Fótbolti

Aron minnist góðs félaga | Elskaði hverja mínútu með þér

Sindri Sverrisson skrifar
Aron Einar Gunnarsson faðmar Peter Whittingham en þeir léku lengi saman hjá Cardiff og voru góðir félagar.
Aron Einar Gunnarsson faðmar Peter Whittingham en þeir léku lengi saman hjá Cardiff og voru góðir félagar. vísir/getty

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék um langt árabil með Peter Whittingham hjá Cardiff og minnist kærs félaga í skrifum á Instagram.

Whittingham lést í dag, 35 ára að aldri, en hann hafði legið í öndunarvél frá 7. mars eftir að hafa meiðst á höfði þegar hann féll niður stiga. Whittingham var í 10 ár leikmaður Cardiff og lék þar meðal annars með Aroni og Heiðari Helgusyni, en hann er sjöundi leikjahæsti og níundi markahæsti leikmaður í sögu velska félagsins.

Færslu Arons má sjá hér að neðan sem og lauslega þýðingu.

„Ég er algjörlega miður mín eftir að hafa heyrt að þú værir fallinn frá, farinn allt of snemma og þín verður sárt saknað vinur minn. Ég elskaði hverja mínútu af þeim tíma sem við vörðum saman. Þú gerðir mér auðvelt fyrir að koma mér fyrir hjá Cardiff með því hvað þú varst jarðbundinn og léttur í lund. Hugur minn er hjá Amöndu, fjölskyldu þinni og vinum. Hvíl í friði félagi minn.“


Tengdar fréttir

Peter Whittingham látinn

Peter Whittingham, einn af bestu leikmönnum í sögu Cardiff City, er látinn, aðeins 35 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×