Kórónuveiruvaktin: Samkomubann og ferðabann bíta Ritstjórn skrifar 18. mars 2020 07:30 Verslunar- og veitingamenn eru strax farnir að finna fyrir samdrætti vegna samkomubannsins og ekki síður ferðabannsins. Það var til dæmis tómlegt um að litast í Kringlunni fyrr í vikunni. Vísir/vilhelm Í dag er þriðji dagur samkomubannsins sem tilkynnt var um síðastliðinn föstudag en banninu, sem varir í fjórar vikur, er ætlað að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Bannið er nú þegar farið að hafa mikil áhrif, ekki aðeins á skólastarf í landinu þar sem þjónusta skóla á öllum skólastigum er mikið skert, heldur einnig á verslun og þjónustu. Kaupmenn finna þannig fyrir því að færri koma í búðirnar og veitingamenn finna einnig fyrir samdrætti. Þá er það ekki aðeins samkomubannið sem hefur áhrif heldur einnig ferðabann sem nú er í gildi bæði í Bandaríkjunum og innan Evrópusambandsins. Bannið þýðir að ferðamönnum hér á landi fer hratt fækkandi en ferðaþjónustan er stærsta útflutningsgrein landsins. Þannig var til dæmis greint frá því í morgun að fimm af sjö hótelum hótelkeðjunnar Center-hótel verði lokað. Smitum vegna kórónuveirunnar fer síðan áfram fjölgandi. Aldrei hafa fleiri greinst með veiruna heldur en í gær eða alls 43. 247 staðfest smit eru hér á landi og tæplega 2.300 manns eru í sóttkví. Vísir mun auðvitað flytja nýjustu fréttir af útbreiðslu veirunnar og áhrifunum sem hún hefur á íslenskt samfélag og úti í heimi. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum í vaktinni fyrir neðan.
Í dag er þriðji dagur samkomubannsins sem tilkynnt var um síðastliðinn föstudag en banninu, sem varir í fjórar vikur, er ætlað að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Bannið er nú þegar farið að hafa mikil áhrif, ekki aðeins á skólastarf í landinu þar sem þjónusta skóla á öllum skólastigum er mikið skert, heldur einnig á verslun og þjónustu. Kaupmenn finna þannig fyrir því að færri koma í búðirnar og veitingamenn finna einnig fyrir samdrætti. Þá er það ekki aðeins samkomubannið sem hefur áhrif heldur einnig ferðabann sem nú er í gildi bæði í Bandaríkjunum og innan Evrópusambandsins. Bannið þýðir að ferðamönnum hér á landi fer hratt fækkandi en ferðaþjónustan er stærsta útflutningsgrein landsins. Þannig var til dæmis greint frá því í morgun að fimm af sjö hótelum hótelkeðjunnar Center-hótel verði lokað. Smitum vegna kórónuveirunnar fer síðan áfram fjölgandi. Aldrei hafa fleiri greinst með veiruna heldur en í gær eða alls 43. 247 staðfest smit eru hér á landi og tæplega 2.300 manns eru í sóttkví. Vísir mun auðvitað flytja nýjustu fréttir af útbreiðslu veirunnar og áhrifunum sem hún hefur á íslenskt samfélag og úti í heimi. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum í vaktinni fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í húsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira