„Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 21. desember 2020 13:32 Víðir Reynisson var mættur aftur í brúnna á upplýsingafundinn í dag. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kominn á sinn stað á upplýsingafund Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun. Víðir hafði staðið vaktina í langflestum fundum ársins þar til hann greindist með Covid-19 í nóvember. Fundurinn í dag var sá 148. í röðinni. Reiknað hafði verið með því að Víðir yrði frá vinnu fram yfir áramót. Hann var hins vegar óvænt kominn aftur í eldlínuna á föstudaginn þegar stórar skriður féllu á Seyðisfjörð með hörmulegum afleiðingum. „Heilsan er ágæt,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. „Þetta tekur einhverjar vikur og mánuði að ná sér eftir þetta segja mér sérfræðingar. En hér er ég kominn og meðan ég get lagt til lið verð ég í vinnu. En ég þarf að fara mjög varlega.“ Það vakti marga til umhugsunar þegar Víðir sjálfur greindist með Covid-19. Sá sem hafði allt árið verið með varúðarorð vegna veirunnar á lofti, hvatt landsmenn til dáða og skammað þegar honum þótti fólk vera farið að gleyma sér. Gagnrýnisraddir heyrðust varðandi gestagang á heimili Víðis helgina áður en hann greindist með smit. „Þetta eru átta einstaklingar utan minnar fjölskyldu sem komu í heimsókn til okkar á einni helgi,“ segir Víðir. „Auðvitað getur maður alltaf horft til baka og sagt að það hefði átt að gera eitthvað öðruvísi og allt slíkt. Þarna smitast náttúrulega einstaklingar. Eitthvað gekk ekki eins og við vildum. Við töldum okkur vera að gæta allra sóttvarna og annað,“ segir yfirlögregluþjónninn. Þetta sé bara staðan. „Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja.“ Upplýsingafundurinn í dag var sá síðasti fyrir jól. Næst verður fundur mánudaginn 28. desember. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Sjá meira
Reiknað hafði verið með því að Víðir yrði frá vinnu fram yfir áramót. Hann var hins vegar óvænt kominn aftur í eldlínuna á föstudaginn þegar stórar skriður féllu á Seyðisfjörð með hörmulegum afleiðingum. „Heilsan er ágæt,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. „Þetta tekur einhverjar vikur og mánuði að ná sér eftir þetta segja mér sérfræðingar. En hér er ég kominn og meðan ég get lagt til lið verð ég í vinnu. En ég þarf að fara mjög varlega.“ Það vakti marga til umhugsunar þegar Víðir sjálfur greindist með Covid-19. Sá sem hafði allt árið verið með varúðarorð vegna veirunnar á lofti, hvatt landsmenn til dáða og skammað þegar honum þótti fólk vera farið að gleyma sér. Gagnrýnisraddir heyrðust varðandi gestagang á heimili Víðis helgina áður en hann greindist með smit. „Þetta eru átta einstaklingar utan minnar fjölskyldu sem komu í heimsókn til okkar á einni helgi,“ segir Víðir. „Auðvitað getur maður alltaf horft til baka og sagt að það hefði átt að gera eitthvað öðruvísi og allt slíkt. Þarna smitast náttúrulega einstaklingar. Eitthvað gekk ekki eins og við vildum. Við töldum okkur vera að gæta allra sóttvarna og annað,“ segir yfirlögregluþjónninn. Þetta sé bara staðan. „Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja.“ Upplýsingafundurinn í dag var sá síðasti fyrir jól. Næst verður fundur mánudaginn 28. desember.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Sjá meira