Hamrén og Jón Þór kusu fyrir Ísland en Lagerbäck fékk ekki að kjósa fyrir Noreg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2020 09:05 Lars Lagerbäck tók ekki þátt í kosningunni í gær. Getty/Liam McBurney Norðmenn ráku Lars Lagerbäck á dögunum og leyfðu honum ekki einu sinni að kjósa besta leikmann og þjálfara heims. Erik Hamrén, Aron Einar Gunnarsson, Sara Björk Gunnarsdóttir, Jón Þór Hauksson og Víðir Sigurðsson kusu fyrir hönd Íslands þegar FIFA verðlaunaði besta leikmann og besta þjálfara ársins í gær. Landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar kusu fyrir hönd sinna þjóða eins og venjan er hjá þessum verðlaunum. Í viðbót fékk einn íþróttafréttamaður frá hverju landi að kjósa. Það var hins vegar ekki nóg fyrir fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins að stýra landsliði í ellefu af tólf mánuðum ársins. Lars Lagerbäck stýrði norska landsliðinu í öllum leikjum ársins en missti starfið á dögunum þegar Norðmenn ráku hann og réðu í staðinn Ståle Solbakken. Athygli vakti að Lars fékk ekki að kjósa hjá FIFA heldur var það Ståle Solbakken sem kaus sem þjálfari norska landsliðsins. Það fylgir ekki sögunni hvort Lagerbäck hafi afþakkað boðið eða hvort að þetta sé ákvörðun norska sambandsins. Solbakken valdi Robert Lewandowski og í næstu sætum komu síðan þeir Lionel Messi og Sergio Ramos. Íslensku landsliðsþjálfararnir eru báðir hættir en þeir fengu samt báðir að kjósa. Það réði því kannski að Guðni Bergsson er ekki búinn að ráða þjálfara í stað þeirra Erik Hamrén og Jón Þórs Haukssonar. Erik Hamrén valdi Robert Lewandowski besta leikmanninn og í næstu sætum voru síðan Kevin De Bruyne og Virgil van Dijk. Aron Einar Gunnarsson kaus sem fyrirliði íslenska landsliðsins. Hann valdi Lewandowski líka besta leikmanninn en hjá honum komst De Bruyne ekki á lista. Í næstu sætum voru Liverpool leikmennirnir Virgil van Dijk og Sadio Mané. Jón Þór Hauksson og Sara Björk Gunnarsdóttir kusu bæði hina dönsku Pernille Harder sem besta leikmanninn. Í næstu sætum hjá Jóni Þóru voru þær Wendie Renard og Caroline Graham Hansen. Sara Börk var með Lucy Bronze og Wendie Renard í sætum tvö og þrjú. Víðir Sigurðsson á Morgunblaðinu kaus fyrir hönd íslenskra fjölmiðlamanna. Í karlaflokki valdi hann Robert Lewandowski bestan en þeir Kevin De Bruyne og Virgil van Dijk voru einnig á lista. Víðir kaus því eins og Erik Hamrén. Víðir valdi síðan Wendie Renard besta hjá konunum og þar voru síðan þær Dzsenifer Marozsán og Pernille Harder í næstu sætum. Lucy Bronze, sem var valin best, komst ekki á lista hjá Víðir alveg eins og hjá Jóni Þór Haukssyni. Það má sjá hvaða leikmenn allir kusu með því að smella hér (karla) eða hér (kvenna). Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo fór í fýlu þegar Lewandowski var valinn bestur Cristiano Ronaldo var langt frá því að vera sáttur þegar Robert Lewandowski var valinn besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í gær. 18. desember 2020 07:31 Voru jafnir en Klopp vann á fleiri atkvæðum frá landsliðsþjálfurum Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, og Hansi Flick, þjálfari Bayern Munchen, fengu báðir 24 stig á verðlaunahátíð FIFA er kosið var um besta þjálfarann. 17. desember 2020 21:00 Klopp bestur annað árið í röð og Lewandowski hafði betur gegn Ronaldo og Messi Verðlaunahátíð FIFA fór fram í kvöld en þar var tilkynnt, bæði í karla- og kvennaflokki, hvaða leikmenn stóðu upp úr á árinu. 17. desember 2020 19:40 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Erik Hamrén, Aron Einar Gunnarsson, Sara Björk Gunnarsdóttir, Jón Þór Hauksson og Víðir Sigurðsson kusu fyrir hönd Íslands þegar FIFA verðlaunaði besta leikmann og besta þjálfara ársins í gær. Landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar kusu fyrir hönd sinna þjóða eins og venjan er hjá þessum verðlaunum. Í viðbót fékk einn íþróttafréttamaður frá hverju landi að kjósa. Það var hins vegar ekki nóg fyrir fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins að stýra landsliði í ellefu af tólf mánuðum ársins. Lars Lagerbäck stýrði norska landsliðinu í öllum leikjum ársins en missti starfið á dögunum þegar Norðmenn ráku hann og réðu í staðinn Ståle Solbakken. Athygli vakti að Lars fékk ekki að kjósa hjá FIFA heldur var það Ståle Solbakken sem kaus sem þjálfari norska landsliðsins. Það fylgir ekki sögunni hvort Lagerbäck hafi afþakkað boðið eða hvort að þetta sé ákvörðun norska sambandsins. Solbakken valdi Robert Lewandowski og í næstu sætum komu síðan þeir Lionel Messi og Sergio Ramos. Íslensku landsliðsþjálfararnir eru báðir hættir en þeir fengu samt báðir að kjósa. Það réði því kannski að Guðni Bergsson er ekki búinn að ráða þjálfara í stað þeirra Erik Hamrén og Jón Þórs Haukssonar. Erik Hamrén valdi Robert Lewandowski besta leikmanninn og í næstu sætum voru síðan Kevin De Bruyne og Virgil van Dijk. Aron Einar Gunnarsson kaus sem fyrirliði íslenska landsliðsins. Hann valdi Lewandowski líka besta leikmanninn en hjá honum komst De Bruyne ekki á lista. Í næstu sætum voru Liverpool leikmennirnir Virgil van Dijk og Sadio Mané. Jón Þór Hauksson og Sara Björk Gunnarsdóttir kusu bæði hina dönsku Pernille Harder sem besta leikmanninn. Í næstu sætum hjá Jóni Þóru voru þær Wendie Renard og Caroline Graham Hansen. Sara Börk var með Lucy Bronze og Wendie Renard í sætum tvö og þrjú. Víðir Sigurðsson á Morgunblaðinu kaus fyrir hönd íslenskra fjölmiðlamanna. Í karlaflokki valdi hann Robert Lewandowski bestan en þeir Kevin De Bruyne og Virgil van Dijk voru einnig á lista. Víðir kaus því eins og Erik Hamrén. Víðir valdi síðan Wendie Renard besta hjá konunum og þar voru síðan þær Dzsenifer Marozsán og Pernille Harder í næstu sætum. Lucy Bronze, sem var valin best, komst ekki á lista hjá Víðir alveg eins og hjá Jóni Þór Haukssyni. Það má sjá hvaða leikmenn allir kusu með því að smella hér (karla) eða hér (kvenna).
Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo fór í fýlu þegar Lewandowski var valinn bestur Cristiano Ronaldo var langt frá því að vera sáttur þegar Robert Lewandowski var valinn besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í gær. 18. desember 2020 07:31 Voru jafnir en Klopp vann á fleiri atkvæðum frá landsliðsþjálfurum Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, og Hansi Flick, þjálfari Bayern Munchen, fengu báðir 24 stig á verðlaunahátíð FIFA er kosið var um besta þjálfarann. 17. desember 2020 21:00 Klopp bestur annað árið í röð og Lewandowski hafði betur gegn Ronaldo og Messi Verðlaunahátíð FIFA fór fram í kvöld en þar var tilkynnt, bæði í karla- og kvennaflokki, hvaða leikmenn stóðu upp úr á árinu. 17. desember 2020 19:40 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Ronaldo fór í fýlu þegar Lewandowski var valinn bestur Cristiano Ronaldo var langt frá því að vera sáttur þegar Robert Lewandowski var valinn besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í gær. 18. desember 2020 07:31
Voru jafnir en Klopp vann á fleiri atkvæðum frá landsliðsþjálfurum Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, og Hansi Flick, þjálfari Bayern Munchen, fengu báðir 24 stig á verðlaunahátíð FIFA er kosið var um besta þjálfarann. 17. desember 2020 21:00
Klopp bestur annað árið í röð og Lewandowski hafði betur gegn Ronaldo og Messi Verðlaunahátíð FIFA fór fram í kvöld en þar var tilkynnt, bæði í karla- og kvennaflokki, hvaða leikmenn stóðu upp úr á árinu. 17. desember 2020 19:40