Innlent

Ríkissaksóknari vill verða hæstaréttardómari

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur áhuga á að verða Hæstaréttardómari.
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur áhuga á að verða Hæstaréttardómari. Vísir/Vilhelm

Fjórir dómarar við Landsrétt auk ríkissaksóknara sóttu um laust embætti dómara við Hæstarétt. 

Umsóknarfrestur rann út á mánudag. Dómsmálaráðherra víkur sæti við meðferð umsóknanna og verður skipanin í höndum annars ráðherra að því er segir á vef Stjórnarráðsins.

Skipað verður í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum.

Umsækjendur um embættið eru:

1. Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt

2. Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Landsrétt

3. Jóhannes Sigurðsson, dómari við Landsrétt

4. Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari

5. Sigurður Tómas Magnússon, dómari við Landsrétt

Vegna skyldleika við umsækjandann Jóhannes Sigurðsson hefur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ákveðið að víkja sæti við meðferð málsins.

Hefur forsætisráðuneytið þegar verið upplýst um það og þess farið á leit að forsætisráðherra hlutist til um að öðrum ráðherra verði falin meðferð málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×