Fótbolti

Sjeik lenti í Kaup­manna­höfn og vildi samnings­bundinn Sol­bakken með: „Ég lendi og þú kemur með“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ståle á æfingasvæði FCK í Frederiksberg hverfinu í Danmörku á heitum sumardegi.
Ståle á æfingasvæði FCK í Frederiksberg hverfinu í Danmörku á heitum sumardegi. Lars Ronbog/Getty

Ståle Solbakken tók við norska landsliðinu á dögunum af Íslandsvininum Lars Lagerback. Sá sænski fékk sparkið og Norðmaðurinn Ståle tók við en Ståle sjálfum var sparkað frá FCK í byrjun október.

Ståle náði ótrúlegum árangri með Kaupmannahafnarliðið en eftir vandræðabyrjun á tímabilinu 2020/2021 ákvað danska liðið að skipta Ståle út fyrir Jess Thorup.

Hann hefur fengið ansi skemmtileg tilboð í gegnum tíðina og hann greindi frá þeim í hlaðvarpsþættinum B-laget sem TV2 í Noregi setndur fyrir.

„Ótrúlegasta tilboðið sem ég hef fengið var frá en sjeik held ég. Ég man ekki frá hvaða landi hann var en hann sendi mér bara SMS að hann væri að lenda á Kastrup á ákveðnum tíma og vildi vita hvort ég gæti ekki bara komið upp í vélina,“ sagði Ståle og hélt áfram.

„Hann tók þessu sem sjálfsögðum hlut, að allt væri klárt, þrátt fyrir að ég væri á samningi hjá FCK. „Ég lendi og þú kemur.“ Svo sendi hann mér myndband af Parken og ég spurði sjálfan mig hvort að þetta væri grín.“

Í tvígang hefur hann fengið boð frá arabísku furstadæmunum, síðast árið 2018, en það heillaði hann þó ekki.

„Það hefur gerst tvisvar. Ég hefði getað þénað meira á einu ári en ég hef gert á öllum mínum þjálfaraferli en þetta var ekki eitthvað fyrir mig. Að minnsta kosti ekki núna,“ sagði Solbakken þá við Ekstra Bladet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×