Vandræði Chelsea halda áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Oliver Giroud skoraði mark Chelsea í kvöld en hann er nú kominn með 89 mörk í ensku úrvalsdeildinni.
Oliver Giroud skoraði mark Chelsea í kvöld en hann er nú kominn með 89 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Catherine Ivill/Getty Images)

Vandræði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni halda áfram en liðið hefur einungis einn af síðustu fimm leikjum liðsins í deildinni. Í dag gerði liðið 1-1 jafntefli við Aston Villa.

Frank Lampard, stjóri Chelsea, gerði sex breytingar á liðinu sem steinlá 3-1 fyrir Arsenal á útivelli fyrir leikinn gegn spútnikliði Villa í dag.

Það skilaði sér því einn þeirra sem kom inn í liðið  skoraði fyrsta markið á 34. mínútu. Það gerði Oliver Giroud með skalla og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Síðari hálfleikur var fimm mínútna gamall er Anwar El Ghazi jafnaði metin og John McGinn skaut meðal annars boltanum í slá áður en yfir lauk. Lokatölur þó, 1-1.

Chelsea er í sjötta sæti deildarinnar með 26 stig en Villa er sæti ofar með jafn mörg stig en á þó tvo leiki til góða á Chelsea.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira