep var með Bayern þá tók hann til örþrifaráða í leik gegn Borussia Dortmund undir stjórn Jurgen Klopp. Pep ákvað að spila „hátt og langt.“ Hann setti Javi Martinez, sem líkt og Rodri, spialr venjulega sem djúpur miðjumaður eða miðvörður í holuna á bakvið fremsta mann liðsins. Var það lausn Pep við gífurlegri pressu Dortmund á þeim tíma. c) Enn meiri færsla á varnarmönnum liðsins Pep er duglegur að færa varnarmenn sína til á meðan leik stendur og oftar en ekki eru miðjumenn í miðverði. Cox er ekki alveg viss hvað Pep gæti gert hér en við höfum séð hann skipa bakvörðum sínum að sitja á miðri miðjunni er liðið sækir frekar en að fara í utanáhlaup til að liðið sé betur í stakk búið til að verjast skyndisóknum. d) Örvfættur vængmaður á vinstri vængnum Leroy Sane, sem er meiddur sem stendur, var mikilvægur hlekkur í City liðinu sem vann titilinn tvö ár í röð. Hann hefur ekki verið mikið með á þessari leiktíð og því hefur Raheem Sterling, sem er réttfættur, verið mikið út á vinstri vængnum í 4-3-3 leikkerfi liðsins. Mögulega sjáum við Bernardo, Mahrez eða hinn unga Phil Foden í hlutverki vinstri vængmanns þegar deildin snýr aftur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Pep Guardiola, þjálfari enska knattspyrnufélagsins Manchester City, er duglegur við að prófa nýja hluti. Þar sem City hefur engu að tapa gæti hann tekið upp á einhverju sem við höfum ekki séð áður. Þegar ensku úrvalsdeildinni var frestað þann 11. mars þá var Man City í 2. sæti deildarinnar með 57 stig, 25 stigum á eftir toppliði Liverpool. Þá er liðið 12 stigum á undan nágrönnum sínum Manchester United. Það ásamt því að liðið gæti verið á leið í bann frá Evrópukeppnum þá er ljóst að Pep hefur litlu sem engu að tapa. Því hefur Michael Cox á The Athletic velt því upp hvort Pep muni brydda upp á nýjungum. Hann hefur nú þegar sýnt það að hann er ekki hræddur við breytingar. Hann færði Lionel Messi í stöðu framherja hjá Barcelona. Hann spilaði nánast 2-3-5 leikerfi með Bayern Munich á sínum tíma þar sem hann tók eftir því að þannig spilaði liðið nær alltaf þegar það var í sókn. I hope Guardiola is using this time to come up with some absolutely mad tactics for when football returns. Here s some ideas I d love to see...https://t.co/heXlXmBbFG— Michael Cox (@Zonal_Marking) March 26, 2020 a) Fleiri utanáhlaup frá De Bruyne Cox telur að Kevin De Bruyne, belgíski miðvallarleikmaður Man City, hafi verið einn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar í vetur. Hann hefur spilað þó nokkrar stöður í leikkerfi Pep en Cox veltir því fyrir sér hvort við gætum séð De Bruyne meira út á væng að gefa fyrir. City eiga leiki gegn Newcastle United og Burnley þegar deildin snýr aftur. Mögulega sjáum við De Bruyne í hlutverki hægri bakvarðar með Riyad Mahrez eða Bernardo Silva, báðir örvfættir, fyrir framan Belgann sparkvissa. Í rauninni yrði De Bruyne meira í sókn heldur en vörn en City myndi að öllum líkindum vera með knöttinn í um það bil 80 prósent af tímanum sem leikurinn færi fram. Því gæti Pep leyft sér að prófa De Bruyne í þessu hlutverki. Real Madrid v Manchester City - UEFA Champions League - Round of 16 - First Leg - Santiago Bernabeu Manchester City's Kevin De Bruyne scores his side's second goal of the game during the UEFA Champions League round of 16 first leg match at the Santiago Bernabeu, Madrid. (Photo by Nick Potts/PA Images via Getty Images) b) Rodri í holunni Þegar Pep var með Bayern þá tók hann til örþrifaráða í leik gegn Borussia Dortmund undir stjórn Jurgen Klopp. Pep ákvað að spila „hátt og langt.“ Hann setti Javi Martinez, sem líkt og Rodri, spialr venjulega sem djúpur miðjumaður eða miðvörður í holuna á bakvið fremsta mann liðsins. Var það lausn Pep við gífurlegri pressu Dortmund á þeim tíma. c) Enn meiri færsla á varnarmönnum liðsins Pep er duglegur að færa varnarmenn sína til á meðan leik stendur og oftar en ekki eru miðjumenn í miðverði. Cox er ekki alveg viss hvað Pep gæti gert hér en við höfum séð hann skipa bakvörðum sínum að sitja á miðri miðjunni er liðið sækir frekar en að fara í utanáhlaup til að liðið sé betur í stakk búið til að verjast skyndisóknum. d) Örvfættur vængmaður á vinstri vængnum Leroy Sane, sem er meiddur sem stendur, var mikilvægur hlekkur í City liðinu sem vann titilinn tvö ár í röð. Hann hefur ekki verið mikið með á þessari leiktíð og því hefur Raheem Sterling, sem er réttfættur, verið mikið út á vinstri vængnum í 4-3-3 leikkerfi liðsins. Mögulega sjáum við Bernardo, Mahrez eða hinn unga Phil Foden í hlutverki vinstri vængmanns þegar deildin snýr aftur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira