Ráðamenn sagðir takmarka flæði upplýsinga um uppruna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2020 11:31 Frá Wuhan í febrúar, þegar verið var að reisa neyðarsjúkrahús í íþróttahúsi og stórum sýningarsal. Vísir/Getty Ráðamenn í Kína eru sagðir hafa takmarkað verulega flæði upplýsinga og rannsóknir um mögulegan uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, sem greindist fyrst í mönnum í Kína. Vísindamenn sem hafa reynt að rannsaka uppruna sjúkdómsins í Kína hafi orðið fyrir miklum hindrunum frá hinu opinbera. Til að mynda hafi vísindamönnum verið bannað að birta niðurstöður rannsókna án þess að embættismenn í sérstökum starfshópi sem heyrir undir Xi Jinping, forseta Kína, fari yfir þær fyrst og samstarf við erlenda vísindamenn hafi verið takmarkað. Vísindamenn sem tóku nýverið sýni í námugöngum í suðurhluta Kína þar sem vitað er að nánasti ættingi nýju kórónuveirunnar hefur greinst í leðurblökum, lentu í því að á leið frá vettvangi voru sýni þeirra gerð upptæk. Þá hefur kínverskum sérfræðingum um kórónuveirur verið skipað að ræða ekki við blaðamenn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar. Rannsókn AP fréttaveitunnar sýnir að yfirvöld í Kína stýri upplýsingaflæði varðandi rannsóknir á uppruna veirunnar og ýti á sama tíma undir kenningar um að veiran hafi ekki borist í menn fyrst í Kína. Rannsóknin byggir á fjölda viðtala og einnig opinberum skjölum sem lekið var til fréttaveitunnar. Í umfjöllun fréttaveitunnar kemur fram að teymi blaðamanna sem var í Kína á hennar vegum í nóvember var elt af óeinkennisklæddum lögregluþjónum, sem hindruðu einnig för þeirra. Vísindamenn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar munu ferðast til Kína í næsta mánuði og eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna sjúkdómsins. Leyfi fékkst fyrir rannsókninni eftir margra mánaða viðræður og þurftu meðlimir hópsins og verkefni þeirra að vera samþykkt af ráðamönnum í Kína. Talið er að veiran komi upprunalega frá leðurblökum en ekki er vitað hvenær né hvar hún barst fyrst í menn. Hún greindist þó fyrst í Kína og voru mörg tilfelli tengd við tiltekin markað í Wuhan þar sem lifandi dýr voru seld til manneldis. Rannsakendum WHO sem heimsóttu Kína fyrr á þessu ári var ekki gert kleift að fara til Wuhan. Sjá einnig: Rannsakendur WHO á leið til Kína Skjöl sem blaðamenn AP hafa komið höndum yfir sýna að yfirvöld í Kína hafi varði miklu púðri í að ýta undir kannanir um að veiran hafi ekki borist fyrst í menn í Kína. Ráðamenn hafi meðal annars styrkt rannsóknir þar að lútandi. Niðurstöður einnar slíkrar gáfu í skyn að mögulega hefði veiran borist til Kína frá Evrópu í frosnum fiski. Vestrænir vísindamenn segja það mjög ólíklegt. Ríkismiðlar Kína hafa einnig fjallað ítarlega um rannsóknir um að Covid-19 hafi greinst í skólpi á Ítalíu og Spáni í fyrra. Vísindamenn hafa þó sagt þær rannsóknir ómarktækar og höfundar þeirra hafa sjálfir tekið undir það að einhverju leiti. Þá hafa ríkismiðlar Kína einnig sagt rangt frá rannsókn þýsks vísindamanns og túlkað hana á þann veg að veiran hafi fyrst borist í menn á Ítalíu. Höfundur rannsóknarinnar hefur gagnrýnt þann fréttaflutning. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Kína einnig takmarka aðgang að flensusýnum sem tekin eru í þúsundatali í hverri viku. Vísindamenn telja að með því að rannsaka þau gæti verið mögulegt að finna upplýsingar um uppruna Covid-19. Auðvelt væri að rannsaka þau sýni aftur og skima eftir Covid-19. Gögn sem blaðamenn AP skoðuðu sýna einnig að Sóttvarnastofnun Kína tók rúmlega hundrað sýni í borginni Huanggang, sem er suðaustur af Wuhan. Niðurstöður þeirra hafa ekki verið gerð opinber en í grein AP segir að upplýsingalekar gefi í skyn að nýja kórónuveiran hafi verið í dreifingu utan Wuhan á síðasta ári. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31 Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Til að mynda hafi vísindamönnum verið bannað að birta niðurstöður rannsókna án þess að embættismenn í sérstökum starfshópi sem heyrir undir Xi Jinping, forseta Kína, fari yfir þær fyrst og samstarf við erlenda vísindamenn hafi verið takmarkað. Vísindamenn sem tóku nýverið sýni í námugöngum í suðurhluta Kína þar sem vitað er að nánasti ættingi nýju kórónuveirunnar hefur greinst í leðurblökum, lentu í því að á leið frá vettvangi voru sýni þeirra gerð upptæk. Þá hefur kínverskum sérfræðingum um kórónuveirur verið skipað að ræða ekki við blaðamenn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar. Rannsókn AP fréttaveitunnar sýnir að yfirvöld í Kína stýri upplýsingaflæði varðandi rannsóknir á uppruna veirunnar og ýti á sama tíma undir kenningar um að veiran hafi ekki borist í menn fyrst í Kína. Rannsóknin byggir á fjölda viðtala og einnig opinberum skjölum sem lekið var til fréttaveitunnar. Í umfjöllun fréttaveitunnar kemur fram að teymi blaðamanna sem var í Kína á hennar vegum í nóvember var elt af óeinkennisklæddum lögregluþjónum, sem hindruðu einnig för þeirra. Vísindamenn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar munu ferðast til Kína í næsta mánuði og eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna sjúkdómsins. Leyfi fékkst fyrir rannsókninni eftir margra mánaða viðræður og þurftu meðlimir hópsins og verkefni þeirra að vera samþykkt af ráðamönnum í Kína. Talið er að veiran komi upprunalega frá leðurblökum en ekki er vitað hvenær né hvar hún barst fyrst í menn. Hún greindist þó fyrst í Kína og voru mörg tilfelli tengd við tiltekin markað í Wuhan þar sem lifandi dýr voru seld til manneldis. Rannsakendum WHO sem heimsóttu Kína fyrr á þessu ári var ekki gert kleift að fara til Wuhan. Sjá einnig: Rannsakendur WHO á leið til Kína Skjöl sem blaðamenn AP hafa komið höndum yfir sýna að yfirvöld í Kína hafi varði miklu púðri í að ýta undir kannanir um að veiran hafi ekki borist fyrst í menn í Kína. Ráðamenn hafi meðal annars styrkt rannsóknir þar að lútandi. Niðurstöður einnar slíkrar gáfu í skyn að mögulega hefði veiran borist til Kína frá Evrópu í frosnum fiski. Vestrænir vísindamenn segja það mjög ólíklegt. Ríkismiðlar Kína hafa einnig fjallað ítarlega um rannsóknir um að Covid-19 hafi greinst í skólpi á Ítalíu og Spáni í fyrra. Vísindamenn hafa þó sagt þær rannsóknir ómarktækar og höfundar þeirra hafa sjálfir tekið undir það að einhverju leiti. Þá hafa ríkismiðlar Kína einnig sagt rangt frá rannsókn þýsks vísindamanns og túlkað hana á þann veg að veiran hafi fyrst borist í menn á Ítalíu. Höfundur rannsóknarinnar hefur gagnrýnt þann fréttaflutning. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Kína einnig takmarka aðgang að flensusýnum sem tekin eru í þúsundatali í hverri viku. Vísindamenn telja að með því að rannsaka þau gæti verið mögulegt að finna upplýsingar um uppruna Covid-19. Auðvelt væri að rannsaka þau sýni aftur og skima eftir Covid-19. Gögn sem blaðamenn AP skoðuðu sýna einnig að Sóttvarnastofnun Kína tók rúmlega hundrað sýni í borginni Huanggang, sem er suðaustur af Wuhan. Niðurstöður þeirra hafa ekki verið gerð opinber en í grein AP segir að upplýsingalekar gefi í skyn að nýja kórónuveiran hafi verið í dreifingu utan Wuhan á síðasta ári.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31 Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31
Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38