Minnst tíu hús skemmdust þegar stór skriða féll Ritstjórn skrifar 18. desember 2020 15:08 Lögregla stendur vaktina á svæðinu en eins og sjá má er húsið gjörónýtt. Vísir/Egill Aurskriða féll á hús á Seyðisfirði um klukkan þrjú. Hún er mögulega sú stærsta sem fallið hefur á svæðinu á síðustu dögum. Ekki er vitað um nein slys á fólki að svo stöddu. Almannavarnarstig á Seyðisfirði hefur verið hækkað úr hættustigi í neyðarstig. Stefnt er að því að rýma bæinn. Nýjustu fréttir frá Seyðisfirði má nálgast í vaktinni neðst í fréttinni. Fólk sást hlaupa út úr húsum og undan skriðunni sem féll úr Botnabrú, milli Brúarár og Stöðvarlækjar. Gríðarlegur viðbúnaður er á svæðinu og fólki er mjög brugðið. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum skemmdust að minnsta kosti tíu hús þegar skriðan féll. Myndband af skriðunni falla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þetta er annað húsið sem verður aurskirðum að bráð á Seyðisfirði. Stórt hús færðist um fimmtíu metra úr stað í nótt þegar önnur af tveimur skriðum næturnnar féllu úr Nautaklauf. Það hús var mannlaust. Hér fyrir neðan sjást skriðurnar sem féllu í nótt og í dag sjást. Sú stóra síðdegis sést rauðmerkt fara yfir Hafnarveg. Grafík/HÞ Helstu fréttir frá Seyðisfirði nú síðdegis og í kvöld má nálgast í vaktinni hér fyrir neðan.
Nýjustu fréttir frá Seyðisfirði má nálgast í vaktinni neðst í fréttinni. Fólk sást hlaupa út úr húsum og undan skriðunni sem féll úr Botnabrú, milli Brúarár og Stöðvarlækjar. Gríðarlegur viðbúnaður er á svæðinu og fólki er mjög brugðið. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum skemmdust að minnsta kosti tíu hús þegar skriðan féll. Myndband af skriðunni falla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þetta er annað húsið sem verður aurskirðum að bráð á Seyðisfirði. Stórt hús færðist um fimmtíu metra úr stað í nótt þegar önnur af tveimur skriðum næturnnar féllu úr Nautaklauf. Það hús var mannlaust. Hér fyrir neðan sjást skriðurnar sem féllu í nótt og í dag sjást. Sú stóra síðdegis sést rauðmerkt fara yfir Hafnarveg. Grafík/HÞ Helstu fréttir frá Seyðisfirði nú síðdegis og í kvöld má nálgast í vaktinni hér fyrir neðan.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Kom til landsins til að bjarga eigum sínum en húsið fór degi seinna Cordoula Fchrand, eigandi einbýlishússins Breiðabliks við Austurveg á Seyðisfirði, segist ekki bjartsýn á að eitthvað sé eftir af eignum hennar í húsinu. Stór aurskriða úr Nautaklauf tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra 18. desember 2020 13:20 Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Kom til landsins til að bjarga eigum sínum en húsið fór degi seinna Cordoula Fchrand, eigandi einbýlishússins Breiðabliks við Austurveg á Seyðisfirði, segist ekki bjartsýn á að eitthvað sé eftir af eignum hennar í húsinu. Stór aurskriða úr Nautaklauf tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra 18. desember 2020 13:20
Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08