Rob Green fann til með Rúnari Alex Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. desember 2020 22:31 Rúnar Alex varði meistaralega frá Gabriel Jeuss í fyrri hálfleik. Því miður voru það mistök hans í þeim síðari sem stálu fyrirsögnunum. Vísir/Getty Robert Green, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands sem og Norwich City, West Ham United og Leeds United, fann til með Rúnari Alex Rúnarssyni í kvöld. Hinn fertugi Green vinnur í dag fyrir breska ríkisútvarpið [BBC] meðal annars og var að fjalla um leik Arsenal gegn Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld. Gestirnir frá Manchester-borg unnu 4-1 sigur þar sem annað mark þeirra skrifast nær algjörlega á íslenska landsliðsmarkvörðinn. Riyad Mahrez átti þá aukaspyrnu af stuttu færi sem fór beint á Rúnar Alex en markvörðurinn virtist misreikna flug boltans og missti hann í kjölfarið í netið. „Þetta er martröð fyrir Alex Rúnarsson. Ég vorkenni honum. Hendurnar á honum eru komnar upp að andlitinu en hann setur þær alltof hratt niður. Hann verður að halda þeim þarna uppi því ef þú nærð ekki að grípa boltann nægilega vel þá viltu ekki missa hann fram fyrir þig,“ sagði Green um mark Mahrez. Rúnar Alex óð út til að mæta Phil Foden en Green taldi að markvörðurinn hefði frekar átt að halda stöðu sinni.Vísir/Getty Þá taldi markvörðurinn fyrrverandi að Rúnar Alex hefði átt að halda stöðu lengur er Phil Foden slapp í gegn í þriðja marki City – sem reyndist vera rangstaða en myndbandstæknin er ekki notuð í deildabikarnum. „Hann þarf ekki að koma út úr marki sínu þarna. Þetta er skoppandi bolti og hann tekur ákvörðun um að koma út en er aldrei að fara ná boltanum. Frábærlega klárað hjá Foden en hann hefur tíma til að meta aðstæður og lyfta boltanum yfir markvörðurinn.“ Hin tvö mörk City voru skallar af stuttu færi og þó Rúnar hefði átt að gera betur þá var varnarleikur Arsenal einfaldlega í molum í þessum leik. Þegar kemur að því að missa boltann klaufalega í netið þá þekkir Rob Green það betur en flestir en hann missti máttlaust skot Clint Dempsey undir sig er England gerði 1-1 jafntefli við Bandaríkin á HM 2010. Green var í kjölfarið bekkjaður og David nokkur James kom í markið í stað hans. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira
Hinn fertugi Green vinnur í dag fyrir breska ríkisútvarpið [BBC] meðal annars og var að fjalla um leik Arsenal gegn Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld. Gestirnir frá Manchester-borg unnu 4-1 sigur þar sem annað mark þeirra skrifast nær algjörlega á íslenska landsliðsmarkvörðinn. Riyad Mahrez átti þá aukaspyrnu af stuttu færi sem fór beint á Rúnar Alex en markvörðurinn virtist misreikna flug boltans og missti hann í kjölfarið í netið. „Þetta er martröð fyrir Alex Rúnarsson. Ég vorkenni honum. Hendurnar á honum eru komnar upp að andlitinu en hann setur þær alltof hratt niður. Hann verður að halda þeim þarna uppi því ef þú nærð ekki að grípa boltann nægilega vel þá viltu ekki missa hann fram fyrir þig,“ sagði Green um mark Mahrez. Rúnar Alex óð út til að mæta Phil Foden en Green taldi að markvörðurinn hefði frekar átt að halda stöðu sinni.Vísir/Getty Þá taldi markvörðurinn fyrrverandi að Rúnar Alex hefði átt að halda stöðu lengur er Phil Foden slapp í gegn í þriðja marki City – sem reyndist vera rangstaða en myndbandstæknin er ekki notuð í deildabikarnum. „Hann þarf ekki að koma út úr marki sínu þarna. Þetta er skoppandi bolti og hann tekur ákvörðun um að koma út en er aldrei að fara ná boltanum. Frábærlega klárað hjá Foden en hann hefur tíma til að meta aðstæður og lyfta boltanum yfir markvörðurinn.“ Hin tvö mörk City voru skallar af stuttu færi og þó Rúnar hefði átt að gera betur þá var varnarleikur Arsenal einfaldlega í molum í þessum leik. Þegar kemur að því að missa boltann klaufalega í netið þá þekkir Rob Green það betur en flestir en hann missti máttlaust skot Clint Dempsey undir sig er England gerði 1-1 jafntefli við Bandaríkin á HM 2010. Green var í kjölfarið bekkjaður og David nokkur James kom í markið í stað hans.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira