Sport

Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson stýra þættinum.
Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson stýra þættinum. vísir/vilhelm

Sportið í dag, nýr íþróttaþáttur í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar og Henrys Birgis Gunnarssonar, hóf göngu sína í dag.

Þátturinn verður á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga milli klukkan 15:00 og 16:00. Þar verður fjallað um það sem er gerast í íþróttum á innlendum og erlendum vettvangi.

Í fyrsta þættinum kom Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í heimsókn og ræddi m.a. um fundinn stóra hjá UEFA á morgun. Þar verður ákveðið hvenær Evrópumót karla fer fram og hvað verði gert við Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina sem hafa verið settar á ís vegna kórónuveirunnar.

Þá var rætt við Danielle Rodriguez, leikmann körfuboltaliðs KR, Rúnar Sigtryggsson, þjálfara karlaliðs Stjörnunnar í handbolta sem er í sóttkví, og Berglind Björgu Þorvaldsdóttur, leikmann AC Milan á Ítalíu.

Þáttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportið í dag - 16. mars



Fleiri fréttir

Sjá meira


×