Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2020 19:10 Berglind Björg Þorvaldsdóttir í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson. vísir/skjáskot „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. Berglind ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag, nýjum þætti sem sýndur verður á Stöð 2 Sport á hverjum virkum degi kl. 15. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Berglind föst á Ítalíu en ber sig vel „Lífið er heldur betur búið að breytast. Það er svo ótrúlega mikil óvissa hérna og það er í rauninni enginn dagur eins. Maður bíður eftir nýjum upplýsingum á hverjum einasta degi en hefðbundinn dagur er bara að vakna, læra og slaka á. Það er ekki mikið annað í boði, segir Berglind. Leikmenn AC Milan hafi fengið að vita að næsta æfing eigi að vera 23. mars en undanfarið hafi ítrekað verið boðað til æfinga sem svo hafi verið blásnar af vegna ástandsins.“ „Það er orðið frekar erfitt að vakna núna því að maður veit að það er ekkert framundan,“ segir Berglind. Hún er að láni hjá AC Milan frá Breiðabliki og hugurinn hefur leitað heimleiðis: „Já, klárlega. Sérstaklega þegar þetta var fyrst að byrja og maður vissi ekki hvernig maður ætti að haga sér. Þetta er náttúrulega erfitt, en ég veit að ég get ekkert gert í þessari stöðu. Ég get ekki komið heim eða neitt. Maður þarf bara að tala við fólkið heima í gegnum Skype eða eitthvað,“ segir Berglind. En hvernig hafa íbúar Mílanó tekist á við útgöngubann stjórnvalda? „Mér fannst fólk frekar kærulaust hérna í byrjun. Það var enn bara að fara út og lifa sínu lífi, en núna eftir að stjórnvöld settu þessi lög um að fólk ætti að halda sér inni þá fóru veitingastaðir að loka og svona. Maður finnur það núna að fólk er virkilega hrætt og það er enginn úti. Við eigum að halda okkur heima og megum í rauninni bara fara út ef það er eitthvað neyðarástand eða til þess að kaupa mat.“ Þrátt fyrir allt sér Berglind ekki eftir því að hafa gengið til liðs við AC Milan en hún raðaði inn mörkum í búningi liðsins áður en hlé var gert á keppni á Ítalíu: „Þetta er ótrúlega flott tækifæri og ég sé klárlega ekki eftir því að hafa komið hingað. Mér líður mjög vel og hefur gengið vel, svo þetta hefur verið ótrúlega gaman og það er mjög leiðinlegt að þetta ástand sé núna, að maður geti hvorki æft með liðinu né keppt. Ég veit ekki hvort ég hef spilað minn síðasta leik hér eða ekki því ég kem vonandi til Íslands í byrjun maí. Við sjáum til.“ Tengdar fréttir Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Sjá meira
„Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. Berglind ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag, nýjum þætti sem sýndur verður á Stöð 2 Sport á hverjum virkum degi kl. 15. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Berglind föst á Ítalíu en ber sig vel „Lífið er heldur betur búið að breytast. Það er svo ótrúlega mikil óvissa hérna og það er í rauninni enginn dagur eins. Maður bíður eftir nýjum upplýsingum á hverjum einasta degi en hefðbundinn dagur er bara að vakna, læra og slaka á. Það er ekki mikið annað í boði, segir Berglind. Leikmenn AC Milan hafi fengið að vita að næsta æfing eigi að vera 23. mars en undanfarið hafi ítrekað verið boðað til æfinga sem svo hafi verið blásnar af vegna ástandsins.“ „Það er orðið frekar erfitt að vakna núna því að maður veit að það er ekkert framundan,“ segir Berglind. Hún er að láni hjá AC Milan frá Breiðabliki og hugurinn hefur leitað heimleiðis: „Já, klárlega. Sérstaklega þegar þetta var fyrst að byrja og maður vissi ekki hvernig maður ætti að haga sér. Þetta er náttúrulega erfitt, en ég veit að ég get ekkert gert í þessari stöðu. Ég get ekki komið heim eða neitt. Maður þarf bara að tala við fólkið heima í gegnum Skype eða eitthvað,“ segir Berglind. En hvernig hafa íbúar Mílanó tekist á við útgöngubann stjórnvalda? „Mér fannst fólk frekar kærulaust hérna í byrjun. Það var enn bara að fara út og lifa sínu lífi, en núna eftir að stjórnvöld settu þessi lög um að fólk ætti að halda sér inni þá fóru veitingastaðir að loka og svona. Maður finnur það núna að fólk er virkilega hrætt og það er enginn úti. Við eigum að halda okkur heima og megum í rauninni bara fara út ef það er eitthvað neyðarástand eða til þess að kaupa mat.“ Þrátt fyrir allt sér Berglind ekki eftir því að hafa gengið til liðs við AC Milan en hún raðaði inn mörkum í búningi liðsins áður en hlé var gert á keppni á Ítalíu: „Þetta er ótrúlega flott tækifæri og ég sé klárlega ekki eftir því að hafa komið hingað. Mér líður mjög vel og hefur gengið vel, svo þetta hefur verið ótrúlega gaman og það er mjög leiðinlegt að þetta ástand sé núna, að maður geti hvorki æft með liðinu né keppt. Ég veit ekki hvort ég hef spilað minn síðasta leik hér eða ekki því ég kem vonandi til Íslands í byrjun maí. Við sjáum til.“
Tengdar fréttir Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Sjá meira
Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35