Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2020 19:10 Berglind Björg Þorvaldsdóttir í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson. vísir/skjáskot „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. Berglind ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag, nýjum þætti sem sýndur verður á Stöð 2 Sport á hverjum virkum degi kl. 15. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Berglind föst á Ítalíu en ber sig vel „Lífið er heldur betur búið að breytast. Það er svo ótrúlega mikil óvissa hérna og það er í rauninni enginn dagur eins. Maður bíður eftir nýjum upplýsingum á hverjum einasta degi en hefðbundinn dagur er bara að vakna, læra og slaka á. Það er ekki mikið annað í boði, segir Berglind. Leikmenn AC Milan hafi fengið að vita að næsta æfing eigi að vera 23. mars en undanfarið hafi ítrekað verið boðað til æfinga sem svo hafi verið blásnar af vegna ástandsins.“ „Það er orðið frekar erfitt að vakna núna því að maður veit að það er ekkert framundan,“ segir Berglind. Hún er að láni hjá AC Milan frá Breiðabliki og hugurinn hefur leitað heimleiðis: „Já, klárlega. Sérstaklega þegar þetta var fyrst að byrja og maður vissi ekki hvernig maður ætti að haga sér. Þetta er náttúrulega erfitt, en ég veit að ég get ekkert gert í þessari stöðu. Ég get ekki komið heim eða neitt. Maður þarf bara að tala við fólkið heima í gegnum Skype eða eitthvað,“ segir Berglind. En hvernig hafa íbúar Mílanó tekist á við útgöngubann stjórnvalda? „Mér fannst fólk frekar kærulaust hérna í byrjun. Það var enn bara að fara út og lifa sínu lífi, en núna eftir að stjórnvöld settu þessi lög um að fólk ætti að halda sér inni þá fóru veitingastaðir að loka og svona. Maður finnur það núna að fólk er virkilega hrætt og það er enginn úti. Við eigum að halda okkur heima og megum í rauninni bara fara út ef það er eitthvað neyðarástand eða til þess að kaupa mat.“ Þrátt fyrir allt sér Berglind ekki eftir því að hafa gengið til liðs við AC Milan en hún raðaði inn mörkum í búningi liðsins áður en hlé var gert á keppni á Ítalíu: „Þetta er ótrúlega flott tækifæri og ég sé klárlega ekki eftir því að hafa komið hingað. Mér líður mjög vel og hefur gengið vel, svo þetta hefur verið ótrúlega gaman og það er mjög leiðinlegt að þetta ástand sé núna, að maður geti hvorki æft með liðinu né keppt. Ég veit ekki hvort ég hef spilað minn síðasta leik hér eða ekki því ég kem vonandi til Íslands í byrjun maí. Við sjáum til.“ Tengdar fréttir Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
„Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. Berglind ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag, nýjum þætti sem sýndur verður á Stöð 2 Sport á hverjum virkum degi kl. 15. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Berglind föst á Ítalíu en ber sig vel „Lífið er heldur betur búið að breytast. Það er svo ótrúlega mikil óvissa hérna og það er í rauninni enginn dagur eins. Maður bíður eftir nýjum upplýsingum á hverjum einasta degi en hefðbundinn dagur er bara að vakna, læra og slaka á. Það er ekki mikið annað í boði, segir Berglind. Leikmenn AC Milan hafi fengið að vita að næsta æfing eigi að vera 23. mars en undanfarið hafi ítrekað verið boðað til æfinga sem svo hafi verið blásnar af vegna ástandsins.“ „Það er orðið frekar erfitt að vakna núna því að maður veit að það er ekkert framundan,“ segir Berglind. Hún er að láni hjá AC Milan frá Breiðabliki og hugurinn hefur leitað heimleiðis: „Já, klárlega. Sérstaklega þegar þetta var fyrst að byrja og maður vissi ekki hvernig maður ætti að haga sér. Þetta er náttúrulega erfitt, en ég veit að ég get ekkert gert í þessari stöðu. Ég get ekki komið heim eða neitt. Maður þarf bara að tala við fólkið heima í gegnum Skype eða eitthvað,“ segir Berglind. En hvernig hafa íbúar Mílanó tekist á við útgöngubann stjórnvalda? „Mér fannst fólk frekar kærulaust hérna í byrjun. Það var enn bara að fara út og lifa sínu lífi, en núna eftir að stjórnvöld settu þessi lög um að fólk ætti að halda sér inni þá fóru veitingastaðir að loka og svona. Maður finnur það núna að fólk er virkilega hrætt og það er enginn úti. Við eigum að halda okkur heima og megum í rauninni bara fara út ef það er eitthvað neyðarástand eða til þess að kaupa mat.“ Þrátt fyrir allt sér Berglind ekki eftir því að hafa gengið til liðs við AC Milan en hún raðaði inn mörkum í búningi liðsins áður en hlé var gert á keppni á Ítalíu: „Þetta er ótrúlega flott tækifæri og ég sé klárlega ekki eftir því að hafa komið hingað. Mér líður mjög vel og hefur gengið vel, svo þetta hefur verið ótrúlega gaman og það er mjög leiðinlegt að þetta ástand sé núna, að maður geti hvorki æft með liðinu né keppt. Ég veit ekki hvort ég hef spilað minn síðasta leik hér eða ekki því ég kem vonandi til Íslands í byrjun maí. Við sjáum til.“
Tengdar fréttir Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35