Býst við að 60 þúsund skammtar verði komnir í lok mars Kristín Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 18. desember 2020 14:26 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að samkvæmt áætlunum sem nú liggi fyrir komi um þrjú til fjögur þúsund skammtar af bóluefni Pfizer til landsins í hverri viku frá því í lok desember og út mars. Þá verði komnir um 60 þúsund skammtar til landsins. Sóttvarnalæknir var öllu svartsýnni á stöðu bóluefnis á upplýsingafundi almannavarna í gær en áður hafði verið gefið út. Hann dró þó nokkuð í land í tilkynningu síðdegis. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir í samtali við fréttastofu að allar þjóðir Evrópu fái tíu þúsund skammta frá Pfizer strax fyrir eða um jólin. Síðan hefjist hlutfallsleg afhendingaráætlun fyrir öll ríki Evrópu. Samkvæmt henni fái Ísland milli þrjú til fjögur þúsund skammta á viku frá 27. desember og út mars. „Þá [í lok mars] erum við komin, með þessum tíu þúsund skömmtum sem við fáum núna, í kringum 59-60 þúsund skammta,“ segir Svandís. Þar sem hver einstaklingur þarf tvo skammta af efninu ættu birgðirnar í lok mars því að duga fyrir þrjátíu þúsund manns. Horfa til fyrstu tveggja ársfjórðunga Áætlanir um framhaldið snúist svo um hvernig fyrstu skömmtunum verður ráðstafað. Líkt og fram kom í gær verða Þær snúast um hvernig skömmtunum verður ráðstafað fyrst; heilbrigðisstarfsfólk í fremstu framlínu og íbúar á öldrunarstofnunum, um fimm þúsund manns í allt, eru í fyrsta forgangi. „Þá getum við nýtt þessa tíu þúsund skammta fyrir fimm þúsund manns með mjög markvissum hætti fyrir það fólk sem er í sem mestri hættu,“ segir Svandís. „Eðli málsins samkvæmt höldum við áfram samkvæmt forgangsröðun sóttvarnalæknis, eftir því sem efnin koma til landsins vinnum við okkur niður listann.“ Svandís bendir á að í fyrstu fimm forgangshópunum séu um 12 þúsund manns en svo 73 þúsund manns í sjötta hópnum, 60 ára og eldri. Þá sé jafnframt skörun milli þessara hópa. En hvenær er áætlað að búið verði að bólusetja framlínufólk og áhættuhópa? „Af því að við erum að nýta þessa fyrstu skammta með þessum hætti náum við að dekka þessa hópa sem eru alveg í fremstu framlínu og íbúa á hjúkrunarheimilum strax núna milli jóla og nýárs. Mótefnasvarið mun þurfa tíma til að koma fram. En síðan munum við væntanlega beina sjónum okkar að elsta fólkinu, 80 plús, og svo framvegis eftir því sem þessu vindur fram. Og við gerum ráð fyrir því að við séum búin að ná utan um þetta á tveimur fyrstu ársfjórðungunum, að teknu tilliti til allra óvissuþátta, svo það sé sagt,“ segir Svandís. Gert sé ráð fyrir „mjög góðri“ stöðu fyrir mitt næsta ár. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Flýta mati á bóluefni Moderna um viku Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun flýta mati á bóluefni frá Moderna . Fundurinn, sem áður átti að halda 12. janúar, fer fram 6. janúar í staðinn. Reynt verður að ljúka mati á bóluefninu á fundinum og þegar það liggur fyrir mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins reyna að gefa út markaðsleyfi á fáeinum dögum. 18. desember 2020 13:17 Vonast eftir skýrari svörum um stöðu bóluefnis í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir verkefni dagsins vera að ræða við dreifingaraðila bóluefnis Pfizer og finna út hver staða mála sé gagnvart Evrópu. Tilkynning var send út frá lyfjarisanum í kjölfar umræðu vestanhafs um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnisins. 18. desember 2020 09:47 Áhyggjuefni að fólkið viti ekki hvar eða hvernig það smitaðist Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að hluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í gær hafi engin tengsl við aðra smitaða. Þetta sé vísbending um útbreiðslu veirunnar. Hann áréttar að nú sé mikill áhættutími genginn í garð. 18. desember 2020 12:33 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Sjá meira
Sóttvarnalæknir var öllu svartsýnni á stöðu bóluefnis á upplýsingafundi almannavarna í gær en áður hafði verið gefið út. Hann dró þó nokkuð í land í tilkynningu síðdegis. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir í samtali við fréttastofu að allar þjóðir Evrópu fái tíu þúsund skammta frá Pfizer strax fyrir eða um jólin. Síðan hefjist hlutfallsleg afhendingaráætlun fyrir öll ríki Evrópu. Samkvæmt henni fái Ísland milli þrjú til fjögur þúsund skammta á viku frá 27. desember og út mars. „Þá [í lok mars] erum við komin, með þessum tíu þúsund skömmtum sem við fáum núna, í kringum 59-60 þúsund skammta,“ segir Svandís. Þar sem hver einstaklingur þarf tvo skammta af efninu ættu birgðirnar í lok mars því að duga fyrir þrjátíu þúsund manns. Horfa til fyrstu tveggja ársfjórðunga Áætlanir um framhaldið snúist svo um hvernig fyrstu skömmtunum verður ráðstafað. Líkt og fram kom í gær verða Þær snúast um hvernig skömmtunum verður ráðstafað fyrst; heilbrigðisstarfsfólk í fremstu framlínu og íbúar á öldrunarstofnunum, um fimm þúsund manns í allt, eru í fyrsta forgangi. „Þá getum við nýtt þessa tíu þúsund skammta fyrir fimm þúsund manns með mjög markvissum hætti fyrir það fólk sem er í sem mestri hættu,“ segir Svandís. „Eðli málsins samkvæmt höldum við áfram samkvæmt forgangsröðun sóttvarnalæknis, eftir því sem efnin koma til landsins vinnum við okkur niður listann.“ Svandís bendir á að í fyrstu fimm forgangshópunum séu um 12 þúsund manns en svo 73 þúsund manns í sjötta hópnum, 60 ára og eldri. Þá sé jafnframt skörun milli þessara hópa. En hvenær er áætlað að búið verði að bólusetja framlínufólk og áhættuhópa? „Af því að við erum að nýta þessa fyrstu skammta með þessum hætti náum við að dekka þessa hópa sem eru alveg í fremstu framlínu og íbúa á hjúkrunarheimilum strax núna milli jóla og nýárs. Mótefnasvarið mun þurfa tíma til að koma fram. En síðan munum við væntanlega beina sjónum okkar að elsta fólkinu, 80 plús, og svo framvegis eftir því sem þessu vindur fram. Og við gerum ráð fyrir því að við séum búin að ná utan um þetta á tveimur fyrstu ársfjórðungunum, að teknu tilliti til allra óvissuþátta, svo það sé sagt,“ segir Svandís. Gert sé ráð fyrir „mjög góðri“ stöðu fyrir mitt næsta ár.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Flýta mati á bóluefni Moderna um viku Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun flýta mati á bóluefni frá Moderna . Fundurinn, sem áður átti að halda 12. janúar, fer fram 6. janúar í staðinn. Reynt verður að ljúka mati á bóluefninu á fundinum og þegar það liggur fyrir mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins reyna að gefa út markaðsleyfi á fáeinum dögum. 18. desember 2020 13:17 Vonast eftir skýrari svörum um stöðu bóluefnis í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir verkefni dagsins vera að ræða við dreifingaraðila bóluefnis Pfizer og finna út hver staða mála sé gagnvart Evrópu. Tilkynning var send út frá lyfjarisanum í kjölfar umræðu vestanhafs um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnisins. 18. desember 2020 09:47 Áhyggjuefni að fólkið viti ekki hvar eða hvernig það smitaðist Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að hluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í gær hafi engin tengsl við aðra smitaða. Þetta sé vísbending um útbreiðslu veirunnar. Hann áréttar að nú sé mikill áhættutími genginn í garð. 18. desember 2020 12:33 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Sjá meira
Flýta mati á bóluefni Moderna um viku Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun flýta mati á bóluefni frá Moderna . Fundurinn, sem áður átti að halda 12. janúar, fer fram 6. janúar í staðinn. Reynt verður að ljúka mati á bóluefninu á fundinum og þegar það liggur fyrir mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins reyna að gefa út markaðsleyfi á fáeinum dögum. 18. desember 2020 13:17
Vonast eftir skýrari svörum um stöðu bóluefnis í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir verkefni dagsins vera að ræða við dreifingaraðila bóluefnis Pfizer og finna út hver staða mála sé gagnvart Evrópu. Tilkynning var send út frá lyfjarisanum í kjölfar umræðu vestanhafs um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnisins. 18. desember 2020 09:47
Áhyggjuefni að fólkið viti ekki hvar eða hvernig það smitaðist Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að hluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í gær hafi engin tengsl við aðra smitaða. Þetta sé vísbending um útbreiðslu veirunnar. Hann áréttar að nú sé mikill áhættutími genginn í garð. 18. desember 2020 12:33