Innlent

Mikið byggt á Hellu – unga fólkið flytur heim

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Það er allt að gerast á Hellu, sem er í Rangárþingi ytra þegar kemur að nýju húsnæði í nýju hverfi í þorpinu en nú er verið að byggja þar þrjátíu nýjar íbúðir.
Það er allt að gerast á Hellu, sem er í Rangárþingi ytra þegar kemur að nýju húsnæði í nýju hverfi í þorpinu en nú er verið að byggja þar þrjátíu nýjar íbúðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikil uppbygging á sér nú stað á Hellu en þar hefur nýtt fólk flutt inn í þrjátíu nýjar íbúðir og nú er hafnar bygging á þrjátíu nýjum íbúðum til viðbótar.

Hella tilheyrir Rangárþingi ytra í Rangárvallasýslu. Mikil uppbygging á sér stað á Hellu þegar kemur að byggingu íbúðarhúsa í nýjum hverfum og er stöðugt verið að úthluta nýjum lóðum á Öldusvæðinu svokallaða, sem er rétt fyrir neðan flugvöllinn á Hellu.

Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri er að sjálfsögðu kampakátur með alla þessa uppbyggingu.

„Fólk er bara að flytja heim á ný eftir að vera búið að mennta sig og stofna fjölskyldu, það er bara að koma heim aftur og ætlar að eiga hér heima, ég held að það sé stærsta ástæðan og svo er náttúrulega alltaf einhver tilflutningur á fólki,“ segir Ágúst.

„Við komumst að því þegar við gerðum húsnæðisáætlun hérna 2017-2018 fyrir sveitarfélagið að við bjuggum eiginlega öll í einbýlishúsum. Þá vantaði alveg inn í þetta hjá okkur minni íbúðir og ódýrari íbúðir,“ bætir Ágúst við.

Ágúst hrósar verktökum hvað þeir hafi verið duglegir að byggja á Hellu og útsjónarsamir með stærð og frágang íbúða.

Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, sem er mjög ánægður með alla þá uppbyggingu sem á sér staða á Hellu hvað varðar nýju íbúðirnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Já, það er í rauninni að verða búið að byggja þrjátíu íbúðir núna, sem var bara flutt inn í um leið og þær voru tilbúnar, þær seldust allar og núna er búið að útdeila öðrum þrjátíu, þannig að það eru þrjátíu að fara af stað aftur, þannig að þetta er þó nokkuð mikið í ekki stærra sveitarfélagi“.

Þetta hljóta að vera frábærar fréttir*

„Já, þetta eru yndislegar fréttir, það er bara þannig, fólk hefur trú á því að búa hérna enda er frábært að vera hérna eins og allir vita,“ segir Ágúst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×