Innlent

Stefnt að því að rýma Seyðisfjörð

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Seyðfirðingar safnast saman í fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu Herðubreið.
Seyðfirðingar safnast saman í fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu Herðubreið. Vísir/Egill

Allir íbúar Seyðisfjarðar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöðinni í bænum. Almannavarnir stefna að því að rýma bæinn. Stór aurskriða féll þar um klukkan þrjú. Óttast er að hún hafi fallið á stærra svæði en í fyrstu var talið og að tjónið sé mikið.

Almannavarnir eru að stækka rýmingarsvæði í bænum og biðja fólk sem er á rýmingarsvæði að gefa sig fram í fjöldahjálparstöðini í Herðubreið eða hringja í 1717. Björgunarsveitir á Austurlandi hafa verið kallaðar út og eru á leið á vettvang svo og lögreglumenn víða af landinu.

Rýma á nú svokallað A-svæði samkvæmt ofanflóðahættumati. A-svæði nær yfir Botnahlíð, Bröttuhlíð, Múlaveg, hluta Túngötu, Hluta Miðtúns, Brekkuvegs, Baugsvegs, hluta Austurvegs, Hafnargötu og Fossgötu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×