Innlent

Allt sem þú þarft að vita um bóluefni Pfizer

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Reiknað er með að bólusetningar hefjist hér í næstu viku.
Reiknað er með að bólusetningar hefjist hér í næstu viku. Getty/Jakub Porzycki/NurPhoto

Lyfjastofnun Íslands hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu um bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Þar má finna allar helstu upplýsingar um bóluefnið á íslensku.

Bóluefnið nefnist Comirnaty en Lyfjastofnun veitti bóluefni Pfizer/BioNTech markaðsleyfi seint í gærkvöldi. Reiknað er með að bólsetning hefjist í næstu viku en fulltrúar Distica, sem sér um að dreifa bóluefninu hér á landi, sækja fyrstu sendinguna á Keflavíkurflugvöll á mánudaginn.

Von er á tíu þúsund skömmtum í fyrstu sendingu sem duga fyrir fimm þúsund manns, en gefa þarf bóluefnið í tveimur skömmtum með þriggja vikna millibili.

Fyrsta bóluefninu verður skipt á milli heilbrigðisstarfsfólks og íbúa á hjúkrunarheimilum í fyrstu forgangshópum og verða þau bólusett á spítölum og á heimilum samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslunni.

Á upplýsingasíðu Lyfjastofnunar um bóluefnið má finna yfirfarna og samþykkta lyfjatexta fyrir bóluefnið, auk leiðbeininga fyrir heilbrigðisstarfsfólk í formi samantektar á eiginleikum lyfsins.

Þá hefur Lyfjastofnun einnig tekið saman svör við algengum spurningum sem kunna að vakna vegna bóluefnisins og virkni þess.

Nálgast má upplýsingasíðuna hér.


Tengdar fréttir

Bólusett á hjúkrunarheimilum og á sjúkrastofnunum í næstu viku

Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það.

Ræddi við fram­kvæmda­stjóra hjá Pfizer til að fá betri yfir­sýn

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafnar því að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafi ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að því að tryggja aðgang Íslands að bóluefni gegn Covid-19 og því sé málið komið inn á hennar borð, líkt og fjallað er um á forsíðu Morgunblaðsins í dag.

Heimila notkun á bóluefni Pfizer á Íslandi

Lyfjastofnun hefur veitt bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni skilyrt markaðsleyfi hér á landi. Nú verður hægt að hefja bólusetningar hér á landi með bóluefninu þegar það verður tiltækt.

Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×