Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. Bein útsending var frá fundinum á Vísi og Stöð 3.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller landlæknir munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19, staðfestra smita hér á landi, aðgerða stjórnvalda o.fl.
Á fundinum var sérstaklega beint sjónum að börnum og ungmennum. Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barnalæknir og barna-og unglingageðlæknir gaf góð ráð til foreldra, barna og ungmenna og hvernig huga ber að andlegri heilsu og líðan á þessum sérstökum tímum.