Hætt að bjóða upp á útiæfingar eftir að lögreglan mætti í morgun Sylvía Hall skrifar 19. desember 2020 17:03 Yfirþjálfari í CrossFit Kötlu segir útiæfingarnar hafa gengið vel til þessa. Brynjar Helgi Ingólfsson, yfirþjálfari í CrossFit Kötlu, fékk óvænta heimsókn á útiæfingu stöðvarinnar í morgun. Rétt fyrir klukkan ellefu mætti lögreglan á svæðið og í kjölfarið var stöðinni gert að loka. „Löggan mætir á svæðið korter í ellefu í morgun, kemur fyrst og spyr mig hvað fer þarna fram og fer síðan. Svo kemur hún aftur fimm mínútum seinna og segir að það sé búið að úrskurða að þetta sé óheimilt, við séum líkamsræktarstöð og eigum að vera lokuð,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Brynjar tilkynnti iðkendum í dag að útiæfingarnar yrðu ekki fleiri.Skjáskot Hann segir stöðina hafa ákveðið að bjóða upp á útiæfingar þegar útlit var að það rúmaðist innan núgildandi reglugerðar. Iðkendur hafi tekið því fagnandi og mætt í öllum veðrum, enda gengið út frá því að slíkt væri heimilt. „Við höfum verið að bjóða upp á útiæfingar fyrir iðkendur síðan það átti að vera leyft samkvæmt reglugerð og texta frá heilbrigðisráðuneytinu. Þá stendur inni á vef ráðuneytisins að skipulagðar útiæfingar séu heimilaðar öllum svo lengi sem verið er að uppfylla skilyrði með tíu manna samkomutakmörkum.“ Ekkert mál að tryggja sóttvarnir Hann segir æfingarnar hafa gengið vel fyrir sig. Mikil aðsókn sé í tímana og allt að sex til níu mæti hverju sinni. Þá sé ekkert mál að viðhalda sóttvörnum, enda gífurlega stórt svæði fyrir hvern hóp þegar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Það er minnsta mál í heimi. Við erum á bílastæðinu, ýmist fyrir framan húsið eða aftan. Við erum á gríðarlega miklu flæmi og allt að fimm metrar á milli manna. Allur búnaður þrifinn og sprittaður þegar fólk er búið að nota hann,“ segir Brynjar. Hann segir lögreglumennina hafa verið almennilega, en það hafi þó komið honum á óvart að hann þyrfti að loka svo skyndilega. Líkamsræktarstöðvar hafi staðið í þeirri trú að skipulagðar útiæfingar væru heimilar en hann sé búinn að senda fyrirspurn til ráðuneytisins. „Lögreglan sagði að við þyrftum að loka. Við mættum klára þennan tíma en það yrðu ekki fleiri tímar. Við kláruðum þá tímann og settum svo tilkynningu að þetta væri hætt. Ég er búinn að senda erindi á ráðuneytið og spyrja út í þetta, hvort þetta sé heimilt eða ekki. Mér finnst þetta vera skýrt en greinilega ekki löggunni.“ CrossFit Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Löggan mætir á svæðið korter í ellefu í morgun, kemur fyrst og spyr mig hvað fer þarna fram og fer síðan. Svo kemur hún aftur fimm mínútum seinna og segir að það sé búið að úrskurða að þetta sé óheimilt, við séum líkamsræktarstöð og eigum að vera lokuð,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Brynjar tilkynnti iðkendum í dag að útiæfingarnar yrðu ekki fleiri.Skjáskot Hann segir stöðina hafa ákveðið að bjóða upp á útiæfingar þegar útlit var að það rúmaðist innan núgildandi reglugerðar. Iðkendur hafi tekið því fagnandi og mætt í öllum veðrum, enda gengið út frá því að slíkt væri heimilt. „Við höfum verið að bjóða upp á útiæfingar fyrir iðkendur síðan það átti að vera leyft samkvæmt reglugerð og texta frá heilbrigðisráðuneytinu. Þá stendur inni á vef ráðuneytisins að skipulagðar útiæfingar séu heimilaðar öllum svo lengi sem verið er að uppfylla skilyrði með tíu manna samkomutakmörkum.“ Ekkert mál að tryggja sóttvarnir Hann segir æfingarnar hafa gengið vel fyrir sig. Mikil aðsókn sé í tímana og allt að sex til níu mæti hverju sinni. Þá sé ekkert mál að viðhalda sóttvörnum, enda gífurlega stórt svæði fyrir hvern hóp þegar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Það er minnsta mál í heimi. Við erum á bílastæðinu, ýmist fyrir framan húsið eða aftan. Við erum á gríðarlega miklu flæmi og allt að fimm metrar á milli manna. Allur búnaður þrifinn og sprittaður þegar fólk er búið að nota hann,“ segir Brynjar. Hann segir lögreglumennina hafa verið almennilega, en það hafi þó komið honum á óvart að hann þyrfti að loka svo skyndilega. Líkamsræktarstöðvar hafi staðið í þeirri trú að skipulagðar útiæfingar væru heimilar en hann sé búinn að senda fyrirspurn til ráðuneytisins. „Lögreglan sagði að við þyrftum að loka. Við mættum klára þennan tíma en það yrðu ekki fleiri tímar. Við kláruðum þá tímann og settum svo tilkynningu að þetta væri hætt. Ég er búinn að senda erindi á ráðuneytið og spyrja út í þetta, hvort þetta sé heimilt eða ekki. Mér finnst þetta vera skýrt en greinilega ekki löggunni.“
CrossFit Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48