Bjóða verðlaunafé til handa þeim sem geta gefið upplýsingar um sprenginguna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. desember 2020 16:22 Töluverðar skemmdir urðu á byggingum nærri sprengingunni. Getty/Terry Wyatt Fyrirtæki og sjónvarpsstjörnur hafa boðið allt að þrjú hundruð þúsund dollara, eða sem nemur um 38,5 milljónum króna, í verðlaunafé fyrir vísbendingar um þann sem ber ábyrgð á mikilli sprengingu sem varð í Nashville í Bandaríkjunum í gærmorgun. Líkt og Vísir greindi frá í morgun varð mikil sprenging í borginni Nashville í Tennessee-ríki þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Minnst þrír slösuðust í sprengingunni og þá hefur fundist það sem talið er geta verið líkamsleifar nærri vettvangi. Viðskptamaðurinn Marcus Lemonis er einn þeirra sem hefur heitið verðlaunafé fyrir hvern þann sem getur bent á sökudólginn. „Ég vil gjarnan leggja fram 250 þúsund dollara í verðlaun til handa þeim sem getur gefið upplýsingar sem leitt geta til handtöku og dóms í málinu,“ skrifar Lemonis meðal annars í fræslu á Twitter þar sem hann birtir einnig myndir frá vettvangi. . @MNPDNashville @JohnCooper4Nash I would like to put up a $250,000 reward to anyone who provides information that leads to the arrest and conviction inside of your process, of the this Nashville incident. We can t have our streets terrorized like this. #horror pic.twitter.com/k9fNjRjklZ— Marcus Lemonis (@marcuslemonis) December 25, 2020 Lögregla hafði upphaflega verið kölluð til vegna skothvella sem heyrðust á svæðinu skömmu fyrir klukkan sex að staðartíma í gærmorgun. Þegar komið var á vettvang heyrðust varnaðarorð frá bílnum sem sprakk nokkrum mínútum síðar. Lögregla telur ólíklegt að um slys hafi verið að ræða og gengur út frá því að sprengingin hafi verið viljaverk. Boð um verðlaunafé tókust að berast í gær eftir að ferðaþjónustufyrirtækið Nashville Convention & Visitors Corp reið á vaðið og bauð fyrst 10 þúsund dollara í verðlaunafé, en hækkaði svo upphæðina í 35 þúsund dollara. Fleiri fyrirtæki fylgdu fordæminu í kjölfarið og buðu verðlaunafé. Bandaríkin Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í morgun varð mikil sprenging í borginni Nashville í Tennessee-ríki þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Minnst þrír slösuðust í sprengingunni og þá hefur fundist það sem talið er geta verið líkamsleifar nærri vettvangi. Viðskptamaðurinn Marcus Lemonis er einn þeirra sem hefur heitið verðlaunafé fyrir hvern þann sem getur bent á sökudólginn. „Ég vil gjarnan leggja fram 250 þúsund dollara í verðlaun til handa þeim sem getur gefið upplýsingar sem leitt geta til handtöku og dóms í málinu,“ skrifar Lemonis meðal annars í fræslu á Twitter þar sem hann birtir einnig myndir frá vettvangi. . @MNPDNashville @JohnCooper4Nash I would like to put up a $250,000 reward to anyone who provides information that leads to the arrest and conviction inside of your process, of the this Nashville incident. We can t have our streets terrorized like this. #horror pic.twitter.com/k9fNjRjklZ— Marcus Lemonis (@marcuslemonis) December 25, 2020 Lögregla hafði upphaflega verið kölluð til vegna skothvella sem heyrðust á svæðinu skömmu fyrir klukkan sex að staðartíma í gærmorgun. Þegar komið var á vettvang heyrðust varnaðarorð frá bílnum sem sprakk nokkrum mínútum síðar. Lögregla telur ólíklegt að um slys hafi verið að ræða og gengur út frá því að sprengingin hafi verið viljaverk. Boð um verðlaunafé tókust að berast í gær eftir að ferðaþjónustufyrirtækið Nashville Convention & Visitors Corp reið á vaðið og bauð fyrst 10 þúsund dollara í verðlaunafé, en hækkaði svo upphæðina í 35 þúsund dollara. Fleiri fyrirtæki fylgdu fordæminu í kjölfarið og buðu verðlaunafé.
Bandaríkin Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira