Innlent

Kórónuveiruvaktin: Samkomubann og ferðabann bíta

Ritstjórn skrifar
Verslunar- og veitingamenn eru strax farnir að finna fyrir samdrætti vegna samkomubannsins og ekki síður ferðabannsins. Það var til dæmis tómlegt um að litast í Kringlunni fyrr í vikunni.
Verslunar- og veitingamenn eru strax farnir að finna fyrir samdrætti vegna samkomubannsins og ekki síður ferðabannsins. Það var til dæmis tómlegt um að litast í Kringlunni fyrr í vikunni. Vísir/vilhelm

Í dag er þriðji dagur samkomubannsins sem tilkynnt var um síðastliðinn föstudag en banninu, sem varir í fjórar vikur, er ætlað að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi.

Bannið er nú þegar farið að hafa mikil áhrif, ekki aðeins á skólastarf í landinu þar sem þjónusta skóla á öllum skólastigum er mikið skert, heldur einnig á verslun og þjónustu. Kaupmenn finna þannig fyrir því að færri koma í búðirnar og veitingamenn finna einnig fyrir samdrætti.

Þá er það ekki aðeins samkomubannið sem hefur áhrif heldur einnig ferðabann sem nú er í gildi bæði í Bandaríkjunum og innan Evrópusambandsins.

Bannið þýðir að ferðamönnum hér á landi fer hratt fækkandi en ferðaþjónustan er stærsta útflutningsgrein landsins. Þannig var til dæmis greint frá því í morgun að fimm af sjö hótelum hótelkeðjunnar Center-hótel verði lokað.

Smitum vegna kórónuveirunnar fer síðan áfram fjölgandi. Aldrei hafa fleiri greinst með veiruna heldur en í gær eða alls 43. 247 staðfest smit eru hér á landi og tæplega 2.300 manns eru í sóttkví.

Vísir mun auðvitað flytja nýjustu fréttir af útbreiðslu veirunnar og áhrifunum sem hún hefur á íslenskt samfélag og úti í heimi. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum í vaktinni fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×