Norsk knattspyrnukona fékk COVID-19 og fær ekki að koma heim um jólin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2020 13:00 Cecilie Redisch Kvamme þarf að halda jólin í einangrun og kemst ekki heim til Noregs. Getty/Bradley Collyer Þetta er ekki góður tími til að smitast af kórónuveirunni ekki síst fyrir atvinnuíþróttamenn sem ætluðu að nýta jólafríið til að hitta fjölskylduna. Hópsmit hjá kvennaliði West Ham hefur þær afleiðingar að leikmenn liðsins geta ekki haldið jólin hátíðleg með sínum fjölskyldum. Norska knattspyrnukonan Cecilie Redisch Kvamme ætlaði að fara heim til Noregs yfir jólin en ekkert verður af því. Nettavisen segir meðal annars frá þessu. Cecilie Redisch Kvamme er 25 ára gömul og spilar venjulega sem bakvörður. Hún hefur verið hjá West Ham frá árinu 2019 og á að baki þrjá landsleiki fyrir Noreg. „Ég var með hausverk fyrir prófið og grunaði þetta. Nú er ég með kvef og stíflað nef,“ sagði Cecilie Redisch Kvamme við blaðamann Bergensavisen úr einangruninni í London. West Ham United can confirm that this Sunday's Barclays FA WSL match against Aston Villa will be rescheduled.https://t.co/CoUy56jx7X— West Ham United Women (@westhamwomen) December 18, 2020 Kvamme ætlaði að fljúga heim til Noregs í dag Þorláksmessu en ekkert verður nú af því. Það er styttra að fara fyrir hina liðsfélaga sína og einhverjar líkur á að þeir geti eitthvað verið með sínum fjölskyldum þegar líður á hátíðina. Fyrir Kvamme verða þetta mjög hversdagsleg jól. „Þetta verður því bara ósköp venjulegur fimmtudagur hjá mér. Ég hef samt sent foreldrum mínum skýr fyrirmæli að þau verði að setja aftur upp jólatréð í maí þegar ég kem heim í sumarfrí í maí. Svo munum við borða saman jólakjöt þá,“ sagði Kvamme. Það þurfti að fresta síðasta leik West Ham liðsins fyrir jól vegna hópsmitsins en hann átti að vera á móti Aston Villa um helgina. Fyrsti leikur liðsins eftir jól verður síðan 9. janúar. Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Hópsmit hjá kvennaliði West Ham hefur þær afleiðingar að leikmenn liðsins geta ekki haldið jólin hátíðleg með sínum fjölskyldum. Norska knattspyrnukonan Cecilie Redisch Kvamme ætlaði að fara heim til Noregs yfir jólin en ekkert verður af því. Nettavisen segir meðal annars frá þessu. Cecilie Redisch Kvamme er 25 ára gömul og spilar venjulega sem bakvörður. Hún hefur verið hjá West Ham frá árinu 2019 og á að baki þrjá landsleiki fyrir Noreg. „Ég var með hausverk fyrir prófið og grunaði þetta. Nú er ég með kvef og stíflað nef,“ sagði Cecilie Redisch Kvamme við blaðamann Bergensavisen úr einangruninni í London. West Ham United can confirm that this Sunday's Barclays FA WSL match against Aston Villa will be rescheduled.https://t.co/CoUy56jx7X— West Ham United Women (@westhamwomen) December 18, 2020 Kvamme ætlaði að fljúga heim til Noregs í dag Þorláksmessu en ekkert verður nú af því. Það er styttra að fara fyrir hina liðsfélaga sína og einhverjar líkur á að þeir geti eitthvað verið með sínum fjölskyldum þegar líður á hátíðina. Fyrir Kvamme verða þetta mjög hversdagsleg jól. „Þetta verður því bara ósköp venjulegur fimmtudagur hjá mér. Ég hef samt sent foreldrum mínum skýr fyrirmæli að þau verði að setja aftur upp jólatréð í maí þegar ég kem heim í sumarfrí í maí. Svo munum við borða saman jólakjöt þá,“ sagði Kvamme. Það þurfti að fresta síðasta leik West Ham liðsins fyrir jól vegna hópsmitsins en hann átti að vera á móti Aston Villa um helgina. Fyrsti leikur liðsins eftir jól verður síðan 9. janúar.
Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira