Innlent

Vísar því alfarið á bug að ÍSÍ hafi sigað lögreglunni á Viggó

Jakob Bjarnar skrifar
Viggó heldur því staðfastlega fram að ÍSÍ hafi sigað lögreglu á sig en Líney Rut vísar því alfarið á bug.
Viggó heldur því staðfastlega fram að ÍSÍ hafi sigað lögreglu á sig en Líney Rut vísar því alfarið á bug. vísir/vilhelm/lögreglan

Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ vísar því á bug að hafa klagað Viggó Harald Viggósson til lögreglu.

„Það er bara ekki rétt,“ segir Líney Rut í samtali við Vísi.

Eins og fram hefur komið er eigandi Golfklúbbsins, Viggó Haraldur Viggósson, svekktur og reiður vegna þess að lögreglan kom og lokaði stað hans með látum. Þá á þeim forsendum að þar sé hætta á kórónaveirusmiti. Viggó rekur stað þar sem hægt er að kaupa veitingar og fara í golfhermi. Viggó, sem heldur því fram að allra sóttvarna sé gætt, bendir á að ýmis sambærileg starfsemi sé opin. Á meðan sé verið að hafa lífsviðurværið af sér.

Viggó heldur því staðfastlega fram að lokun staðarins megi rekja til þess að ÍSÍ, og reyndar GSÍ og GKG, hafi kært hann.

Þetta segir Líney Rut ekki rétt. Hún segist hafa haft samband við Viggó og komið því á framfæri við hann. Sagt honum skýrt að lokunina megi ekki rekja til ábendinga frá ÍSÍ. En allt kemur fyrir ekki.

„Hvorki ég né ÍSÍ hef sigað lögreglu á hann.“

Spurð hvernig það megi vera að ÍSÍ sé nefnt í dagbók lögreglu hvað aðgerðir lögreglunnar varðar segir Líney Rut að því verði lögregla að svara. „Það verða aðrir að leiðrétta. Ég vísa því alfarið á bug að ÍSÍ hafi nokkuð með þetta að gera.“


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.