Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Birgir Olgeirsson skrifar 27. desember 2020 12:38 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. Þórólfur og Kári munu funda saman með fulltrúum Pfizer eftir helgi um að Ísland verði notuð undir fjórða fasa rannsóknar bóluefnisins, sem myndi snúast um að bólusetja um 60 prósent fullorðinna einstaklinga á Íslandi og sjá hvaða áhrif það hefði á faraldur kórónuveirunnar. „Við erum að tala að við viljum bólusetja sem flesta og erum búin að kaupa bóluefni fyrir rúmlega þjóðina. En við erum óánægð með að þurfa að bíða eftir bóluefni fram eftir öllu ári. Þetta er aðferð til að fá bóluefni fyrir flesta sem fyrst eins og við ætluðum að gera. Ef við Pfizer samþykkir að gera þessa rannsókn hér á landi mun það taka skemmri tíma,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að stefnt sé að því að bólusetja alla þjóðina við kórónuveirunni, þá skipti ekki máli hvort um sé að ræða almenna bólusetningu hér á landi eða lokarannsókn Pfizer á bóluefninu. „Þetta hefur ekki með neina tilraun að gera, við erum í þeim sporum að reyna að bólusetja alla til að komast út úr þessu Covid ástandi. Menn eru að snúa þessu upp í eitthvað mjög sérkennilegt. Þetta er það sem við hefðum gert hvort sem var. Þegar við byrjum að bólusetja fylgjumst við með verkun bóluefnisins. Hvort þeir sem eru bólusettir séu verndaðir. Hvað gerist með veiruna hérna innanlands? Hvað gerist með hana á landamærunum? Sjáum við aukaverkanir af bólusetningum. Við þurfum að fylgjast vel með því burt séð frá því hvort við köllum það rannsókn eða ekki. Við söfnum sömu upplýsingunum hvort sem við köllum þetta rannsókn eða ekki rannsókn. Eini munurinn er sá að við myndum ná að bólusetja þjóðina mörgum sinnum fyrr en ella,“ segir Þórólfur. Bretar stefna að því að byrja að nota bóluefni Astrazeneca við kórónuveirunni fjórða janúar næstkomandi, en búist er við að heilbrigðisyfirvöld þar í landi veiti bóluefninu leyfi á næstunni. Spurður hvort komi til greina að leita til Astrazenca um að gera lokarannsókn hér á landi til að fá bóluefni sem fyrst, ef Pfizer segir nei, segir Þórólfur það vera síðri kost en að leita til Pfizer. „Það er mjög erfitt að gera það þegar við erum ekki með markaðsleyfi fyrir Astrazeneca bóluefnið, það er ekki komið. Rannsóknir á Astrazeneca bóluefninu sýndu að það var ekki eins virkt og Pfizer-bóluefnið. Ef við náum samningum við Pfizer um þetta væri það mjög ákjósanlegur kostur. Annars þyrftum við að bíða eftir markaðssetningu á Astrazeneca og semja við Astrazeneca um samskonar rannsókn. Ég er ekki endilega viss um að það væri skynsamlegt. Ef okkur býðst þetta Pfizer-bóluefni eins og þetta upplegg sem við erum að hugsa þá væri það besti kosturinn fyrir okkur.“ Moderna-bóluefnið er hins vegar komið með leyfi í Bandaríkjunum og hefur svipaða virkni og Pfizer. Þórólfur bendir þó á að samkvæmt samningi við Evrópusambandið þá sé ekki áætlað að Moderna komi með eins marga skammta til Evrópu eins og Pfizer. Ef viðræðurnar við Pfizer ganga ekki upp sé þó í myndinni að leita til annarra framleiðenda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Sjá meira
Þórólfur og Kári munu funda saman með fulltrúum Pfizer eftir helgi um að Ísland verði notuð undir fjórða fasa rannsóknar bóluefnisins, sem myndi snúast um að bólusetja um 60 prósent fullorðinna einstaklinga á Íslandi og sjá hvaða áhrif það hefði á faraldur kórónuveirunnar. „Við erum að tala að við viljum bólusetja sem flesta og erum búin að kaupa bóluefni fyrir rúmlega þjóðina. En við erum óánægð með að þurfa að bíða eftir bóluefni fram eftir öllu ári. Þetta er aðferð til að fá bóluefni fyrir flesta sem fyrst eins og við ætluðum að gera. Ef við Pfizer samþykkir að gera þessa rannsókn hér á landi mun það taka skemmri tíma,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að stefnt sé að því að bólusetja alla þjóðina við kórónuveirunni, þá skipti ekki máli hvort um sé að ræða almenna bólusetningu hér á landi eða lokarannsókn Pfizer á bóluefninu. „Þetta hefur ekki með neina tilraun að gera, við erum í þeim sporum að reyna að bólusetja alla til að komast út úr þessu Covid ástandi. Menn eru að snúa þessu upp í eitthvað mjög sérkennilegt. Þetta er það sem við hefðum gert hvort sem var. Þegar við byrjum að bólusetja fylgjumst við með verkun bóluefnisins. Hvort þeir sem eru bólusettir séu verndaðir. Hvað gerist með veiruna hérna innanlands? Hvað gerist með hana á landamærunum? Sjáum við aukaverkanir af bólusetningum. Við þurfum að fylgjast vel með því burt séð frá því hvort við köllum það rannsókn eða ekki. Við söfnum sömu upplýsingunum hvort sem við köllum þetta rannsókn eða ekki rannsókn. Eini munurinn er sá að við myndum ná að bólusetja þjóðina mörgum sinnum fyrr en ella,“ segir Þórólfur. Bretar stefna að því að byrja að nota bóluefni Astrazeneca við kórónuveirunni fjórða janúar næstkomandi, en búist er við að heilbrigðisyfirvöld þar í landi veiti bóluefninu leyfi á næstunni. Spurður hvort komi til greina að leita til Astrazenca um að gera lokarannsókn hér á landi til að fá bóluefni sem fyrst, ef Pfizer segir nei, segir Þórólfur það vera síðri kost en að leita til Pfizer. „Það er mjög erfitt að gera það þegar við erum ekki með markaðsleyfi fyrir Astrazeneca bóluefnið, það er ekki komið. Rannsóknir á Astrazeneca bóluefninu sýndu að það var ekki eins virkt og Pfizer-bóluefnið. Ef við náum samningum við Pfizer um þetta væri það mjög ákjósanlegur kostur. Annars þyrftum við að bíða eftir markaðssetningu á Astrazeneca og semja við Astrazeneca um samskonar rannsókn. Ég er ekki endilega viss um að það væri skynsamlegt. Ef okkur býðst þetta Pfizer-bóluefni eins og þetta upplegg sem við erum að hugsa þá væri það besti kosturinn fyrir okkur.“ Moderna-bóluefnið er hins vegar komið með leyfi í Bandaríkjunum og hefur svipaða virkni og Pfizer. Þórólfur bendir þó á að samkvæmt samningi við Evrópusambandið þá sé ekki áætlað að Moderna komi með eins marga skammta til Evrópu eins og Pfizer. Ef viðræðurnar við Pfizer ganga ekki upp sé þó í myndinni að leita til annarra framleiðenda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Sjá meira