Innlent

Barna­smit­sjúk­dóma­læknir: Börn virðast ekki smitast í móður­kviði

Atli Ísleifsson skrifar
Valtýr Stefánsson Thors (lengst til hægri, var einn þeirra sem sat fyrir svörum á upplýsingafundinum klukkan 14. Auk hans sáu Víðir Reynisson, Páll Matthíasson og Alma Möller fyrir svörum.
Valtýr Stefánsson Thors (lengst til hægri, var einn þeirra sem sat fyrir svörum á upplýsingafundinum klukkan 14. Auk hans sáu Víðir Reynisson, Páll Matthíasson og Alma Möller fyrir svörum. Vísir/vilhelm

Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala Hringsins, segir að svo virðist sem að börn smitist ekki af kórónuveirunni þegar þau eru í móðurkviði.

Valtýr var einn þeirra sem sat fyrir svörum á upplýsingafundi í samhæfingarstöð almannavarna klukkan 14. Var hann spurður um barnshafandi konur og veiruna.

Hann sagði að búið sé að kalla eftir gögnum varðandi þetta. Barnshafandi konur flokkist að mörgu leyti í áhættuhóp, til dæmis ef um inflúensu er að ræða.

Hann sagði að engin dæmi séu um að barnshafandi konur hafi orðið alvarlega veikar vegna veirunnar. Nokkur dæmi hafi verið um að barnshafandi konur í Kína hafi greinst veikar, fætt barn og hafi barnið reynst ósmitað. „Það virðist því sem að barnið smitist ekki í móðurkviði,“ sagði Valtýr.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×