Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. desember 2020 09:40 Bólusetningin gekk ljómandi vel í morgun. Vísir/Vilhelm Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. Það voru þau Kristina Elizondo, sjúkraliði á gjörgæsludeild, Kristín Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild, Elías Eyþórsson, sérnámslæknir í lyflækningum, og Thelma Guðrún Jónsdóttir, aðstoðarmaður á bráðamóttöku, sem fengu fyrstu bólusetninguna. „Þetta var lítið mál“, sagði Kristina eftir að hafa fengið sprautuna en hún varð fyrst hér á landi til þess að verða bólusett gegn Covid-19. Kristín var næst, því næst Eyþór og að lokum Thelma, en allt í allt tók bólusetningin um þrjátíu sekúndur. Fjórmenningarnir sem fengu fyrsti bólusetninguna. Kristina Elizondo lengst til vinstri, því næst Kristín Gunnarsdóttir, Elías Eyþórsson og Thelma Guðrún Jónsdóttir lengst til hægri.Almannavarnir „Þetta var nú ekki lengi gert,“ sagði Alma Möller landlæknir að lokinni bólusetningunni. „Hálfnað verk þá hafið er.“ Hvöttu landsmenn alla til að mæta í bólusetningu þegar kallið kemur Fjórmenningarnir þurfa svo að mæta aftur í bólusetningu eftir um þrjár vikur til þess að fá seinni skammtinn, en bóluefni Pfizer kemur í tveimur skömmtum. „Nei alls ekki,“ svöruðu þau öll nánast í kór þegar þau voru spurð að því hvort að það hafi verið vont að fá sprautuna. Þau virtust öll vera mjög þakklát fyrir að hafa fengið bólusetningu og hvöttu þau landsmenn alla til þess að þiggja bólusetningu þegar röðin kemur að hverjum og einum. Eyþór benti einnig á að það væri eðlilegt að vera smeykur við að vera sprautaður en hann hvatti landsmenn sérstaklega til að vega og meta kosti og galla við að fá bólusetninguna. Í þessu tilviki væri mun skynsamlegar og mun meiri vörn í því að fá bólusetningu, fremur en að eiga á hættu að fá Covid-19 síðar meir. Bólusetningin sjálf tók skamma stund.Almannavarnir Fólk gæti orðið verulega veikt af Covid-19 en engin slík áhætta væri fyrir hendi vegna bóluefnisins. Undir þetta tóku viðstaddir. „Þetta var bara ekkert mál, ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði Kristina til þess að undirstrika að bólusetningin sjálf væri ekkert til þess að vera hræddur eða hrædd við. Hér má sjá upptöku frá bólusetningarviðburðinum. Þar fyrir neðan má sjá framvindu bólusetningarinnar í beinni textalýsingu.
Það voru þau Kristina Elizondo, sjúkraliði á gjörgæsludeild, Kristín Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild, Elías Eyþórsson, sérnámslæknir í lyflækningum, og Thelma Guðrún Jónsdóttir, aðstoðarmaður á bráðamóttöku, sem fengu fyrstu bólusetninguna. „Þetta var lítið mál“, sagði Kristina eftir að hafa fengið sprautuna en hún varð fyrst hér á landi til þess að verða bólusett gegn Covid-19. Kristín var næst, því næst Eyþór og að lokum Thelma, en allt í allt tók bólusetningin um þrjátíu sekúndur. Fjórmenningarnir sem fengu fyrsti bólusetninguna. Kristina Elizondo lengst til vinstri, því næst Kristín Gunnarsdóttir, Elías Eyþórsson og Thelma Guðrún Jónsdóttir lengst til hægri.Almannavarnir „Þetta var nú ekki lengi gert,“ sagði Alma Möller landlæknir að lokinni bólusetningunni. „Hálfnað verk þá hafið er.“ Hvöttu landsmenn alla til að mæta í bólusetningu þegar kallið kemur Fjórmenningarnir þurfa svo að mæta aftur í bólusetningu eftir um þrjár vikur til þess að fá seinni skammtinn, en bóluefni Pfizer kemur í tveimur skömmtum. „Nei alls ekki,“ svöruðu þau öll nánast í kór þegar þau voru spurð að því hvort að það hafi verið vont að fá sprautuna. Þau virtust öll vera mjög þakklát fyrir að hafa fengið bólusetningu og hvöttu þau landsmenn alla til þess að þiggja bólusetningu þegar röðin kemur að hverjum og einum. Eyþór benti einnig á að það væri eðlilegt að vera smeykur við að vera sprautaður en hann hvatti landsmenn sérstaklega til að vega og meta kosti og galla við að fá bólusetninguna. Í þessu tilviki væri mun skynsamlegar og mun meiri vörn í því að fá bólusetningu, fremur en að eiga á hættu að fá Covid-19 síðar meir. Bólusetningin sjálf tók skamma stund.Almannavarnir Fólk gæti orðið verulega veikt af Covid-19 en engin slík áhætta væri fyrir hendi vegna bóluefnisins. Undir þetta tóku viðstaddir. „Þetta var bara ekkert mál, ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði Kristina til þess að undirstrika að bólusetningin sjálf væri ekkert til þess að vera hræddur eða hrædd við. Hér má sjá upptöku frá bólusetningarviðburðinum. Þar fyrir neðan má sjá framvindu bólusetningarinnar í beinni textalýsingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Svona er dagskráin á sögulegum bólusetningardegi Bólusetning með bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni hefst á morgun, þriðjudaginn 29. desember, klukkan níu. Bólusett verður samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra; fyrst verður framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu bólusett og að því búnu íbúar á hjúkrunarheimilum og öldrunarstofnunum. 28. desember 2020 23:14 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
Svona er dagskráin á sögulegum bólusetningardegi Bólusetning með bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni hefst á morgun, þriðjudaginn 29. desember, klukkan níu. Bólusett verður samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra; fyrst verður framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu bólusett og að því búnu íbúar á hjúkrunarheimilum og öldrunarstofnunum. 28. desember 2020 23:14