Erlent

35 látnir af völdum CO­VID-19 á sama hjúkrunar­heimilinu í Banda­ríkjunum

Atli Ísleifsson skrifar
Life Care Center er að finna í Kirkland, rétt norður af Seattle.
Life Care Center er að finna í Kirkland, rétt norður af Seattle. EPA

35 íbúar á sama hjúkrunarheimilinu fyrir utan Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna hafa látist af völdum COVID-19. Bandarískir fjölmiðar segja ástæðuna líklega vera þá að starfsmenn hafi einhverjir haldið áfram að mæta í vinnuna þrátt fyrir að hafa verið veikir.

Seattle Times segir frá því að á hjúkrunarheimilinu Life Care Center í Kirkland, skammt frá Seattle, hafi 81 íbúi smitast af veirunni og 35 látist. Alls telja íbúarnir 120.

LIfe Care Center í Kirkland.EPA

Af þeim 150 sem til þessa hafa látið lífið af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum eru 65 í Washington-ríki.

Smitvarnastofnun Bandaríkjanna CDC hafa rannsakað málið og komist að því að sumir starfsmenn á hjúkrunarheimilinu hafi mætt til vinnu þrátt fyrir veikindi. Auk þess hafi margir starfsmannanna unnið á fleiri hjúkrunarheimilum en þessu til að þéna nóg.

„Þau þurftu á peningunum að halda. Eru ekki með rétt á veikindadögum, þekkja ekki einkennin eða neitaði fyrir því að vera veikt,“ sagði Jeff Duchin, yfirmaður heilbrigðisyfirvalda á staðnum.

Hann segir auk þess að stjórnendur hjúkrunarheimilisins hafi heldur ekki gert sig grein fyrir alvarleika útbreiðslu veirunnar og brugðist of seint við.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×