Mikið byggt á Hellu – unga fólkið flytur heim Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. desember 2020 14:08 Það er allt að gerast á Hellu, sem er í Rangárþingi ytra þegar kemur að nýju húsnæði í nýju hverfi í þorpinu en nú er verið að byggja þar þrjátíu nýjar íbúðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil uppbygging á sér nú stað á Hellu en þar hefur nýtt fólk flutt inn í þrjátíu nýjar íbúðir og nú er hafnar bygging á þrjátíu nýjum íbúðum til viðbótar. Hella tilheyrir Rangárþingi ytra í Rangárvallasýslu. Mikil uppbygging á sér stað á Hellu þegar kemur að byggingu íbúðarhúsa í nýjum hverfum og er stöðugt verið að úthluta nýjum lóðum á Öldusvæðinu svokallaða, sem er rétt fyrir neðan flugvöllinn á Hellu. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri er að sjálfsögðu kampakátur með alla þessa uppbyggingu. „Fólk er bara að flytja heim á ný eftir að vera búið að mennta sig og stofna fjölskyldu, það er bara að koma heim aftur og ætlar að eiga hér heima, ég held að það sé stærsta ástæðan og svo er náttúrulega alltaf einhver tilflutningur á fólki,“ segir Ágúst. „Við komumst að því þegar við gerðum húsnæðisáætlun hérna 2017-2018 fyrir sveitarfélagið að við bjuggum eiginlega öll í einbýlishúsum. Þá vantaði alveg inn í þetta hjá okkur minni íbúðir og ódýrari íbúðir,“ bætir Ágúst við. Ágúst hrósar verktökum hvað þeir hafi verið duglegir að byggja á Hellu og útsjónarsamir með stærð og frágang íbúða. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, sem er mjög ánægður með alla þá uppbyggingu sem á sér staða á Hellu hvað varðar nýju íbúðirnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það er í rauninni að verða búið að byggja þrjátíu íbúðir núna, sem var bara flutt inn í um leið og þær voru tilbúnar, þær seldust allar og núna er búið að útdeila öðrum þrjátíu, þannig að það eru þrjátíu að fara af stað aftur, þannig að þetta er þó nokkuð mikið í ekki stærra sveitarfélagi“. Þetta hljóta að vera frábærar fréttir* „Já, þetta eru yndislegar fréttir, það er bara þannig, fólk hefur trú á því að búa hérna enda er frábært að vera hérna eins og allir vita,“ segir Ágúst. Rangárþing ytra Húsnæðismál Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Hella tilheyrir Rangárþingi ytra í Rangárvallasýslu. Mikil uppbygging á sér stað á Hellu þegar kemur að byggingu íbúðarhúsa í nýjum hverfum og er stöðugt verið að úthluta nýjum lóðum á Öldusvæðinu svokallaða, sem er rétt fyrir neðan flugvöllinn á Hellu. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri er að sjálfsögðu kampakátur með alla þessa uppbyggingu. „Fólk er bara að flytja heim á ný eftir að vera búið að mennta sig og stofna fjölskyldu, það er bara að koma heim aftur og ætlar að eiga hér heima, ég held að það sé stærsta ástæðan og svo er náttúrulega alltaf einhver tilflutningur á fólki,“ segir Ágúst. „Við komumst að því þegar við gerðum húsnæðisáætlun hérna 2017-2018 fyrir sveitarfélagið að við bjuggum eiginlega öll í einbýlishúsum. Þá vantaði alveg inn í þetta hjá okkur minni íbúðir og ódýrari íbúðir,“ bætir Ágúst við. Ágúst hrósar verktökum hvað þeir hafi verið duglegir að byggja á Hellu og útsjónarsamir með stærð og frágang íbúða. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, sem er mjög ánægður með alla þá uppbyggingu sem á sér staða á Hellu hvað varðar nýju íbúðirnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það er í rauninni að verða búið að byggja þrjátíu íbúðir núna, sem var bara flutt inn í um leið og þær voru tilbúnar, þær seldust allar og núna er búið að útdeila öðrum þrjátíu, þannig að það eru þrjátíu að fara af stað aftur, þannig að þetta er þó nokkuð mikið í ekki stærra sveitarfélagi“. Þetta hljóta að vera frábærar fréttir* „Já, þetta eru yndislegar fréttir, það er bara þannig, fólk hefur trú á því að búa hérna enda er frábært að vera hérna eins og allir vita,“ segir Ágúst.
Rangárþing ytra Húsnæðismál Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira