Fótbolti

Costa vill rifta samningi sínum hjá Atlético

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Costa vill fara frá Atlético í janúar.
Costa vill fara frá Atlético í janúar. EPA-EFE/RODRIGO JIMENEZ

Diego Costa, framherji Atlético Madrid, vill rifta samningi sínum nú í janúar en samningurinn á að renna út næsta sumar.

Hinn 32 ára gamli spænski framherji – sem ættaður er frá Brasilíu - rennur út á samning hjá Atlético Madrid næsta sumar. Hann hefur hins vegar ekki áhuga á að vera hjá félaginu svo lengi. 

Costa gekk aftur í raðir Atlético árið 2018 eftir þrjú ár hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea en hann er goðsögn í Madríd eftir veru sína hjá félaginu frá 2010 til 2014.

Síðan hann gekk aftur í raðir Atlético hefur hann ekki náð að sýna sitt rétta andlit og hefur nú óskað eftir því að fá samningi sínum rift svo hann geti fundið sér nýtt félag í janúar. Frá þessu er greint á knattspyrnuvefnum Goal.com í dag.

Costa hefur aðeins komið við sögu í sjö leikjum hjá Atlético í spænsku úrvalsdeildinni í vetur og skorað tvö mörk. Liðinu hefur gengið vel og því hefur hann ekki átt upp á pallborðið hjá Diego Simeone, þjálfara liðsins. 

Þá hefur framherjinn einnig verið að glíma við meiðsli.

Þar sem Evrópumótið er handan við hornið vill Costa eflaust reyna spila sig inn í landsliðshóp Spánar og því hefur hann óskað eftir því að samningi sínum verði rift. 

Hver nákvæmlega hann myndi fara er óvíst en hann hefur til að mynda leikið með Real Valladolid, Rayo Vallecano og Celta Vigo á Spáni sem og Braga í Portúgal.

Alls hefur Costa leikið 24 landsleiki fyrir A-landslið Spánar og skorað í þeim tíu mörk.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×