Versta byrjun Barcelona í 17 ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2020 16:31 Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Eibar í síðustu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. EPA-EFE/Alejandro Garcia Spænska stórveldið Barcelona er aðeins með 25 stig þegar 15 umferðir eru búnar í spænsku úrvalsdeildinni. Er það versti árangur liðsins síðan tímabilið 2003/2004. Tímabil Barcelona hefur ekki verið neinn dans á rósum. Ronald Koeman tók við sem þjálfari í sumar er allt var í rjúkandi rúst eftir 8-2 tap í Meistaradeild Evrópu gegn verðandi Evrópumeisturum í Bayern. Þá hafði félagið ekki fundið taktinn eftir að La Liga fór af stað eftir Covid-pásuna og missti af spænska meistaratitlinum í hendurnar á erkifjendum sínum í Real Madrid. Börsungar losuðu sig við Luis Suarez og í kjölfarið ákvað Lionel Messi að hann vildi skipta um félag. Hann ákvað á endanum að vera áfram en getur samið við annað félag strax í janúar. Þá meiddist Gerard Pique illa í lok nóvember og hefur ekkert leikið með liðinu síðan þá. Messi sjálfur var svo á meiðslalistanum er liðið gerði 1-1 jafntefli við Eibar í síðustu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart kom Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho af bekknum í þeim leik og meiddist einnig. Hann gæti verið frá í einhverjar vikur. Jafnteflið gegn Eibar þýðir að Börsungar eru aðeins með 25 stig eftir fimmtán umferðir í La Liga. Það er versti árangur liðsins í 17 ár eða síðan tímabilið 2003/2004 þegar Frank Rijkaard var þjálfari liðsins. Líkt og Koeman þá er Rijkaard einnig Hollendingur. Tímabilið 2003/2004 voru Börsungar aðeins með tuttugu stig á þessum tímapunkti leiktíðarinnar en náðu að rétta úr kútnum og enda í 2. sæti með 72 stig, fimm stigum á eftir Valencia sem urðu meistarar það tímabil. Sem betur fer er deildin í ár mjög jöfn og eru Börsungar aðeins stigi frá Real Sociedad sem er í 3. sæti deildarinnar. Hins vegar eru Atlético Madrid á toppi deildarinnar með 10 stigum meira en Börsungar ásamt því að eiga leik til góða. Næsti leikur lærisveina Koeman er gegn Huesca á útivelli þann 3. janúar. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Segir titilbaráttuna „mjög flókna“ eftir jafntefli gærdagsins Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, segir titilbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu „mjög flókna“ eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Eibar í gærkvöldi. Börsungar eru nú sjö stigum á eftir toppliðum Atlético og Real Madrid. 30. desember 2020 17:01 Coutinho meiddist gegn Eibar og gæti verið frá í dágóða stund Brasiíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho haltraði meiddur af velli undir leiks er Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Eibar í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Nú hefur komið í ljós að hann gæti hafa skaddað liðbönd í hné. 30. desember 2020 15:00 Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Handbolti Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Enski boltinn Fleiri fréttir Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Sjá meira
Tímabil Barcelona hefur ekki verið neinn dans á rósum. Ronald Koeman tók við sem þjálfari í sumar er allt var í rjúkandi rúst eftir 8-2 tap í Meistaradeild Evrópu gegn verðandi Evrópumeisturum í Bayern. Þá hafði félagið ekki fundið taktinn eftir að La Liga fór af stað eftir Covid-pásuna og missti af spænska meistaratitlinum í hendurnar á erkifjendum sínum í Real Madrid. Börsungar losuðu sig við Luis Suarez og í kjölfarið ákvað Lionel Messi að hann vildi skipta um félag. Hann ákvað á endanum að vera áfram en getur samið við annað félag strax í janúar. Þá meiddist Gerard Pique illa í lok nóvember og hefur ekkert leikið með liðinu síðan þá. Messi sjálfur var svo á meiðslalistanum er liðið gerði 1-1 jafntefli við Eibar í síðustu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart kom Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho af bekknum í þeim leik og meiddist einnig. Hann gæti verið frá í einhverjar vikur. Jafnteflið gegn Eibar þýðir að Börsungar eru aðeins með 25 stig eftir fimmtán umferðir í La Liga. Það er versti árangur liðsins í 17 ár eða síðan tímabilið 2003/2004 þegar Frank Rijkaard var þjálfari liðsins. Líkt og Koeman þá er Rijkaard einnig Hollendingur. Tímabilið 2003/2004 voru Börsungar aðeins með tuttugu stig á þessum tímapunkti leiktíðarinnar en náðu að rétta úr kútnum og enda í 2. sæti með 72 stig, fimm stigum á eftir Valencia sem urðu meistarar það tímabil. Sem betur fer er deildin í ár mjög jöfn og eru Börsungar aðeins stigi frá Real Sociedad sem er í 3. sæti deildarinnar. Hins vegar eru Atlético Madrid á toppi deildarinnar með 10 stigum meira en Börsungar ásamt því að eiga leik til góða. Næsti leikur lærisveina Koeman er gegn Huesca á útivelli þann 3. janúar. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Segir titilbaráttuna „mjög flókna“ eftir jafntefli gærdagsins Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, segir titilbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu „mjög flókna“ eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Eibar í gærkvöldi. Börsungar eru nú sjö stigum á eftir toppliðum Atlético og Real Madrid. 30. desember 2020 17:01 Coutinho meiddist gegn Eibar og gæti verið frá í dágóða stund Brasiíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho haltraði meiddur af velli undir leiks er Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Eibar í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Nú hefur komið í ljós að hann gæti hafa skaddað liðbönd í hné. 30. desember 2020 15:00 Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Handbolti Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Enski boltinn Fleiri fréttir Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Sjá meira
Segir titilbaráttuna „mjög flókna“ eftir jafntefli gærdagsins Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, segir titilbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu „mjög flókna“ eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Eibar í gærkvöldi. Börsungar eru nú sjö stigum á eftir toppliðum Atlético og Real Madrid. 30. desember 2020 17:01
Coutinho meiddist gegn Eibar og gæti verið frá í dágóða stund Brasiíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho haltraði meiddur af velli undir leiks er Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Eibar í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Nú hefur komið í ljós að hann gæti hafa skaddað liðbönd í hné. 30. desember 2020 15:00