Innlent

Net­verjar bregðast við: „Hvaða ráð­herra var í partíi í gær er besti jóla­leikur ever“

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Bjarni var staddur í 40-50 manna samkvæmi í Ásmundarsal.
Bjarni var staddur í 40-50 manna samkvæmi í Ásmundarsal. Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var viðstaddur 40-50 manna gleðskap í Ásmundarsal í gærkvöldi, að því sem heimildir fréttastofu herma. Lögreglan þurfti að hafa afskipti af veislunni og leysti hana upp á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í tilkynningu í morgun að lögreglan hafi verið kölluð út vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. Þar á meðal, samkvæmt tilkynningu lögreglu, var „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands.“

Fréttastofa hefur ekki náð í Bjarna vegna málsins í dag. 

Netverjar hafa leitað á Twitter til þess að lýsa yfir óánægju sinni með sóttvarnabrot ráðherrans. Margir gagnrýna ráðherrann en einhverjir hafa gert grín að ráðherranum og búið til jólaleik úr uppákomunni.

Einhverjir hafa kallað eftir afsögn ráðherra.

Þá eru einhverjir sem efast að Bjarni muni segja af sér í kjölfar þessa. 

Helgi Seljan fréttamaður og fleiri gera grín að yfirvöldum. 


Tengdar fréttir

Ráð­herra í fjöl­mennu sam­kvæmi sem lög­regla stöðvaði

Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var á meðal 40-50 gesta í samkvæmi í sal í miðbæ Reykjavíkur sem lögregla hafði afskipti af í gær vegna brota á samkomutakmörkunum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki kemur fram um hvaða ráðherra er að ræða.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.