Costa vill rifta samningi sínum hjá Atlético Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2020 22:01 Costa vill fara frá Atlético í janúar. EPA-EFE/RODRIGO JIMENEZ Diego Costa, framherji Atlético Madrid, vill rifta samningi sínum nú í janúar en samningurinn á að renna út næsta sumar. Hinn 32 ára gamli spænski framherji – sem ættaður er frá Brasilíu - rennur út á samning hjá Atlético Madrid næsta sumar. Hann hefur hins vegar ekki áhuga á að vera hjá félaginu svo lengi. Costa gekk aftur í raðir Atlético árið 2018 eftir þrjú ár hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea en hann er goðsögn í Madríd eftir veru sína hjá félaginu frá 2010 til 2014. Síðan hann gekk aftur í raðir Atlético hefur hann ekki náð að sýna sitt rétta andlit og hefur nú óskað eftir því að fá samningi sínum rift svo hann geti fundið sér nýtt félag í janúar. Frá þessu er greint á knattspyrnuvefnum Goal.com í dag. Costa hefur aðeins komið við sögu í sjö leikjum hjá Atlético í spænsku úrvalsdeildinni í vetur og skorað tvö mörk. Liðinu hefur gengið vel og því hefur hann ekki átt upp á pallborðið hjá Diego Simeone, þjálfara liðsins. Þá hefur framherjinn einnig verið að glíma við meiðsli. Diego Costa has asked Atletico Madrid to terminate his contract in January, Goal can confirm.Costa's deal expires in the summer but he has been given permission to miss training and could be allowed to leave for free.Who should sign him? pic.twitter.com/KYSmM1INm3— Goal (@goal) December 28, 2020 Þar sem Evrópumótið er handan við hornið vill Costa eflaust reyna spila sig inn í landsliðshóp Spánar og því hefur hann óskað eftir því að samningi sínum verði rift. Hver nákvæmlega hann myndi fara er óvíst en hann hefur til að mynda leikið með Real Valladolid, Rayo Vallecano og Celta Vigo á Spáni sem og Braga í Portúgal. Alls hefur Costa leikið 24 landsleiki fyrir A-landslið Spánar og skorað í þeim tíu mörk. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Hinn 32 ára gamli spænski framherji – sem ættaður er frá Brasilíu - rennur út á samning hjá Atlético Madrid næsta sumar. Hann hefur hins vegar ekki áhuga á að vera hjá félaginu svo lengi. Costa gekk aftur í raðir Atlético árið 2018 eftir þrjú ár hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea en hann er goðsögn í Madríd eftir veru sína hjá félaginu frá 2010 til 2014. Síðan hann gekk aftur í raðir Atlético hefur hann ekki náð að sýna sitt rétta andlit og hefur nú óskað eftir því að fá samningi sínum rift svo hann geti fundið sér nýtt félag í janúar. Frá þessu er greint á knattspyrnuvefnum Goal.com í dag. Costa hefur aðeins komið við sögu í sjö leikjum hjá Atlético í spænsku úrvalsdeildinni í vetur og skorað tvö mörk. Liðinu hefur gengið vel og því hefur hann ekki átt upp á pallborðið hjá Diego Simeone, þjálfara liðsins. Þá hefur framherjinn einnig verið að glíma við meiðsli. Diego Costa has asked Atletico Madrid to terminate his contract in January, Goal can confirm.Costa's deal expires in the summer but he has been given permission to miss training and could be allowed to leave for free.Who should sign him? pic.twitter.com/KYSmM1INm3— Goal (@goal) December 28, 2020 Þar sem Evrópumótið er handan við hornið vill Costa eflaust reyna spila sig inn í landsliðshóp Spánar og því hefur hann óskað eftir því að samningi sínum verði rift. Hver nákvæmlega hann myndi fara er óvíst en hann hefur til að mynda leikið með Real Valladolid, Rayo Vallecano og Celta Vigo á Spáni sem og Braga í Portúgal. Alls hefur Costa leikið 24 landsleiki fyrir A-landslið Spánar og skorað í þeim tíu mörk. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira