Ca­­semiro og Benzema tryggðu Real sjötta sigurinn í röð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Casemiro kemur Real Madrid yfir í kvöld.
Casemiro kemur Real Madrid yfir í kvöld. EPA-EFE/JuanJo Martin

Spánarmeistarar Real Madrid unnu í kvöld sjötta sigur sinn í röð en liðið lagði Granada 2-0 í spænsku úrvalsdeildinni.

Leikurinn var nokkuð fjörugur en ekkert var skorað í fyrri hálfleik. Í þeim síðari var það brasilíski miðjumaðurinn Casemiro sem kom Real yfir eftir Marco Asensio þegar tæpur klukkutími var liðinn af leiknum.

Virtist það ætla að vera eina mark leiksins en Karim Benzema gulltryggði sigurinn með marki í uppbótartíma. Lokatölur 2-0 í sannfærandi sigri Real.

Sigur kvöldsins þýðir að Real er enn jafnt nágrönnum sínum Atlético á toppi deildarinnar með 32 stig. Real hefur hins vegar leikið fimmtán leiki en Atlético aðeins þrettán.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira