Innlent

Myndband af stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Seyðisfirði síðdegis.
Frá Seyðisfirði síðdegis. Vísir

Neyðarstigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði eftir að skriður féllu síðdegis í dag. Stefnt er að því að rýma bæinn.

Risastór skriða féll í bænum um þrjúleytið í dag. Tökumaður Stöðvar 2 á svæðinu náði skriðunni á upptöku eins og sést hér að neðan.

Almannavarnir eru að stækka rýmingarsvæði í bænum og biðja fólk sem er á rýmingarsvæði að gefa sig fram í fjöldahjálparstöðini í Herðubreið eða hringja í 1717. Björgunarsveitir á Austurlandi hafa verið kallaðar út og eru á leið á vettvang svo og lögreglumenn víða af landinu.

Allar nýjustu upplýsingar af gangi mála á Seyðisfirði má finna í Vaktinni á Vísi.


Tengdar fréttir

Stefnt að því að rýma Seyðisfjörð

Allir íbúar Seyðisfjarðar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöðinni í bænum. Almannavarnir stefna að því að rýma bæinn. Stór aurskriða féll þar um klukkan þrjú. Óttast er að hún hafi fallið á stærra svæði en í fyrstu var talið og að tjónið sé mikið.

Minnst tíu hús skemmdust þegar stór skriða féll

Aurskriða féll á hús á Seyðisfirði um klukkan þrjú. Hún er mögulega sú stærsta sem fallið hefur á svæðinu á síðustu dögum. Skriður falla enn. Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að hækka almannavarnastig á Seyðisfirði úr hættustigi í neyðarstig. Stefnt er að því að rýma bæinn.

Kom til landsins til að bjarga eigum sínum en húsið fór degi seinna

Cordoula Fchrand, eigandi einbýlishússins Breiðabliks við Austurveg á Seyðisfirði, segist ekki bjartsýn á að eitthvað sé eftir af eignum hennar í húsinu. Stór aurskriða úr Nautaklauf tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×