Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2020 22:23 Kaleb Franks, Brandon Caserta, Adam Dean Fox, Daniel Harris, Barry Croft og Ty Garbin eiga yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi. AP/Fógeti Kentsýslu Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. Þeir eru sagðir hafa verið reiðir og þá meðal annars vegna sóttvarnaaðgerða ráðamanna í Michigan. Einhverjir þeirra tilheyra vopnaðir öfgasveit hægri manna sem kallast Wolverine Watchmen, eða Varðmenn jarfans á íslensku. Það var svokallaður grand jury sem gaf út ákærurnar. Það ferli felur í sér að hópur kviðdómenda fer yfir gögn málsins og ákveður hvort tilefni þykir til að ákæra formlega í tilteknum málum. Samkvæmt Reuters sem vitnar í yfirlýsingu frá ríkissaksóknara Bandaríkjanna, var þetta mikilvægt skref í því að ákæra mennina einnig á alríkisstiginu. Meðal annars töldu einhverjir mannanna að Whitmer væri í raun harðstjóri fyrir að hafa látið loka líkamsræktarstöðvum í Michigan vegna faraldursins. Þeir töluðu um að handsama hana í borgarlegri handtöku og jafnvel taka hana af lífi. Verði þeir fundnir sekir gætu þeir verið dæmdir til í lífstíðarfangelsi. Verjendur mannanna segja þá ekki hafa ætlað að standa við stóru orðin. Samtöl þeirra hafi í raun verið innihaldslaus. Einn lögmannanna sagði í samtali við Reuters að þeir hafi ekki ætlað að ræna Whitmer í alvörunni. Ekkert ráðabrugg hafi verið til staðar. Í ákærunni segir hins vegar að mennirnir hafi fundað í sumar og rætt mannránið. Þeir hafi sömuleiðis haldið skotvopnaæfingar og vaktað sumarhús ríkisstjórans í ágúst og september og kannað hve langt væri í næstu lögreglustöð. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að þeir hafi æft sig í því að ráðast á byggingar í sameiningu. Þá keyptu einhverjir þeirra muni sem átti að nota í ránið, eins og rafbyssu, og fjórir þeirra reyndu að kaupa sprengiefni af manni sem var í raun útsendari Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Mennirnir höfðu rætt það að sprengja brú nærri sumarhúsi Whitmer til að tefja viðbrögð lögreglunnar. Whitmer hefur sakað Donald Trump, fráfarandi forseta, um að hafa alið á sundrung og ofbeldi. Orðræða hans hafi átt þátt í meintum ætlunum þessa manna og öðrum hótunum gagnvart opinberum starfsmönnum Í Bandaríkjunum. Þá hafði Trump lengi gagnrýnt Whitmer fyrir sóttvarnaaðgerðir hennar og nokkrum dögum eftir að mennirnir sex voru handteknir og meint ráðabrugg þeirra gert opinbert, sagði Trump á fjöldafundi að handtaka ætti Whitmer. Hann gagnrýndi Whitmer svo fyrir að hafa ekki þakkað sér persónulega fyrir það að útsendarar FBI hefðu stöðvað ráðabruggið. Bandaríkin Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Þeir eru sagðir hafa verið reiðir og þá meðal annars vegna sóttvarnaaðgerða ráðamanna í Michigan. Einhverjir þeirra tilheyra vopnaðir öfgasveit hægri manna sem kallast Wolverine Watchmen, eða Varðmenn jarfans á íslensku. Það var svokallaður grand jury sem gaf út ákærurnar. Það ferli felur í sér að hópur kviðdómenda fer yfir gögn málsins og ákveður hvort tilefni þykir til að ákæra formlega í tilteknum málum. Samkvæmt Reuters sem vitnar í yfirlýsingu frá ríkissaksóknara Bandaríkjanna, var þetta mikilvægt skref í því að ákæra mennina einnig á alríkisstiginu. Meðal annars töldu einhverjir mannanna að Whitmer væri í raun harðstjóri fyrir að hafa látið loka líkamsræktarstöðvum í Michigan vegna faraldursins. Þeir töluðu um að handsama hana í borgarlegri handtöku og jafnvel taka hana af lífi. Verði þeir fundnir sekir gætu þeir verið dæmdir til í lífstíðarfangelsi. Verjendur mannanna segja þá ekki hafa ætlað að standa við stóru orðin. Samtöl þeirra hafi í raun verið innihaldslaus. Einn lögmannanna sagði í samtali við Reuters að þeir hafi ekki ætlað að ræna Whitmer í alvörunni. Ekkert ráðabrugg hafi verið til staðar. Í ákærunni segir hins vegar að mennirnir hafi fundað í sumar og rætt mannránið. Þeir hafi sömuleiðis haldið skotvopnaæfingar og vaktað sumarhús ríkisstjórans í ágúst og september og kannað hve langt væri í næstu lögreglustöð. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að þeir hafi æft sig í því að ráðast á byggingar í sameiningu. Þá keyptu einhverjir þeirra muni sem átti að nota í ránið, eins og rafbyssu, og fjórir þeirra reyndu að kaupa sprengiefni af manni sem var í raun útsendari Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Mennirnir höfðu rætt það að sprengja brú nærri sumarhúsi Whitmer til að tefja viðbrögð lögreglunnar. Whitmer hefur sakað Donald Trump, fráfarandi forseta, um að hafa alið á sundrung og ofbeldi. Orðræða hans hafi átt þátt í meintum ætlunum þessa manna og öðrum hótunum gagnvart opinberum starfsmönnum Í Bandaríkjunum. Þá hafði Trump lengi gagnrýnt Whitmer fyrir sóttvarnaaðgerðir hennar og nokkrum dögum eftir að mennirnir sex voru handteknir og meint ráðabrugg þeirra gert opinbert, sagði Trump á fjöldafundi að handtaka ætti Whitmer. Hann gagnrýndi Whitmer svo fyrir að hafa ekki þakkað sér persónulega fyrir það að útsendarar FBI hefðu stöðvað ráðabruggið.
Bandaríkin Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira