Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2020 11:20 Ursula von der Leyen birti þessa mynd með tísti sínu í morgun. Ætla má að myndin sýni forsetann í miðjum samræðum við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. Twitter Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember. „Gott símtal við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. Fullvissaði [Katrínu] um að Ísland fái einnig aðgang að fyrstu sendingum af bóluefninu í tæka tíð fyrir bólusetningardaga Evrópusambandsins, ef samþykki fæst í dag. Við stöndum öll saman í þessu,“ skrifar Von der Leyen á Twitter í morgun. Good phone call with Katrín Jakobsdóttir, Prime Minister of Iceland. Assured @katrinjak that the first shipments of the vaccine can also be made available for Iceland in time for the #EUvaccinationdays, if the approval can be granted today. We're all in this together! pic.twitter.com/LRutNan9VR— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) December 21, 2020 Umræddir „bólusetningardagar“ eru dagana 27., 28. og 29. desember en þá er ráðgert að hefja bólusetningu með bóluefni lyfjaframleiðandanna Pfizer og BioNTech í löndum Evrópusambandsins. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu kemur saman í dag til þess að afgreiða umsókn Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefninu. Búist er við því að leyfið verði samþykkt og að bólusetning hefjist í kjölfarið. Þegar er byrjað að bólusetja með efninu í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Fundar linnulaust um bóluefni í dag Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir í samtali við Vísi að Von der Leyen og Katrín hafi átt símafund um stöðu bóluefna í morgun. Þær hafi m.a. rætt tímalínu dreifingar og afhendingaráætlanir. Þá mun Katrín funda nær linnulaust um bóluefni í dag, að sögn Róberts. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að allar þjóðir Evrópu fái tíu þúsund skammta frá Pfizer strax fyrir eða um jólin. Síðan hæfist hlutfallsleg afhendingaráætlun fyrir öll ríki Evrópu. Samkvæmt henni fær Ísland milli þrjú til fjögur þúsund skammta á viku frá 27. desember og út mars. Ráðgert er að bólusetning geti hafist hér á landi í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur Ísland tryggt sér skammta af bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar í gegnum samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Bloomberg uppfærir Íslandstölur í bóluefnaúttekt Fréttaveitan Bloomberg hefur uppfært tölur fyrir Ísland í úttekt sinni um hversu mikið bóluefni fyrir kórónuveirunni ríki heims hafa tryggt sér. Ísland er nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 61 prósent íbúa, sem er þó öllu minna en heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær í kjölfar úttektarinnar. 21. desember 2020 10:31 Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31 „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
„Gott símtal við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. Fullvissaði [Katrínu] um að Ísland fái einnig aðgang að fyrstu sendingum af bóluefninu í tæka tíð fyrir bólusetningardaga Evrópusambandsins, ef samþykki fæst í dag. Við stöndum öll saman í þessu,“ skrifar Von der Leyen á Twitter í morgun. Good phone call with Katrín Jakobsdóttir, Prime Minister of Iceland. Assured @katrinjak that the first shipments of the vaccine can also be made available for Iceland in time for the #EUvaccinationdays, if the approval can be granted today. We're all in this together! pic.twitter.com/LRutNan9VR— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) December 21, 2020 Umræddir „bólusetningardagar“ eru dagana 27., 28. og 29. desember en þá er ráðgert að hefja bólusetningu með bóluefni lyfjaframleiðandanna Pfizer og BioNTech í löndum Evrópusambandsins. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu kemur saman í dag til þess að afgreiða umsókn Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefninu. Búist er við því að leyfið verði samþykkt og að bólusetning hefjist í kjölfarið. Þegar er byrjað að bólusetja með efninu í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Fundar linnulaust um bóluefni í dag Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir í samtali við Vísi að Von der Leyen og Katrín hafi átt símafund um stöðu bóluefna í morgun. Þær hafi m.a. rætt tímalínu dreifingar og afhendingaráætlanir. Þá mun Katrín funda nær linnulaust um bóluefni í dag, að sögn Róberts. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að allar þjóðir Evrópu fái tíu þúsund skammta frá Pfizer strax fyrir eða um jólin. Síðan hæfist hlutfallsleg afhendingaráætlun fyrir öll ríki Evrópu. Samkvæmt henni fær Ísland milli þrjú til fjögur þúsund skammta á viku frá 27. desember og út mars. Ráðgert er að bólusetning geti hafist hér á landi í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur Ísland tryggt sér skammta af bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar í gegnum samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Bloomberg uppfærir Íslandstölur í bóluefnaúttekt Fréttaveitan Bloomberg hefur uppfært tölur fyrir Ísland í úttekt sinni um hversu mikið bóluefni fyrir kórónuveirunni ríki heims hafa tryggt sér. Ísland er nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 61 prósent íbúa, sem er þó öllu minna en heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær í kjölfar úttektarinnar. 21. desember 2020 10:31 Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31 „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Bloomberg uppfærir Íslandstölur í bóluefnaúttekt Fréttaveitan Bloomberg hefur uppfært tölur fyrir Ísland í úttekt sinni um hversu mikið bóluefni fyrir kórónuveirunni ríki heims hafa tryggt sér. Ísland er nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 61 prósent íbúa, sem er þó öllu minna en heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær í kjölfar úttektarinnar. 21. desember 2020 10:31
Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31
„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24