Hamrén og Jón Þór kusu fyrir Ísland en Lagerbäck fékk ekki að kjósa fyrir Noreg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2020 09:05 Lars Lagerbäck tók ekki þátt í kosningunni í gær. Getty/Liam McBurney Norðmenn ráku Lars Lagerbäck á dögunum og leyfðu honum ekki einu sinni að kjósa besta leikmann og þjálfara heims. Erik Hamrén, Aron Einar Gunnarsson, Sara Björk Gunnarsdóttir, Jón Þór Hauksson og Víðir Sigurðsson kusu fyrir hönd Íslands þegar FIFA verðlaunaði besta leikmann og besta þjálfara ársins í gær. Landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar kusu fyrir hönd sinna þjóða eins og venjan er hjá þessum verðlaunum. Í viðbót fékk einn íþróttafréttamaður frá hverju landi að kjósa. Það var hins vegar ekki nóg fyrir fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins að stýra landsliði í ellefu af tólf mánuðum ársins. Lars Lagerbäck stýrði norska landsliðinu í öllum leikjum ársins en missti starfið á dögunum þegar Norðmenn ráku hann og réðu í staðinn Ståle Solbakken. Athygli vakti að Lars fékk ekki að kjósa hjá FIFA heldur var það Ståle Solbakken sem kaus sem þjálfari norska landsliðsins. Það fylgir ekki sögunni hvort Lagerbäck hafi afþakkað boðið eða hvort að þetta sé ákvörðun norska sambandsins. Solbakken valdi Robert Lewandowski og í næstu sætum komu síðan þeir Lionel Messi og Sergio Ramos. Íslensku landsliðsþjálfararnir eru báðir hættir en þeir fengu samt báðir að kjósa. Það réði því kannski að Guðni Bergsson er ekki búinn að ráða þjálfara í stað þeirra Erik Hamrén og Jón Þórs Haukssonar. Erik Hamrén valdi Robert Lewandowski besta leikmanninn og í næstu sætum voru síðan Kevin De Bruyne og Virgil van Dijk. Aron Einar Gunnarsson kaus sem fyrirliði íslenska landsliðsins. Hann valdi Lewandowski líka besta leikmanninn en hjá honum komst De Bruyne ekki á lista. Í næstu sætum voru Liverpool leikmennirnir Virgil van Dijk og Sadio Mané. Jón Þór Hauksson og Sara Björk Gunnarsdóttir kusu bæði hina dönsku Pernille Harder sem besta leikmanninn. Í næstu sætum hjá Jóni Þóru voru þær Wendie Renard og Caroline Graham Hansen. Sara Börk var með Lucy Bronze og Wendie Renard í sætum tvö og þrjú. Víðir Sigurðsson á Morgunblaðinu kaus fyrir hönd íslenskra fjölmiðlamanna. Í karlaflokki valdi hann Robert Lewandowski bestan en þeir Kevin De Bruyne og Virgil van Dijk voru einnig á lista. Víðir kaus því eins og Erik Hamrén. Víðir valdi síðan Wendie Renard besta hjá konunum og þar voru síðan þær Dzsenifer Marozsán og Pernille Harder í næstu sætum. Lucy Bronze, sem var valin best, komst ekki á lista hjá Víðir alveg eins og hjá Jóni Þór Haukssyni. Það má sjá hvaða leikmenn allir kusu með því að smella hér (karla) eða hér (kvenna). Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo fór í fýlu þegar Lewandowski var valinn bestur Cristiano Ronaldo var langt frá því að vera sáttur þegar Robert Lewandowski var valinn besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í gær. 18. desember 2020 07:31 Voru jafnir en Klopp vann á fleiri atkvæðum frá landsliðsþjálfurum Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, og Hansi Flick, þjálfari Bayern Munchen, fengu báðir 24 stig á verðlaunahátíð FIFA er kosið var um besta þjálfarann. 17. desember 2020 21:00 Klopp bestur annað árið í röð og Lewandowski hafði betur gegn Ronaldo og Messi Verðlaunahátíð FIFA fór fram í kvöld en þar var tilkynnt, bæði í karla- og kvennaflokki, hvaða leikmenn stóðu upp úr á árinu. 17. desember 2020 19:40 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Erik Hamrén, Aron Einar Gunnarsson, Sara Björk Gunnarsdóttir, Jón Þór Hauksson og Víðir Sigurðsson kusu fyrir hönd Íslands þegar FIFA verðlaunaði besta leikmann og besta þjálfara ársins í gær. Landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar kusu fyrir hönd sinna þjóða eins og venjan er hjá þessum verðlaunum. Í viðbót fékk einn íþróttafréttamaður frá hverju landi að kjósa. Það var hins vegar ekki nóg fyrir fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins að stýra landsliði í ellefu af tólf mánuðum ársins. Lars Lagerbäck stýrði norska landsliðinu í öllum leikjum ársins en missti starfið á dögunum þegar Norðmenn ráku hann og réðu í staðinn Ståle Solbakken. Athygli vakti að Lars fékk ekki að kjósa hjá FIFA heldur var það Ståle Solbakken sem kaus sem þjálfari norska landsliðsins. Það fylgir ekki sögunni hvort Lagerbäck hafi afþakkað boðið eða hvort að þetta sé ákvörðun norska sambandsins. Solbakken valdi Robert Lewandowski og í næstu sætum komu síðan þeir Lionel Messi og Sergio Ramos. Íslensku landsliðsþjálfararnir eru báðir hættir en þeir fengu samt báðir að kjósa. Það réði því kannski að Guðni Bergsson er ekki búinn að ráða þjálfara í stað þeirra Erik Hamrén og Jón Þórs Haukssonar. Erik Hamrén valdi Robert Lewandowski besta leikmanninn og í næstu sætum voru síðan Kevin De Bruyne og Virgil van Dijk. Aron Einar Gunnarsson kaus sem fyrirliði íslenska landsliðsins. Hann valdi Lewandowski líka besta leikmanninn en hjá honum komst De Bruyne ekki á lista. Í næstu sætum voru Liverpool leikmennirnir Virgil van Dijk og Sadio Mané. Jón Þór Hauksson og Sara Björk Gunnarsdóttir kusu bæði hina dönsku Pernille Harder sem besta leikmanninn. Í næstu sætum hjá Jóni Þóru voru þær Wendie Renard og Caroline Graham Hansen. Sara Börk var með Lucy Bronze og Wendie Renard í sætum tvö og þrjú. Víðir Sigurðsson á Morgunblaðinu kaus fyrir hönd íslenskra fjölmiðlamanna. Í karlaflokki valdi hann Robert Lewandowski bestan en þeir Kevin De Bruyne og Virgil van Dijk voru einnig á lista. Víðir kaus því eins og Erik Hamrén. Víðir valdi síðan Wendie Renard besta hjá konunum og þar voru síðan þær Dzsenifer Marozsán og Pernille Harder í næstu sætum. Lucy Bronze, sem var valin best, komst ekki á lista hjá Víðir alveg eins og hjá Jóni Þór Haukssyni. Það má sjá hvaða leikmenn allir kusu með því að smella hér (karla) eða hér (kvenna).
Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo fór í fýlu þegar Lewandowski var valinn bestur Cristiano Ronaldo var langt frá því að vera sáttur þegar Robert Lewandowski var valinn besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í gær. 18. desember 2020 07:31 Voru jafnir en Klopp vann á fleiri atkvæðum frá landsliðsþjálfurum Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, og Hansi Flick, þjálfari Bayern Munchen, fengu báðir 24 stig á verðlaunahátíð FIFA er kosið var um besta þjálfarann. 17. desember 2020 21:00 Klopp bestur annað árið í röð og Lewandowski hafði betur gegn Ronaldo og Messi Verðlaunahátíð FIFA fór fram í kvöld en þar var tilkynnt, bæði í karla- og kvennaflokki, hvaða leikmenn stóðu upp úr á árinu. 17. desember 2020 19:40 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Ronaldo fór í fýlu þegar Lewandowski var valinn bestur Cristiano Ronaldo var langt frá því að vera sáttur þegar Robert Lewandowski var valinn besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í gær. 18. desember 2020 07:31
Voru jafnir en Klopp vann á fleiri atkvæðum frá landsliðsþjálfurum Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, og Hansi Flick, þjálfari Bayern Munchen, fengu báðir 24 stig á verðlaunahátíð FIFA er kosið var um besta þjálfarann. 17. desember 2020 21:00
Klopp bestur annað árið í röð og Lewandowski hafði betur gegn Ronaldo og Messi Verðlaunahátíð FIFA fór fram í kvöld en þar var tilkynnt, bæði í karla- og kvennaflokki, hvaða leikmenn stóðu upp úr á árinu. 17. desember 2020 19:40