Sættust á samráð vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2020 17:47 Vel fór á með Pompeo (t.v.) og Guðlaugi Þór þegar þeir hittust í Hörpu í fyrra. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna urðu ásáttir um að undirbúa samráð á sérfræðingastigi vegna áhrifa ferðabanns Bandaríkjastjórnar og efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins þegar þeir ræddu saman í síma í dag. Bandaríski utanríkisráðherrann lofaði aðgerðum íslenskra stjórnvalda gegn faraldrinum. Tilefni símtals Guðlaugs Þórs Þórðarson, utanríkisráðherra, og Mikes Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var tímabundið bann sem Bandaríkjastjórn setti á ferðir ferðamanna af Schengen-svæðinu í síðustu viku. Guðlaugur Þór lagði áherslu á mikilvægi þess að viðhalda farþegaflugi á milli landanna tveggja með hliðsjón af sérstakri stöðu Íslands mitt á milli Evrópu og Norður-Ameríku, að því er segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins vegna símtalsins. Þá ræddu þeir mikilvægi þess að tekist yrði á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins, ekki síst fyrir millilandaflug. „Utanríkisráðherra undirstrikaði áhrifin á flug Icelandair vestur um haf og þörfina á því að huga að stöðu mála þegar heimsfaraldurinn er genginn yfir. Ráðherrarnir urðu ásáttir um að undirbúa samráð á sérfræðingastigi um þessi mál, hugsanlega í tengslum við efnahagssamráð ríkjanna í stærra samhengi,“ segir í tilkynningunni. Upphaflega ætluðu Guðlaugur Þór og Pompeo að funda í Washington-borg á fimmtudag. Sá fundur var blásinn af vegna ferðabannsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Tengdar fréttir Ekkert verður af fundi með bandaríska utanríkisráðherranum Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna ætluðu að hittast í Washington-borg í vikunni til að ræða ferðabann á Evrópu. Fundinum var aflýst vegna ferðabannsins. 15. mars 2020 07:15 Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna urðu ásáttir um að undirbúa samráð á sérfræðingastigi vegna áhrifa ferðabanns Bandaríkjastjórnar og efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins þegar þeir ræddu saman í síma í dag. Bandaríski utanríkisráðherrann lofaði aðgerðum íslenskra stjórnvalda gegn faraldrinum. Tilefni símtals Guðlaugs Þórs Þórðarson, utanríkisráðherra, og Mikes Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var tímabundið bann sem Bandaríkjastjórn setti á ferðir ferðamanna af Schengen-svæðinu í síðustu viku. Guðlaugur Þór lagði áherslu á mikilvægi þess að viðhalda farþegaflugi á milli landanna tveggja með hliðsjón af sérstakri stöðu Íslands mitt á milli Evrópu og Norður-Ameríku, að því er segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins vegna símtalsins. Þá ræddu þeir mikilvægi þess að tekist yrði á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins, ekki síst fyrir millilandaflug. „Utanríkisráðherra undirstrikaði áhrifin á flug Icelandair vestur um haf og þörfina á því að huga að stöðu mála þegar heimsfaraldurinn er genginn yfir. Ráðherrarnir urðu ásáttir um að undirbúa samráð á sérfræðingastigi um þessi mál, hugsanlega í tengslum við efnahagssamráð ríkjanna í stærra samhengi,“ segir í tilkynningunni. Upphaflega ætluðu Guðlaugur Þór og Pompeo að funda í Washington-borg á fimmtudag. Sá fundur var blásinn af vegna ferðabannsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Tengdar fréttir Ekkert verður af fundi með bandaríska utanríkisráðherranum Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna ætluðu að hittast í Washington-borg í vikunni til að ræða ferðabann á Evrópu. Fundinum var aflýst vegna ferðabannsins. 15. mars 2020 07:15 Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Ekkert verður af fundi með bandaríska utanríkisráðherranum Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna ætluðu að hittast í Washington-borg í vikunni til að ræða ferðabann á Evrópu. Fundinum var aflýst vegna ferðabannsins. 15. mars 2020 07:15
Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53