Innlent

Látinn eftir slys á Reykjanesbraut í síðustu viku

Kjartan Kjartansson skrifar
Maðurinn sem lést var farþegi í öðrum bílnum, að sögn lögreglu.
Maðurinn sem lést var farþegi í öðrum bílnum, að sögn lögreglu.

Karlmaður um þrítugt er látinn eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Kópavogi fyrir hádegi á þriðjudag í síðustu viku. Þar rákust saman þrír fólksbílar sem var ekið suður Reykjanesbraut, nálægt Orkunni, en maðurinn sem lést var farþegi í einum bílanna.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn sem varð norðan við Smáralind í Kópavogi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×