Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2020 20:22 Frá vettvangi sprengingarinnar í Nashville. AP/Mark Humphrey Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. Rannsókn lögreglu hefur samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs beinst að Anthony Warner, 63 ára manni sem vitað er að átti sambærilegan húsbíl og þann sem sprakk í loft upp. Talið er að hann hafi komið fyrir sprengiefni í bílnum og ekið honum á vettvang sprengingarinnar, þar sem hann varaði fólk við því að koma sér í burtu. Uppfært: 22:25 - Yfirvöld hafa staðfest að Warner átti bílinn sem sprakk og að hann hafi verið í honum. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarkerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petula Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Öryggismyndavélar höfðu áður tekið upp hljóð þar sem einhver virtist skjóta um tuttugu skotum á svæðinu. Samkvæmt samantekt Washington Post var það áður en viðvaranirnar heyrðust. Í frétt Guardian er vísað í héraðsmiðla frá Bandaríkjunum þar sem rætt var við Steve Fridrich. Hann starfaði með Warner og sagði í viðtali að rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefðu spurt hann hvort Warner hefðu verið tortrygginn gagnvart 5G tækni. Fregnir hafa borist af því að rannsakendum hafi borist ábendingar um að Warner hafi kokgleypt samsæriskenningar um að til stæði að nota 5G senda til að njósna um fólk og annað sem við kemur tækninni. Alls konar samsæriskenningar varðandi 5G hafa litið dagsins ljós að undanförnu og tóku þær mikinn kipp samhliða faraldri nýju kórónuveirunnar. Á þessu ári hefur verið kveikt í fjarskiptamöstrum víða og jafnvel ráðist á starfsmenn fjarskiptafyrirtækja. Sjá einnig: Vilja taka 5G-samsæriskenningar fastari tökum John Cooper, borgarstjóri Nashville, sagði í viðtali í dag að útlit væri fyrir að árásin tengdist innviðum og gaf hann því áðurnefndum fregnum um ástæður árásarinnar byr undir báða vængi. Douglas Korneski, sem stýrir rannsókninni á sprengjuárásinni, segir þó að of snemmt sé að segja til um ástæður þess að húsbíllinn hafi verið sprengdur í loft upp. Hundruð rannsakenda vinni að því að skoða fjölmargar ábendingar og engin ein kenning sé öðrum ofar að svo stöddu. Bandaríkin Tengdar fréttir Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Bjóða verðlaunafé til handa þeim sem geta gefið upplýsingar um sprenginguna Fyrirtæki og sjónvarpsstjörnur hafa boðið allt að þrjú hundruð þúsund dollara, eða sem nemur um 38,5 milljónum króna, í verðlaunafé fyrir vísbendingar um þann sem ber ábyrgð á mikilli sprengingu sem varð í Nashville í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 16:22 Sprenging í Nashville talin vera viljaverk Mikil sprenging varð í borginni Nashville í Tennessee-ríki í gærmorgun þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Þrír slösuðust í sprengingunni, en fólk á svæðinu hafði verið varað við og beðið um að yfirgefa svæðið. 26. desember 2020 08:11 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Rannsókn lögreglu hefur samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs beinst að Anthony Warner, 63 ára manni sem vitað er að átti sambærilegan húsbíl og þann sem sprakk í loft upp. Talið er að hann hafi komið fyrir sprengiefni í bílnum og ekið honum á vettvang sprengingarinnar, þar sem hann varaði fólk við því að koma sér í burtu. Uppfært: 22:25 - Yfirvöld hafa staðfest að Warner átti bílinn sem sprakk og að hann hafi verið í honum. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarkerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petula Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Öryggismyndavélar höfðu áður tekið upp hljóð þar sem einhver virtist skjóta um tuttugu skotum á svæðinu. Samkvæmt samantekt Washington Post var það áður en viðvaranirnar heyrðust. Í frétt Guardian er vísað í héraðsmiðla frá Bandaríkjunum þar sem rætt var við Steve Fridrich. Hann starfaði með Warner og sagði í viðtali að rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefðu spurt hann hvort Warner hefðu verið tortrygginn gagnvart 5G tækni. Fregnir hafa borist af því að rannsakendum hafi borist ábendingar um að Warner hafi kokgleypt samsæriskenningar um að til stæði að nota 5G senda til að njósna um fólk og annað sem við kemur tækninni. Alls konar samsæriskenningar varðandi 5G hafa litið dagsins ljós að undanförnu og tóku þær mikinn kipp samhliða faraldri nýju kórónuveirunnar. Á þessu ári hefur verið kveikt í fjarskiptamöstrum víða og jafnvel ráðist á starfsmenn fjarskiptafyrirtækja. Sjá einnig: Vilja taka 5G-samsæriskenningar fastari tökum John Cooper, borgarstjóri Nashville, sagði í viðtali í dag að útlit væri fyrir að árásin tengdist innviðum og gaf hann því áðurnefndum fregnum um ástæður árásarinnar byr undir báða vængi. Douglas Korneski, sem stýrir rannsókninni á sprengjuárásinni, segir þó að of snemmt sé að segja til um ástæður þess að húsbíllinn hafi verið sprengdur í loft upp. Hundruð rannsakenda vinni að því að skoða fjölmargar ábendingar og engin ein kenning sé öðrum ofar að svo stöddu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Bjóða verðlaunafé til handa þeim sem geta gefið upplýsingar um sprenginguna Fyrirtæki og sjónvarpsstjörnur hafa boðið allt að þrjú hundruð þúsund dollara, eða sem nemur um 38,5 milljónum króna, í verðlaunafé fyrir vísbendingar um þann sem ber ábyrgð á mikilli sprengingu sem varð í Nashville í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 16:22 Sprenging í Nashville talin vera viljaverk Mikil sprenging varð í borginni Nashville í Tennessee-ríki í gærmorgun þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Þrír slösuðust í sprengingunni, en fólk á svæðinu hafði verið varað við og beðið um að yfirgefa svæðið. 26. desember 2020 08:11 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30
Bjóða verðlaunafé til handa þeim sem geta gefið upplýsingar um sprenginguna Fyrirtæki og sjónvarpsstjörnur hafa boðið allt að þrjú hundruð þúsund dollara, eða sem nemur um 38,5 milljónum króna, í verðlaunafé fyrir vísbendingar um þann sem ber ábyrgð á mikilli sprengingu sem varð í Nashville í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 16:22
Sprenging í Nashville talin vera viljaverk Mikil sprenging varð í borginni Nashville í Tennessee-ríki í gærmorgun þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Þrír slösuðust í sprengingunni, en fólk á svæðinu hafði verið varað við og beðið um að yfirgefa svæðið. 26. desember 2020 08:11