Innlent

Friðargangan blásin af en fólk hvatt til að kveikja á kerti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Friðargangan er gengin í Reykjavík á Þorláksmessu ár hvert. Hún fellur niður í ár.
Friðargangan er gengin í Reykjavík á Þorláksmessu ár hvert. Hún fellur niður í ár. Vísir/Egill Aðalsteinsson

Samstarfshópur friðarhreyfinga hefur ákveðið að ekki sé kostur á því að halda árlegu Friðargönguna að þessu sinni sökum samkomutakmarkana á kórónuveirutímum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum.

Friðargangan hefur verið árlega niður Laugaveginn í Reykjavík og víðar um landið.

„Við viljum samt sem áður minna á kröfuna um kjarnorkuvopnalausan heim og krefjumst þess að Ísland standi undir nafni sem friðsamt ríki og undirriti sáttmálann um bann við kjarnorkuvopnum sem tekur gildi á nýju ári. Ef fólk vill taka þátt í friðargöngunni heiman frá sér hvetjum við það til að kveikja á kerti og jafnvel setja á samfélagsmiðla undir myllumerkinu friðarganga2020 til að halda á lofti kröfunni um frið,“ segir Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.

„Við óskum friðarsinnum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar ljóss og friðar og vonumst til að sjá ykkur að ári.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×