Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. desember 2020 08:44 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur meðal annars komið á fundi með forsætisráðherra og yfirmanni bóluefnamála hjá Pfizer. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins. Blaðið hefur eftir kára að viðræður hans við framleiðendur séu „á eins yfirborðskenndu stigi og hægt er“ og að ekkert sé öruggt í þessum efnum. Um sé að ræða tilraun til þess að tryggja Íslendingum bóluefni fyrr en seinna. „Hvort það tekst eða ekki er algjörlega óvíst en ég er á bólakafi í að reyna það,“ hefur blaðið eftir Kára, sem segir að ein leið gæti verið að rannsaka áhrif bóluefnis hér á landi í samstarfi við framleiðendur. Óljóst sé þó hvort framleiðendur eigi afgangsbóluefni til að sjá af í slíka rannsókn. Gagnrýnir ekki Svandísi Kári telur samstarf Íslands við Evrópusambandið um kaup á bóluefni að einhverju leyti undarlegt. Honum virðist sambandið hreyfa sig á „skringilegan máta“ í þeim efnum og það kunni að hafa veðjað á ranga hesta í bóluefnakapphlaupinu. Ísland þjáist nú fyrir það veðmál. Kári tekur hins vegar fram í viðtalinu að hann sé ekki að gagnrýna nálgun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á bóluefnamál. Hann telji hins vegar að hagsmunum Íslands sé ekki endilega best borgið með Evrópusambandinu þegar kemur að því að semja um kaup á bóluefni. Kári segir ómögulegt að segja til um hvort nokkuð komi út úr viðræðum hans við lyfjaframleiðendur. Hann vilji einfaldlega nýta tíma sinn og sambönd, en hann kom meðal annars á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og yfirmanns bóluefnadeildar Pfizer síðastliðinn mánudag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Vilja að þing verði kallað saman vegna óvissu um bóluefni Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að fjalla um bóluefni. Píratar taka undir ákallið og formaður Samfylkingar segir kröfuna eðlilega í ljósi misvísandi frétta og óvissu. 23. desember 2020 12:15 Allt sem þú þarft að vita um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Íslands hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu um bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Þar má finna allar helstu upplýsingar um bóluefnið á íslensku. 22. desember 2020 22:14 Bólusett á hjúkrunarheimilum og á sjúkrastofnunum í næstu viku Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það. 22. desember 2020 18:59 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins. Blaðið hefur eftir kára að viðræður hans við framleiðendur séu „á eins yfirborðskenndu stigi og hægt er“ og að ekkert sé öruggt í þessum efnum. Um sé að ræða tilraun til þess að tryggja Íslendingum bóluefni fyrr en seinna. „Hvort það tekst eða ekki er algjörlega óvíst en ég er á bólakafi í að reyna það,“ hefur blaðið eftir Kára, sem segir að ein leið gæti verið að rannsaka áhrif bóluefnis hér á landi í samstarfi við framleiðendur. Óljóst sé þó hvort framleiðendur eigi afgangsbóluefni til að sjá af í slíka rannsókn. Gagnrýnir ekki Svandísi Kári telur samstarf Íslands við Evrópusambandið um kaup á bóluefni að einhverju leyti undarlegt. Honum virðist sambandið hreyfa sig á „skringilegan máta“ í þeim efnum og það kunni að hafa veðjað á ranga hesta í bóluefnakapphlaupinu. Ísland þjáist nú fyrir það veðmál. Kári tekur hins vegar fram í viðtalinu að hann sé ekki að gagnrýna nálgun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á bóluefnamál. Hann telji hins vegar að hagsmunum Íslands sé ekki endilega best borgið með Evrópusambandinu þegar kemur að því að semja um kaup á bóluefni. Kári segir ómögulegt að segja til um hvort nokkuð komi út úr viðræðum hans við lyfjaframleiðendur. Hann vilji einfaldlega nýta tíma sinn og sambönd, en hann kom meðal annars á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og yfirmanns bóluefnadeildar Pfizer síðastliðinn mánudag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Vilja að þing verði kallað saman vegna óvissu um bóluefni Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að fjalla um bóluefni. Píratar taka undir ákallið og formaður Samfylkingar segir kröfuna eðlilega í ljósi misvísandi frétta og óvissu. 23. desember 2020 12:15 Allt sem þú þarft að vita um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Íslands hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu um bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Þar má finna allar helstu upplýsingar um bóluefnið á íslensku. 22. desember 2020 22:14 Bólusett á hjúkrunarheimilum og á sjúkrastofnunum í næstu viku Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það. 22. desember 2020 18:59 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjá meira
Vilja að þing verði kallað saman vegna óvissu um bóluefni Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að fjalla um bóluefni. Píratar taka undir ákallið og formaður Samfylkingar segir kröfuna eðlilega í ljósi misvísandi frétta og óvissu. 23. desember 2020 12:15
Allt sem þú þarft að vita um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Íslands hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu um bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Þar má finna allar helstu upplýsingar um bóluefnið á íslensku. 22. desember 2020 22:14
Bólusett á hjúkrunarheimilum og á sjúkrastofnunum í næstu viku Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það. 22. desember 2020 18:59