Óléttar konur gætu verið í áhættuhóp með tilliti til veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2020 15:29 Þunguð kona á gangi í Madríd á Spáni, þar sem faraldur kórónuveiru hefur lagst þungt á þjóðina. Vísir/Getty Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þungaðar konur gætu verið í áhættuhóp með tilliti til kórónuveirunnar. Nýjar upplýsingar bendi mögulega til þess. Hefðbundin inflúensa virðist þó enn töluveirt meiri ógn við barnshafandi konur en kórónuveiran. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alls eru nú 225 einstaklingar greindir með kórónuveiruna á Íslandi, samkvæmt tölum á Covid.is. Þar af liggja fjórir inni á sjúkrahúsi, allt fólk á sextugs- og sjötugsaldri. Enginn sem lagður hefur verið inn á spítala vegna veirunnar hefur verið útskrifaður, að sögn sóttvarnalæknis. Alvarleg einkenni byrja oft viku síðar Fjölmiðlar, einkum erlendir, hafa margir rætt við einstaklinga sem smitast hafa af kórónuveirunni. Þannig lýsti breskur karlmaður, sem var einn fyrsti Bretinn til að smitast af veirunni, því að veikindi sín hefðu gengið yfir í hálfgerðum bylgjum. Hann hefði í fyrstu verið örlítið stíflaður í nefinu og fengið kvef, jafnað sig nær alveg af því en svo skyndilega orðið mjög veikur með flensueinkenni. Inntur eftir því hvort þessi framgangur Covid-19-sjúkdómsins í nokkurs konar stigum kæmi heim og saman við lýsingar smitaðra hér á landi sagði Þórólfur að ekki væri fylgst svo nákvæmlega með því. Veikindin væru auðvitað mismunandi eftir hverjum og einum. Frá blaðamannafundi almannavarna í dag. Frá vinstri sitja Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.Lögreglan „Við vitum hins vegar hvernig einkennin byrja,“ sagði Þórólfur. Það væru særindi í hálsi, beinverkir, öndunfarfæraeinkenni og hósti. „Síðan gerist oft ekki mikið í nokkra daga en viku seinna byrja þessi alvarlegu einkenni, sem leiða oft til innlagnar og þessa alvarlegu einkenna sem leiða til innlagnar á gjörgæsludeild,“ sagði Þórólfur. „Allir sjúkdómar eru þannig að þeir haga sér mismunandi á milli einstaklinga og hvort tröppugangurinn er svona hjá þessum og öðruvísi hjá hinum, það er ekki neitt sem við erum að velta okkur mikið upp úr.“ „Klárlega ekki eins áberandi og í inflúensu“ Þá var Þórólfur spurður að því hvort barnshafandi konur væru í sérstökum áhættuhóp með tilliti til veirunnar. Greint var frá því í dag að óléttar konur væru nú skilgreindar innan slíks hóps í Bretlandi og þeim tilmælum beint til þeirra að halda sig heima í tólf vikur. Þórólfur sagði að hingað til hefðu barnshafandi konur ekki verið taldar í sérstökum áhættuhóp, líkt og fram kom í máli barnasmitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi í síðustu viku. „Og í þessum stóru uppgjörum sem við höfum verið að sjá bæði frá Kína og annars staðar þá hefur sérstaklega verið tekið fram að þungaðar konur hafa ekki verið í áhættuhóp. Það er hins vegar að koma rapport núna að þær gætu verið í áhættuhóp. Það er aðeins óljóst. En það er klárlega ekki eins áberandi og í inflúensu og heimsfaraldri inflúensu.“ Þess vegna hafi ekki verið gefnar út sérstakar viðvaranir hér á landi fyrir þungaðar konur. „Menn vilja kannski aðeins sjá hvort þetta sé satt og á hverju þetta byggist.“ Alma Möller landlæknir tók undir þetta. „Þetta var ekki í þeim skýrslum sem komu frá Kína en við höfum heyrt þetta núna frá öðrum löndum eins og Bretlandi. Þetta er ekki á hreinu en auðvitað bara að fara varlega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Staðfestum smitum fjölgaði um fjórðung á Bretlandi Staðfestum tilvikum Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, á Bretlandi fjölgaði á síðasta sólarhring um 407 og er nú 1.950. 17. mars 2020 15:14 Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir skyndileg veikindi er komin í einangrun. 17. mars 2020 14:15 Svona var sautjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 17. mars 2020 13:54 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þungaðar konur gætu verið í áhættuhóp með tilliti til kórónuveirunnar. Nýjar upplýsingar bendi mögulega til þess. Hefðbundin inflúensa virðist þó enn töluveirt meiri ógn við barnshafandi konur en kórónuveiran. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alls eru nú 225 einstaklingar greindir með kórónuveiruna á Íslandi, samkvæmt tölum á Covid.is. Þar af liggja fjórir inni á sjúkrahúsi, allt fólk á sextugs- og sjötugsaldri. Enginn sem lagður hefur verið inn á spítala vegna veirunnar hefur verið útskrifaður, að sögn sóttvarnalæknis. Alvarleg einkenni byrja oft viku síðar Fjölmiðlar, einkum erlendir, hafa margir rætt við einstaklinga sem smitast hafa af kórónuveirunni. Þannig lýsti breskur karlmaður, sem var einn fyrsti Bretinn til að smitast af veirunni, því að veikindi sín hefðu gengið yfir í hálfgerðum bylgjum. Hann hefði í fyrstu verið örlítið stíflaður í nefinu og fengið kvef, jafnað sig nær alveg af því en svo skyndilega orðið mjög veikur með flensueinkenni. Inntur eftir því hvort þessi framgangur Covid-19-sjúkdómsins í nokkurs konar stigum kæmi heim og saman við lýsingar smitaðra hér á landi sagði Þórólfur að ekki væri fylgst svo nákvæmlega með því. Veikindin væru auðvitað mismunandi eftir hverjum og einum. Frá blaðamannafundi almannavarna í dag. Frá vinstri sitja Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.Lögreglan „Við vitum hins vegar hvernig einkennin byrja,“ sagði Þórólfur. Það væru særindi í hálsi, beinverkir, öndunfarfæraeinkenni og hósti. „Síðan gerist oft ekki mikið í nokkra daga en viku seinna byrja þessi alvarlegu einkenni, sem leiða oft til innlagnar og þessa alvarlegu einkenna sem leiða til innlagnar á gjörgæsludeild,“ sagði Þórólfur. „Allir sjúkdómar eru þannig að þeir haga sér mismunandi á milli einstaklinga og hvort tröppugangurinn er svona hjá þessum og öðruvísi hjá hinum, það er ekki neitt sem við erum að velta okkur mikið upp úr.“ „Klárlega ekki eins áberandi og í inflúensu“ Þá var Þórólfur spurður að því hvort barnshafandi konur væru í sérstökum áhættuhóp með tilliti til veirunnar. Greint var frá því í dag að óléttar konur væru nú skilgreindar innan slíks hóps í Bretlandi og þeim tilmælum beint til þeirra að halda sig heima í tólf vikur. Þórólfur sagði að hingað til hefðu barnshafandi konur ekki verið taldar í sérstökum áhættuhóp, líkt og fram kom í máli barnasmitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi í síðustu viku. „Og í þessum stóru uppgjörum sem við höfum verið að sjá bæði frá Kína og annars staðar þá hefur sérstaklega verið tekið fram að þungaðar konur hafa ekki verið í áhættuhóp. Það er hins vegar að koma rapport núna að þær gætu verið í áhættuhóp. Það er aðeins óljóst. En það er klárlega ekki eins áberandi og í inflúensu og heimsfaraldri inflúensu.“ Þess vegna hafi ekki verið gefnar út sérstakar viðvaranir hér á landi fyrir þungaðar konur. „Menn vilja kannski aðeins sjá hvort þetta sé satt og á hverju þetta byggist.“ Alma Möller landlæknir tók undir þetta. „Þetta var ekki í þeim skýrslum sem komu frá Kína en við höfum heyrt þetta núna frá öðrum löndum eins og Bretlandi. Þetta er ekki á hreinu en auðvitað bara að fara varlega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Staðfestum smitum fjölgaði um fjórðung á Bretlandi Staðfestum tilvikum Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, á Bretlandi fjölgaði á síðasta sólarhring um 407 og er nú 1.950. 17. mars 2020 15:14 Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir skyndileg veikindi er komin í einangrun. 17. mars 2020 14:15 Svona var sautjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 17. mars 2020 13:54 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Staðfestum smitum fjölgaði um fjórðung á Bretlandi Staðfestum tilvikum Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, á Bretlandi fjölgaði á síðasta sólarhring um 407 og er nú 1.950. 17. mars 2020 15:14
Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir skyndileg veikindi er komin í einangrun. 17. mars 2020 14:15
Svona var sautjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 17. mars 2020 13:54