Erlent

Sau­tján saknað eftir að fiski­bátur sökk í Barents­hafi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá borginni Arkhangelsk. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá borginni Arkhangelsk. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty

Fiskibátur með nítján í áhöfn hefur sokkið á rússnesku hafsvæði í Barentshafi. Rússneska fréttaveitan Tass segir frá því að báturinn hafi sokkið nærri Novaya Zemlya í Arkhangelsk.

Tveimur skipverjum hefur verið bjargað en sautján er enn saknað. Um er að ræða bátinn Onega sem er með Murmansk sem heimahöfn.

Fimm skip hafa verið send á slysstaðinn og er skipverjanna leitað. Að sögn talsmanns rússneskra yfirvalda á báturinn að hafa sokkið vegna ísingar.

„Fimm skip hafa verið send á vettvang til að leita að mönnunum. Enn sem komið er hefur tveimur verið bjargað. Þeir voru í blautbúningum en ekki nálægt með hinum mönnunum,“ hefur Tass eftir heimildarmanni innan rússneska stjórnkerfisins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×