Áhyggjuefni að fólkið viti ekki hvar eða hvernig það smitaðist Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2020 12:33 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að hluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í gær hafi engin tengsl við aðra smitaða. Þetta sé vísbending um útbreiðslu veirunnar. Hann áréttar að nú sé mikill áhættutími genginn í garð. Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af átta í sóttkví. Fjórir sem greindust voru þannig ekki í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að tölurnar séu heldur hærri en undanfarna daga. „Vel að merkja voru tekin fleiri sýni í gær en oft áður. En það sem kannski vekur áhyggjur er að það eru fjórir utan sóttkvíar og svo veit ég að fólk hefur verið að smitast sem hefur ekki tengsl við neinn og við vitum ekkert hvaðan þetta kemur. Sem segir okkur að veiran sé þarna úti,“ segir Þórólfur. „Og það vekur áhyggjur um það, í svona óróleika eins og er í samfélaginu núna þar sem margir eru á faraldsfæti, að fara um allt, fara í búðir og litlar veislur, að þetta geti blossað upp. Og það er það sem ég hef áhyggjur af núna.“ Verður fróðlegt að fylgjast með helginni Talsvert var fjallað um hópamyndanir síðustu helgi. Lögreglu bárust tugir tilkynninga um samkvæmi og þá vöktu fjölmennir útitónleikar á Laugavegi athygli. Þórólfur veit ekki til þess að neinn hafi greinst í tengslum við helgina – að minnsta kosti ekki enn. Einhverjir hafi greinst í tengslum við fyrri hópsýkingar á vinnustöðum og í skólum. „En svo eru líka að koma inn einstaklingar sem vita ekkert hvar þeir hafa smitast og hafa ekki verið endilega í þessum hópamyndunum niðri í bæ. Það er ekki komið fram enn þá en verður fróðlegt að sjá hvað gerist núna um helgina hvað það varðar. En þetta er áhættutími sem er í gangi núna og það er akkúrat þess vegna sem við erum með þessar hörðu aðgerðir í gangi núna,“ segir Þórólfur. Inntur eftir því hvort búast megi við því að tölur yfir nýsmitaða hækki næstu daga kveðst Þórólfur ekki vilja spá því. „En maður hefur ákveðnar áhyggjur af því að það gæti gerst, já.“ Líður vel í sóttkví Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu er nú að skipuleggja sýnatökuna yfir jóladagana sem nú fara í hönd. „Hvort það verður hluta úr degi eða hvort verður lokað til dæmis á jóladag, það á eftir að koma í ljós og ég geri ráð fyrir að þau muni auglýsa það,“ segir Þórólfur. Greint var frá því í gær að Þórólfur væri kominn í sóttkví eftir að smit kom upp hjá sóttvarnasviði landlæknisembættisins. Þórólfur fór í sýnatöku í gær og reyndist neikvæður fyrir veirunni. „Ég hef það fínt, mér líður vel. Náttúrulega leiðinlegt að vera í sóttkví en þetta hafa mörg þúsund Íslendingar þurft að ganga í gegnum þannig að mér er svosem engin vorkunn. Ég sit bara á skrifstofunni og vinn bara, það er verst að geta ekki komist heim til sín og verið með fjölskyldunni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tólf greindust innanlands Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átta þeirra sem greindust voru í sóttkví, en fjórir ekki. 18. desember 2020 10:50 Áhyggjufullur yfir smærri hópamyndunum um jólin Sóttvarnalæknir segist áhyggjufullur yfir því að fólk safnist saman í mörgum litlum hópum yfir hátíðarnar. Enn sé mikil hætta á því að kórónuveiran dreifist manna á milli og segir hann ekki þurfa nema einn einstakling sem fer í marga litla hópa til þess að eitt stórt hópsmit blasi við okkur. 17. desember 2020 18:12 Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns. 17. desember 2020 16:41 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af átta í sóttkví. Fjórir sem greindust voru þannig ekki í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að tölurnar séu heldur hærri en undanfarna daga. „Vel að merkja voru tekin fleiri sýni í gær en oft áður. En það sem kannski vekur áhyggjur er að það eru fjórir utan sóttkvíar og svo veit ég að fólk hefur verið að smitast sem hefur ekki tengsl við neinn og við vitum ekkert hvaðan þetta kemur. Sem segir okkur að veiran sé þarna úti,“ segir Þórólfur. „Og það vekur áhyggjur um það, í svona óróleika eins og er í samfélaginu núna þar sem margir eru á faraldsfæti, að fara um allt, fara í búðir og litlar veislur, að þetta geti blossað upp. Og það er það sem ég hef áhyggjur af núna.“ Verður fróðlegt að fylgjast með helginni Talsvert var fjallað um hópamyndanir síðustu helgi. Lögreglu bárust tugir tilkynninga um samkvæmi og þá vöktu fjölmennir útitónleikar á Laugavegi athygli. Þórólfur veit ekki til þess að neinn hafi greinst í tengslum við helgina – að minnsta kosti ekki enn. Einhverjir hafi greinst í tengslum við fyrri hópsýkingar á vinnustöðum og í skólum. „En svo eru líka að koma inn einstaklingar sem vita ekkert hvar þeir hafa smitast og hafa ekki verið endilega í þessum hópamyndunum niðri í bæ. Það er ekki komið fram enn þá en verður fróðlegt að sjá hvað gerist núna um helgina hvað það varðar. En þetta er áhættutími sem er í gangi núna og það er akkúrat þess vegna sem við erum með þessar hörðu aðgerðir í gangi núna,“ segir Þórólfur. Inntur eftir því hvort búast megi við því að tölur yfir nýsmitaða hækki næstu daga kveðst Þórólfur ekki vilja spá því. „En maður hefur ákveðnar áhyggjur af því að það gæti gerst, já.“ Líður vel í sóttkví Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu er nú að skipuleggja sýnatökuna yfir jóladagana sem nú fara í hönd. „Hvort það verður hluta úr degi eða hvort verður lokað til dæmis á jóladag, það á eftir að koma í ljós og ég geri ráð fyrir að þau muni auglýsa það,“ segir Þórólfur. Greint var frá því í gær að Þórólfur væri kominn í sóttkví eftir að smit kom upp hjá sóttvarnasviði landlæknisembættisins. Þórólfur fór í sýnatöku í gær og reyndist neikvæður fyrir veirunni. „Ég hef það fínt, mér líður vel. Náttúrulega leiðinlegt að vera í sóttkví en þetta hafa mörg þúsund Íslendingar þurft að ganga í gegnum þannig að mér er svosem engin vorkunn. Ég sit bara á skrifstofunni og vinn bara, það er verst að geta ekki komist heim til sín og verið með fjölskyldunni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tólf greindust innanlands Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átta þeirra sem greindust voru í sóttkví, en fjórir ekki. 18. desember 2020 10:50 Áhyggjufullur yfir smærri hópamyndunum um jólin Sóttvarnalæknir segist áhyggjufullur yfir því að fólk safnist saman í mörgum litlum hópum yfir hátíðarnar. Enn sé mikil hætta á því að kórónuveiran dreifist manna á milli og segir hann ekki þurfa nema einn einstakling sem fer í marga litla hópa til þess að eitt stórt hópsmit blasi við okkur. 17. desember 2020 18:12 Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns. 17. desember 2020 16:41 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Tólf greindust innanlands Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átta þeirra sem greindust voru í sóttkví, en fjórir ekki. 18. desember 2020 10:50
Áhyggjufullur yfir smærri hópamyndunum um jólin Sóttvarnalæknir segist áhyggjufullur yfir því að fólk safnist saman í mörgum litlum hópum yfir hátíðarnar. Enn sé mikil hætta á því að kórónuveiran dreifist manna á milli og segir hann ekki þurfa nema einn einstakling sem fer í marga litla hópa til þess að eitt stórt hópsmit blasi við okkur. 17. desember 2020 18:12
Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns. 17. desember 2020 16:41