Kórónuveiruvaktin: Samkomubann og ferðabann bíta Ritstjórn skrifar 18. mars 2020 07:30 Verslunar- og veitingamenn eru strax farnir að finna fyrir samdrætti vegna samkomubannsins og ekki síður ferðabannsins. Það var til dæmis tómlegt um að litast í Kringlunni fyrr í vikunni. Vísir/vilhelm Í dag er þriðji dagur samkomubannsins sem tilkynnt var um síðastliðinn föstudag en banninu, sem varir í fjórar vikur, er ætlað að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Bannið er nú þegar farið að hafa mikil áhrif, ekki aðeins á skólastarf í landinu þar sem þjónusta skóla á öllum skólastigum er mikið skert, heldur einnig á verslun og þjónustu. Kaupmenn finna þannig fyrir því að færri koma í búðirnar og veitingamenn finna einnig fyrir samdrætti. Þá er það ekki aðeins samkomubannið sem hefur áhrif heldur einnig ferðabann sem nú er í gildi bæði í Bandaríkjunum og innan Evrópusambandsins. Bannið þýðir að ferðamönnum hér á landi fer hratt fækkandi en ferðaþjónustan er stærsta útflutningsgrein landsins. Þannig var til dæmis greint frá því í morgun að fimm af sjö hótelum hótelkeðjunnar Center-hótel verði lokað. Smitum vegna kórónuveirunnar fer síðan áfram fjölgandi. Aldrei hafa fleiri greinst með veiruna heldur en í gær eða alls 43. 247 staðfest smit eru hér á landi og tæplega 2.300 manns eru í sóttkví. Vísir mun auðvitað flytja nýjustu fréttir af útbreiðslu veirunnar og áhrifunum sem hún hefur á íslenskt samfélag og úti í heimi. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum í vaktinni fyrir neðan.
Í dag er þriðji dagur samkomubannsins sem tilkynnt var um síðastliðinn föstudag en banninu, sem varir í fjórar vikur, er ætlað að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Bannið er nú þegar farið að hafa mikil áhrif, ekki aðeins á skólastarf í landinu þar sem þjónusta skóla á öllum skólastigum er mikið skert, heldur einnig á verslun og þjónustu. Kaupmenn finna þannig fyrir því að færri koma í búðirnar og veitingamenn finna einnig fyrir samdrætti. Þá er það ekki aðeins samkomubannið sem hefur áhrif heldur einnig ferðabann sem nú er í gildi bæði í Bandaríkjunum og innan Evrópusambandsins. Bannið þýðir að ferðamönnum hér á landi fer hratt fækkandi en ferðaþjónustan er stærsta útflutningsgrein landsins. Þannig var til dæmis greint frá því í morgun að fimm af sjö hótelum hótelkeðjunnar Center-hótel verði lokað. Smitum vegna kórónuveirunnar fer síðan áfram fjölgandi. Aldrei hafa fleiri greinst með veiruna heldur en í gær eða alls 43. 247 staðfest smit eru hér á landi og tæplega 2.300 manns eru í sóttkví. Vísir mun auðvitað flytja nýjustu fréttir af útbreiðslu veirunnar og áhrifunum sem hún hefur á íslenskt samfélag og úti í heimi. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum í vaktinni fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira