Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2020 22:23 Kaleb Franks, Brandon Caserta, Adam Dean Fox, Daniel Harris, Barry Croft og Ty Garbin eiga yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi. AP/Fógeti Kentsýslu Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. Þeir eru sagðir hafa verið reiðir og þá meðal annars vegna sóttvarnaaðgerða ráðamanna í Michigan. Einhverjir þeirra tilheyra vopnaðir öfgasveit hægri manna sem kallast Wolverine Watchmen, eða Varðmenn jarfans á íslensku. Það var svokallaður grand jury sem gaf út ákærurnar. Það ferli felur í sér að hópur kviðdómenda fer yfir gögn málsins og ákveður hvort tilefni þykir til að ákæra formlega í tilteknum málum. Samkvæmt Reuters sem vitnar í yfirlýsingu frá ríkissaksóknara Bandaríkjanna, var þetta mikilvægt skref í því að ákæra mennina einnig á alríkisstiginu. Meðal annars töldu einhverjir mannanna að Whitmer væri í raun harðstjóri fyrir að hafa látið loka líkamsræktarstöðvum í Michigan vegna faraldursins. Þeir töluðu um að handsama hana í borgarlegri handtöku og jafnvel taka hana af lífi. Verði þeir fundnir sekir gætu þeir verið dæmdir til í lífstíðarfangelsi. Verjendur mannanna segja þá ekki hafa ætlað að standa við stóru orðin. Samtöl þeirra hafi í raun verið innihaldslaus. Einn lögmannanna sagði í samtali við Reuters að þeir hafi ekki ætlað að ræna Whitmer í alvörunni. Ekkert ráðabrugg hafi verið til staðar. Í ákærunni segir hins vegar að mennirnir hafi fundað í sumar og rætt mannránið. Þeir hafi sömuleiðis haldið skotvopnaæfingar og vaktað sumarhús ríkisstjórans í ágúst og september og kannað hve langt væri í næstu lögreglustöð. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að þeir hafi æft sig í því að ráðast á byggingar í sameiningu. Þá keyptu einhverjir þeirra muni sem átti að nota í ránið, eins og rafbyssu, og fjórir þeirra reyndu að kaupa sprengiefni af manni sem var í raun útsendari Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Mennirnir höfðu rætt það að sprengja brú nærri sumarhúsi Whitmer til að tefja viðbrögð lögreglunnar. Whitmer hefur sakað Donald Trump, fráfarandi forseta, um að hafa alið á sundrung og ofbeldi. Orðræða hans hafi átt þátt í meintum ætlunum þessa manna og öðrum hótunum gagnvart opinberum starfsmönnum Í Bandaríkjunum. Þá hafði Trump lengi gagnrýnt Whitmer fyrir sóttvarnaaðgerðir hennar og nokkrum dögum eftir að mennirnir sex voru handteknir og meint ráðabrugg þeirra gert opinbert, sagði Trump á fjöldafundi að handtaka ætti Whitmer. Hann gagnrýndi Whitmer svo fyrir að hafa ekki þakkað sér persónulega fyrir það að útsendarar FBI hefðu stöðvað ráðabruggið. Bandaríkin Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Þeir eru sagðir hafa verið reiðir og þá meðal annars vegna sóttvarnaaðgerða ráðamanna í Michigan. Einhverjir þeirra tilheyra vopnaðir öfgasveit hægri manna sem kallast Wolverine Watchmen, eða Varðmenn jarfans á íslensku. Það var svokallaður grand jury sem gaf út ákærurnar. Það ferli felur í sér að hópur kviðdómenda fer yfir gögn málsins og ákveður hvort tilefni þykir til að ákæra formlega í tilteknum málum. Samkvæmt Reuters sem vitnar í yfirlýsingu frá ríkissaksóknara Bandaríkjanna, var þetta mikilvægt skref í því að ákæra mennina einnig á alríkisstiginu. Meðal annars töldu einhverjir mannanna að Whitmer væri í raun harðstjóri fyrir að hafa látið loka líkamsræktarstöðvum í Michigan vegna faraldursins. Þeir töluðu um að handsama hana í borgarlegri handtöku og jafnvel taka hana af lífi. Verði þeir fundnir sekir gætu þeir verið dæmdir til í lífstíðarfangelsi. Verjendur mannanna segja þá ekki hafa ætlað að standa við stóru orðin. Samtöl þeirra hafi í raun verið innihaldslaus. Einn lögmannanna sagði í samtali við Reuters að þeir hafi ekki ætlað að ræna Whitmer í alvörunni. Ekkert ráðabrugg hafi verið til staðar. Í ákærunni segir hins vegar að mennirnir hafi fundað í sumar og rætt mannránið. Þeir hafi sömuleiðis haldið skotvopnaæfingar og vaktað sumarhús ríkisstjórans í ágúst og september og kannað hve langt væri í næstu lögreglustöð. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að þeir hafi æft sig í því að ráðast á byggingar í sameiningu. Þá keyptu einhverjir þeirra muni sem átti að nota í ránið, eins og rafbyssu, og fjórir þeirra reyndu að kaupa sprengiefni af manni sem var í raun útsendari Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Mennirnir höfðu rætt það að sprengja brú nærri sumarhúsi Whitmer til að tefja viðbrögð lögreglunnar. Whitmer hefur sakað Donald Trump, fráfarandi forseta, um að hafa alið á sundrung og ofbeldi. Orðræða hans hafi átt þátt í meintum ætlunum þessa manna og öðrum hótunum gagnvart opinberum starfsmönnum Í Bandaríkjunum. Þá hafði Trump lengi gagnrýnt Whitmer fyrir sóttvarnaaðgerðir hennar og nokkrum dögum eftir að mennirnir sex voru handteknir og meint ráðabrugg þeirra gert opinbert, sagði Trump á fjöldafundi að handtaka ætti Whitmer. Hann gagnrýndi Whitmer svo fyrir að hafa ekki þakkað sér persónulega fyrir það að útsendarar FBI hefðu stöðvað ráðabruggið.
Bandaríkin Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira