Umsóknir um bætur hrannast inn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2020 18:18 Umsóknir um atvinnuleysisbætur hrannast upp hjá Vinnumálastofnun að sögn forstjóra. Hagfræðingur gerir ráð fyrir fjölda uppsagna um mánaðarmótin. Mælt var fyrir frumvarpi á Alþingi í dag sem ætlað er að mæta þessu. „Álagið eykst hér dag frá degi. Það hrynja inn umsóknir um atvinnuleysisbætur og þær eru orðnar á annað þúsund núna í marsmánuði. Og það er bara sautjándi mars," segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Til samanburðar bárust um 1.900 umsóknir um bætur í mars í fyrra. Á hálfum marsmánuði eru þær nú orðnar ríflega 1.500. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta gjörólíkt venjulegu árferði. „Þetta er miklu, miklu meira. Enda er ástandið náttúrulega mjög óvenjulegt og mjög slæmt," segir Unnur. Hagfræðingur hjá Landsbankanum telur von á mun fleiri uppsögnum um mánaðarmótin. Fyrsti skellurinn bitni á ferðaþjónustu og þjónustustörfum, líkt og á veitingahúsum. „Það er náttúrulega búið að búa til umhverfi sem tekur við hundrðum þúsunda. Svo allt í einu koma mjög fáir og þá er staðan algjörðlega orðin gjörbreytt," segir Ari Skúlason, hagfræðingur. „Miðað við alla umræðu og þegar maður horfir á tölur held ég að það liggi í augum uppi að það eru örugglega nokkuð mörg fyrirtæki sem telja sig þurfa að fækka fólki á næstunni," segir hann. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum.vísir/Baldur Frumvarp um hlutabætur var afgreitt til velferðarnefnar í dag og mun nefndin fjalla um málið strax að loknum þingfundi. Samkvæmt því getur fólk fengið atvinnuleysisbætur á móti því að fara niður í allt að 50% starfshlutfall. „Markmið frumvarpsins er að stuðla að því að vinnuveitendur haldi ráðningasambandi við starsmenn sína eins og frekast er unnt þó það kunni að vera nauðsynlegt að minnka starfshlutfall þeirra að einhverju leyti," sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, á þingi í dag. Greiðslur munu aldrei nema hærri fjárhæð en 80% af heildarlaunum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ekki hægt að bjóða láglaunafólki upp á slíka skerðingu. „Þetta eru of lágar fjárhæðir. Þsssi hópur getur ekki tekið á sig þetta högg," sagði Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingar. Mikið hefur verið spurt um úrræðið hjá Vinnumálastofnun og segir forstjóri það hafa nýst vel í hruninu. Sérþekking haldist þá innan fyrirtækja og sé til staðar þegar betur árar á ný. „Sem við vonum náttúrulega að gerist bráðlega. Að þetta verði kannski stutt og djúp dýfa en að við náum okkur hratt upp aftur," segir Unnur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Umsóknir um atvinnuleysisbætur hrannast upp hjá Vinnumálastofnun að sögn forstjóra. Hagfræðingur gerir ráð fyrir fjölda uppsagna um mánaðarmótin. Mælt var fyrir frumvarpi á Alþingi í dag sem ætlað er að mæta þessu. „Álagið eykst hér dag frá degi. Það hrynja inn umsóknir um atvinnuleysisbætur og þær eru orðnar á annað þúsund núna í marsmánuði. Og það er bara sautjándi mars," segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Til samanburðar bárust um 1.900 umsóknir um bætur í mars í fyrra. Á hálfum marsmánuði eru þær nú orðnar ríflega 1.500. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta gjörólíkt venjulegu árferði. „Þetta er miklu, miklu meira. Enda er ástandið náttúrulega mjög óvenjulegt og mjög slæmt," segir Unnur. Hagfræðingur hjá Landsbankanum telur von á mun fleiri uppsögnum um mánaðarmótin. Fyrsti skellurinn bitni á ferðaþjónustu og þjónustustörfum, líkt og á veitingahúsum. „Það er náttúrulega búið að búa til umhverfi sem tekur við hundrðum þúsunda. Svo allt í einu koma mjög fáir og þá er staðan algjörðlega orðin gjörbreytt," segir Ari Skúlason, hagfræðingur. „Miðað við alla umræðu og þegar maður horfir á tölur held ég að það liggi í augum uppi að það eru örugglega nokkuð mörg fyrirtæki sem telja sig þurfa að fækka fólki á næstunni," segir hann. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum.vísir/Baldur Frumvarp um hlutabætur var afgreitt til velferðarnefnar í dag og mun nefndin fjalla um málið strax að loknum þingfundi. Samkvæmt því getur fólk fengið atvinnuleysisbætur á móti því að fara niður í allt að 50% starfshlutfall. „Markmið frumvarpsins er að stuðla að því að vinnuveitendur haldi ráðningasambandi við starsmenn sína eins og frekast er unnt þó það kunni að vera nauðsynlegt að minnka starfshlutfall þeirra að einhverju leyti," sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, á þingi í dag. Greiðslur munu aldrei nema hærri fjárhæð en 80% af heildarlaunum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ekki hægt að bjóða láglaunafólki upp á slíka skerðingu. „Þetta eru of lágar fjárhæðir. Þsssi hópur getur ekki tekið á sig þetta högg," sagði Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingar. Mikið hefur verið spurt um úrræðið hjá Vinnumálastofnun og segir forstjóri það hafa nýst vel í hruninu. Sérþekking haldist þá innan fyrirtækja og sé til staðar þegar betur árar á ný. „Sem við vonum náttúrulega að gerist bráðlega. Að þetta verði kannski stutt og djúp dýfa en að við náum okkur hratt upp aftur," segir Unnur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira