Eiður Smári vill ekki heyra á „Gamla bandið“ minnst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2020 14:43 Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson tóku við U21-landsliðinu í ársbyrjun 2019 en nú tæpum tveimur árum síðar hafa þeir tekið við A-landsliðinu. VÍSIR/VILHELM Nýju landsliðsþjálfararnir ætla ekki að hreinsa til í íslenska landsliðinu heldur velja bestu leikmennina í landsliðið. Eiður Smári Guðjohnsen, nýr aðstoðarþjálfari íslenska A-landsliðsins, var með Arnari Þór Viðarssyni og Guðna Bergssyni á blaðamannafundi í dag en þá fengu fjölmiðlamenn að spyrja þá spjörunum úr. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði í íslenska A-landsliðinu þar til að hann var á 38. aldursári og hann vill ekki heyra á það minnsta að menn séu of gamlir fyrir íslenska A-landsliðið. Það er ekki von á einhverjum kynslóðaskiptum í landsliðinu ef marka má orð nýju landsliðsþjálfaranna. Eiður Smári skaut meðal annars aðeins á umræðuna um mögulega endurnýjun í íslenska landsliðinu. Eiður segist ekki ætla að taka þátt í umræðunni um „Gamla bandið“. „Spilað verður á besta liðinu,“ sagði Eiður Smári. Það var búist við að nýr landsliðþjálfari gæti misst eitthvað af eldri leikmönnum út úr liðinu á þessum tímapunkti en bæði Arnar og Eiður Smári talaði um mikilvægi þess að horfa á getu leikmanna en ekki aldur þeirra. Eiður Smári talaði einnig um tenginguna við leikmenn liðsins. Hann segir að þetta snúist ekki um að vera vinir og þekkja þá mjög vel, heldur frekar að sjá hvernig þeim líður. Búa til rammana sem þjálfarateymið. Leikmennirnir búa svo til stemninguna og að þjálfararnir gefi þeim tólin. Eiður Smári Guðjohnsen sagði líka frá því af hverjum hann var ekki tilbúinn að verða aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar eftir EM 2016. „Ég átti spjall við Heimi 2016 og þá var hugur minn ekki kominn í þjálfun. Löngunin var ekki þá,“ sagði Eiður. Eiður Smári segir mikilvægt að halda í þjóðarstoltið, vinnusemina. Um riðilinn segir Eiður að þeir komi meira inn á það þegar nær dregur. Þeir vilji halda Íslandi á þeim stalli, ef ekki fara meira upp á við. Eiður kom líka aðeins inn á samvinnuna við Arnar Þór Viðarsson. „Arnar talar rosalega mikið - en ég kem með nokkra góða punkta,“ sagði Eiður. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Guðni ræddi bæði við þjálfara Vals og KR sem og þrjá erlenda þjálfara Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði aðeins frá leitinni að nýjum landsliðsþjálfara á blaðamannafundi í dag. 22. desember 2020 14:30 Arnar Þór: Spenntir fyrir að fá Lars með sér og funda með honum eftir áramót Það er stefnan hjá nýjum landsliðsþjálfara að fá Lars Lagerbäck með sér inn í teymi landsliðsins á næsta ári. 22. desember 2020 14:19 Nýju landsliðsþjálfararnir spiluðu 38 A-landsleiki saman á sínum tíma Arnar Þór Viðarsson þekkjast ekki aðeins vel sem samstarfsmenn þeir voru líka liðsfélagar í landsliðinu í tæpan áratug. 22. desember 2020 12:31 Hver er Arnar Þór Viðarsson? Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta til næstu tveggja ára. En hver er Arnar Þór Viðarsson? 22. desember 2020 12:06 Logi ráðinn þjálfari FH Logi Ólafsson er tekinn við FH í Pepsi Max deild karla og mun stýra liðinu á næstu leiktíð. Eiður Smári Guðjohnsen er hættur hjá félaginu og tekinn til starfa hjá KSÍ. 22. desember 2020 12:19 Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, nýr aðstoðarþjálfari íslenska A-landsliðsins, var með Arnari Þór Viðarssyni og Guðna Bergssyni á blaðamannafundi í dag en þá fengu fjölmiðlamenn að spyrja þá spjörunum úr. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði í íslenska A-landsliðinu þar til að hann var á 38. aldursári og hann vill ekki heyra á það minnsta að menn séu of gamlir fyrir íslenska A-landsliðið. Það er ekki von á einhverjum kynslóðaskiptum í landsliðinu ef marka má orð nýju landsliðsþjálfaranna. Eiður Smári skaut meðal annars aðeins á umræðuna um mögulega endurnýjun í íslenska landsliðinu. Eiður segist ekki ætla að taka þátt í umræðunni um „Gamla bandið“. „Spilað verður á besta liðinu,“ sagði Eiður Smári. Það var búist við að nýr landsliðþjálfari gæti misst eitthvað af eldri leikmönnum út úr liðinu á þessum tímapunkti en bæði Arnar og Eiður Smári talaði um mikilvægi þess að horfa á getu leikmanna en ekki aldur þeirra. Eiður Smári talaði einnig um tenginguna við leikmenn liðsins. Hann segir að þetta snúist ekki um að vera vinir og þekkja þá mjög vel, heldur frekar að sjá hvernig þeim líður. Búa til rammana sem þjálfarateymið. Leikmennirnir búa svo til stemninguna og að þjálfararnir gefi þeim tólin. Eiður Smári Guðjohnsen sagði líka frá því af hverjum hann var ekki tilbúinn að verða aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar eftir EM 2016. „Ég átti spjall við Heimi 2016 og þá var hugur minn ekki kominn í þjálfun. Löngunin var ekki þá,“ sagði Eiður. Eiður Smári segir mikilvægt að halda í þjóðarstoltið, vinnusemina. Um riðilinn segir Eiður að þeir komi meira inn á það þegar nær dregur. Þeir vilji halda Íslandi á þeim stalli, ef ekki fara meira upp á við. Eiður kom líka aðeins inn á samvinnuna við Arnar Þór Viðarsson. „Arnar talar rosalega mikið - en ég kem með nokkra góða punkta,“ sagði Eiður.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Guðni ræddi bæði við þjálfara Vals og KR sem og þrjá erlenda þjálfara Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði aðeins frá leitinni að nýjum landsliðsþjálfara á blaðamannafundi í dag. 22. desember 2020 14:30 Arnar Þór: Spenntir fyrir að fá Lars með sér og funda með honum eftir áramót Það er stefnan hjá nýjum landsliðsþjálfara að fá Lars Lagerbäck með sér inn í teymi landsliðsins á næsta ári. 22. desember 2020 14:19 Nýju landsliðsþjálfararnir spiluðu 38 A-landsleiki saman á sínum tíma Arnar Þór Viðarsson þekkjast ekki aðeins vel sem samstarfsmenn þeir voru líka liðsfélagar í landsliðinu í tæpan áratug. 22. desember 2020 12:31 Hver er Arnar Þór Viðarsson? Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta til næstu tveggja ára. En hver er Arnar Þór Viðarsson? 22. desember 2020 12:06 Logi ráðinn þjálfari FH Logi Ólafsson er tekinn við FH í Pepsi Max deild karla og mun stýra liðinu á næstu leiktíð. Eiður Smári Guðjohnsen er hættur hjá félaginu og tekinn til starfa hjá KSÍ. 22. desember 2020 12:19 Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi Sjá meira
Guðni ræddi bæði við þjálfara Vals og KR sem og þrjá erlenda þjálfara Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði aðeins frá leitinni að nýjum landsliðsþjálfara á blaðamannafundi í dag. 22. desember 2020 14:30
Arnar Þór: Spenntir fyrir að fá Lars með sér og funda með honum eftir áramót Það er stefnan hjá nýjum landsliðsþjálfara að fá Lars Lagerbäck með sér inn í teymi landsliðsins á næsta ári. 22. desember 2020 14:19
Nýju landsliðsþjálfararnir spiluðu 38 A-landsleiki saman á sínum tíma Arnar Þór Viðarsson þekkjast ekki aðeins vel sem samstarfsmenn þeir voru líka liðsfélagar í landsliðinu í tæpan áratug. 22. desember 2020 12:31
Hver er Arnar Þór Viðarsson? Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta til næstu tveggja ára. En hver er Arnar Þór Viðarsson? 22. desember 2020 12:06
Logi ráðinn þjálfari FH Logi Ólafsson er tekinn við FH í Pepsi Max deild karla og mun stýra liðinu á næstu leiktíð. Eiður Smári Guðjohnsen er hættur hjá félaginu og tekinn til starfa hjá KSÍ. 22. desember 2020 12:19