Erlent

Bjóða verð­launa­fé til handa þeim sem geta gefið upp­lýsingar um sprenginguna

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Töluverðar skemmdir urðu á byggingum nærri sprengingunni.
Töluverðar skemmdir urðu á byggingum nærri sprengingunni. Getty/Terry Wyatt

Fyrirtæki og sjónvarpsstjörnur hafa boðið allt að þrjú hundruð þúsund dollara, eða sem nemur um 38,5 milljónum króna, í verðlaunafé fyrir vísbendingar um þann sem ber ábyrgð á mikilli sprengingu sem varð í Nashville í Bandaríkjunum í gærmorgun.

Líkt og Vísir greindi frá í morgun varð mikil sprenging í borginni Nashville í Tennessee-ríki þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Minnst þrír slösuðust í sprengingunni og þá hefur fundist það sem talið er geta verið líkamsleifar nærri vettvangi.

Viðskptamaðurinn Marcus Lemonis er einn þeirra sem hefur heitið verðlaunafé fyrir hvern þann sem getur bent á sökudólginn. „Ég vil gjarnan leggja fram 250 þúsund dollara í verðlaun til handa þeim sem getur gefið upplýsingar sem leitt geta til handtöku og dóms í málinu,“ skrifar Lemonis meðal annars í fræslu á Twitter þar sem hann birtir einnig myndir frá vettvangi.

Lögregla hafði upphaflega verið kölluð til vegna skothvella sem heyrðust á svæðinu skömmu fyrir klukkan sex að staðartíma í gærmorgun. Þegar komið var á vettvang heyrðust varnaðarorð frá bílnum sem sprakk nokkrum mínútum síðar. Lögregla telur ólíklegt að um slys hafi verið að ræða og gengur út frá því að sprengingin hafi verið viljaverk.

Boð um verðlaunafé tókust að berast í gær eftir að ferðaþjónustufyrirtækið Nashville Convention & Visitors Corp reið á vaðið og bauð fyrst 10 þúsund dollara í verðlaunafé, en hækkaði svo upphæðina í 35 þúsund dollara. Fleiri fyrirtæki fylgdu fordæminu í kjölfarið og buðu verðlaunafé.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×