Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2020 06:42 Húsið Breiðablik sem aurskriðan tók með sér í nótt. vísir/egill Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. Frá þessu er greint á vef Veðurstofu Íslands en mikil úrkomuákefð hefur verið á Seyðisfirði í gærkvöldi og nótt. Rýmingar eru því enn í gildi sem og hættustig almannavarna vegna skriðuhættu í bænum. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austfjörðum vegna skriðuhættu. Í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Fram kom í tilkynningu almannavarna í gærkvöldi að þrjú hlaup hefðu orðið í Búðará auk aurskriðuflóðs sem lokaði vegi. Í nótt féllu svo tvær skriður úr Nautaklauf sem er sami farvegur og stærsta skriðan á þriðjudag féll úr að því er segir á vef Veðurstofunnar. Myndin er tekin á Seyðisfirði í gær þegar hreinsunarstarf var í fullum gangi.Vísir/Egill Fyrri skriðan féll um klukkan eitt og seinni skriðan um tveimur tímum síðar. Sú skriða tók með sér mannlaust timburhús og flutti það um fimmtíu metra. Að því er fram kom í frétt á vef RÚV í nótt er um að ræða húsið Breiðablik sem stóð við Austurveg. Húsið var eitt af þeim sem fyrstu skriðurnar umluktu. Húsið var innan svæðis sem hafði verið rýmt. Í kjölfarið var staðan endurmetin og nokkur hús til viðbótar rýmd líkt og segir á vef Veðurstofunnar. Appelsínugul veðurviðvörun vegna mikillar rigningar er í gildi á Austfjörðum til klukkan níu í dag. Ekki er enn ljóst hversu mikið tjón hefur orðið í bænum en aur og vatn hefur komist inn í að minnsta kosti nokkur hús.Vísir/Egill „Búist er við að fari að draga úr úrkomuákefð þegar líður á morguninn og vonir standa til að ástandið skáni við það en svo gæti bætt í úrkomu seinnipartinn. Spáð er að stytti upp þegar líður á morgundaginn. Vegna aðstæðna eru íbúar beðnir um að fylgjast vel með fréttum og vera ekki á ferðinni fyrr en í birtingu,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem barst laust fyrir klukkan hálfátta. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í gær og gekk vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert umfang þess tjóns er sem orðið hefur í bænum. Þó er ljóst að vatn og aur hefur komist inn í nokkur hús. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ítarlega umfjöllun úr fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um ástandið á Seyðisfirði. Fréttin var uppfærð klukkan 07:29. Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Veðurstofu Íslands en mikil úrkomuákefð hefur verið á Seyðisfirði í gærkvöldi og nótt. Rýmingar eru því enn í gildi sem og hættustig almannavarna vegna skriðuhættu í bænum. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austfjörðum vegna skriðuhættu. Í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Fram kom í tilkynningu almannavarna í gærkvöldi að þrjú hlaup hefðu orðið í Búðará auk aurskriðuflóðs sem lokaði vegi. Í nótt féllu svo tvær skriður úr Nautaklauf sem er sami farvegur og stærsta skriðan á þriðjudag féll úr að því er segir á vef Veðurstofunnar. Myndin er tekin á Seyðisfirði í gær þegar hreinsunarstarf var í fullum gangi.Vísir/Egill Fyrri skriðan féll um klukkan eitt og seinni skriðan um tveimur tímum síðar. Sú skriða tók með sér mannlaust timburhús og flutti það um fimmtíu metra. Að því er fram kom í frétt á vef RÚV í nótt er um að ræða húsið Breiðablik sem stóð við Austurveg. Húsið var eitt af þeim sem fyrstu skriðurnar umluktu. Húsið var innan svæðis sem hafði verið rýmt. Í kjölfarið var staðan endurmetin og nokkur hús til viðbótar rýmd líkt og segir á vef Veðurstofunnar. Appelsínugul veðurviðvörun vegna mikillar rigningar er í gildi á Austfjörðum til klukkan níu í dag. Ekki er enn ljóst hversu mikið tjón hefur orðið í bænum en aur og vatn hefur komist inn í að minnsta kosti nokkur hús.Vísir/Egill „Búist er við að fari að draga úr úrkomuákefð þegar líður á morguninn og vonir standa til að ástandið skáni við það en svo gæti bætt í úrkomu seinnipartinn. Spáð er að stytti upp þegar líður á morgundaginn. Vegna aðstæðna eru íbúar beðnir um að fylgjast vel með fréttum og vera ekki á ferðinni fyrr en í birtingu,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem barst laust fyrir klukkan hálfátta. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í gær og gekk vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert umfang þess tjóns er sem orðið hefur í bænum. Þó er ljóst að vatn og aur hefur komist inn í nokkur hús. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ítarlega umfjöllun úr fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um ástandið á Seyðisfirði. Fréttin var uppfærð klukkan 07:29.
Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira